Útilokar ekki málamiðlun í ESB málinu Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2014 13:06 Formaður utanríkismálanefndar segir að tillögur stjórnarandstöðunnar í ESB málinu fái þinglega meðferð eins og tillaga utanríkisráðherra. Menn séu full fljótir að draga ályktanir um að samkomulag takist ekki. vísir/stefán Birgir Ármannsson formaður utanríkisnefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins útilokar ekki að að tillaga utanríkisráðherra um að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka, taki breytingum í meðförum enfndarinnar. Hann segir orðalag kosningaloforðs flokksins um þjóðaratkvæðagreiðslu hafa verið óheppilegt. Þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka var tekin á dagskrá Alþingis í gær. Af umræðunni um skýrslu Hagfræðistofnunar um sambandið að dæma, eru stjórnarflokkarnir gallharðir í afstöðu sinni og ekki útlit fyrir að þeir ætli að taka tillit til málamiðlunartillagna stjórnarandstöðunnar, mótmæla á Austurvelli og fjölda undirskrifta á Netinu. Birgir Ármannsson sagði hins vegar í Íslandi í dag í gærkvöldi að menn væru fullfljótir að draga ályktanir í þeim efnum. „Staðan er einfaldlega sú að nú er þingleg meðferð þessarar tillögu að hefjast. Það er líka boðað að það verði fjallað um aðrar tillögur um aðrar þær tillögur sem komið hafa fram í þinginu um málsmeðferð,“ segir Birgir.Þannig að þú ert að segja að það sé ekki útilokað að hægt sé að ná einhverju samkomulagi eða breytingum? „Menn segja aldrei í upphafi ferils að ekki verði um neinar samningaviðræður að ræða,“ segir formaður utanríkismálanefndar. Birgir viðurkennir að erfitt hafi verið að svara fyrir afstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins til þjóðaratkvæðagreiðslu nú, eftir kosningaloforð formanns flokksins og annarra forystumanna í þeim efnum. Sjálfur hafi hann verið þeirrar skoðunar að ekki ætti að halda viðræðunum áfram án þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þeir forystumenn sem vitnað er til orðuðu hlutina með öðrum hætti og ég hef sagt það í viðtölum að mér hafi þótt það óheppilegt,“ segir Birgir.Eru þau óheppileg, kosningaloforðin? „Orðalagið, kann að vera, bætir Birgir við. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra er einn þeirra sem hefur gagnrýnt núverandi formann og forystu flokksins harðlega fyrir að ætla ekki að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu.Það hlýtur að svíða undan því? „Já, já vissulega. Mér finnst hann nota allt of stór orð og mér finnst hann hafa tekið allt of djúpt í árinni og ég er ekki sáttur við það,“ segir Birgir. Auðvitað svíði undan orðum Þorsteins sem fyrrverandi formanns þar sem Þorsteinn eigi sér langa sögu. „Og það er auðvitað ekkert þægilegt,“ sagði Birgir Ármannsson í Íslandi í dag í gærkvöldi. Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Birgir Ármannsson formaður utanríkisnefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins útilokar ekki að að tillaga utanríkisráðherra um að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka, taki breytingum í meðförum enfndarinnar. Hann segir orðalag kosningaloforðs flokksins um þjóðaratkvæðagreiðslu hafa verið óheppilegt. Þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka var tekin á dagskrá Alþingis í gær. Af umræðunni um skýrslu Hagfræðistofnunar um sambandið að dæma, eru stjórnarflokkarnir gallharðir í afstöðu sinni og ekki útlit fyrir að þeir ætli að taka tillit til málamiðlunartillagna stjórnarandstöðunnar, mótmæla á Austurvelli og fjölda undirskrifta á Netinu. Birgir Ármannsson sagði hins vegar í Íslandi í dag í gærkvöldi að menn væru fullfljótir að draga ályktanir í þeim efnum. „Staðan er einfaldlega sú að nú er þingleg meðferð þessarar tillögu að hefjast. Það er líka boðað að það verði fjallað um aðrar tillögur um aðrar þær tillögur sem komið hafa fram í þinginu um málsmeðferð,“ segir Birgir.Þannig að þú ert að segja að það sé ekki útilokað að hægt sé að ná einhverju samkomulagi eða breytingum? „Menn segja aldrei í upphafi ferils að ekki verði um neinar samningaviðræður að ræða,“ segir formaður utanríkismálanefndar. Birgir viðurkennir að erfitt hafi verið að svara fyrir afstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins til þjóðaratkvæðagreiðslu nú, eftir kosningaloforð formanns flokksins og annarra forystumanna í þeim efnum. Sjálfur hafi hann verið þeirrar skoðunar að ekki ætti að halda viðræðunum áfram án þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þeir forystumenn sem vitnað er til orðuðu hlutina með öðrum hætti og ég hef sagt það í viðtölum að mér hafi þótt það óheppilegt,“ segir Birgir.Eru þau óheppileg, kosningaloforðin? „Orðalagið, kann að vera, bætir Birgir við. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra er einn þeirra sem hefur gagnrýnt núverandi formann og forystu flokksins harðlega fyrir að ætla ekki að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu.Það hlýtur að svíða undan því? „Já, já vissulega. Mér finnst hann nota allt of stór orð og mér finnst hann hafa tekið allt of djúpt í árinni og ég er ekki sáttur við það,“ segir Birgir. Auðvitað svíði undan orðum Þorsteins sem fyrrverandi formanns þar sem Þorsteinn eigi sér langa sögu. „Og það er auðvitað ekkert þægilegt,“ sagði Birgir Ármannsson í Íslandi í dag í gærkvöldi.
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira