Engin tannpína hjá Rory í Flórída 28. febrúar 2014 10:00 Rory McIlroy á vellinum í Palm Beach Gardens í gær. Vísir/Getty Rory McIlroy byrjaði frábærlega á Honda Classic-mótinu sem fór af stað í Bandaríkjunum í gær. Norður-Írinn er í forystu eftir fyrsta keppnisdag en hann spilaði á 63 höggum í gær. Hann er með eins höggs forystu á Bandaríkjamanninn Russell Henley. McIlroy vakti mikla athygli á sama móti í fyrra þegar hann dró sig úr keppni á miðju móti. Ástæðuna sagði hann vera að hann þjáðist af tannpínu. „Ég var mjög stöðugur í dag en ég tel að það sé algjört lykilatriði á þessum velli að hitta brautir og flatir,“ sagði McIlroy við fjölmiðla í gær. „Þessi braut verðlaunar manni ef maður heldur boltanum í leik og kemur sér í fuglafæri.“Rory Sabbatini, William McGirt og Jamie Donaldson eru jafnir í þriðja sæti á fimm undir pari vallarins.Tiger Woods er með að þessu sinni en honum tókst ekki vel upp í dag, lék á 71 höggi eða einu höggi yfir pari. Hann er í 82. sæti eftir fyrsta hring eftir að hafa verið í vanræðum með púttin í dag og þarf að eiga góðan hring á morgunn til þess að eiga séns á því að blanda sér í baráttuna um sigur í mótinu. Önnur stór nöfn áttu einnig erfiðan dag í dag, Phil Michelson lék á pari og er í 57. sæti meðan að Henrik Stenson sem situr í þriðja sæti á heimslistanum lék á 73 höggum eða þremur yfir pari. Er hann í 121.sæti og meðal neðstu manna.Útsending frá öðrum keppnisdegi mótsins hefst klukkan 18.00 á Golfstöðinni. Post by Golfstöðin. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy byrjaði frábærlega á Honda Classic-mótinu sem fór af stað í Bandaríkjunum í gær. Norður-Írinn er í forystu eftir fyrsta keppnisdag en hann spilaði á 63 höggum í gær. Hann er með eins höggs forystu á Bandaríkjamanninn Russell Henley. McIlroy vakti mikla athygli á sama móti í fyrra þegar hann dró sig úr keppni á miðju móti. Ástæðuna sagði hann vera að hann þjáðist af tannpínu. „Ég var mjög stöðugur í dag en ég tel að það sé algjört lykilatriði á þessum velli að hitta brautir og flatir,“ sagði McIlroy við fjölmiðla í gær. „Þessi braut verðlaunar manni ef maður heldur boltanum í leik og kemur sér í fuglafæri.“Rory Sabbatini, William McGirt og Jamie Donaldson eru jafnir í þriðja sæti á fimm undir pari vallarins.Tiger Woods er með að þessu sinni en honum tókst ekki vel upp í dag, lék á 71 höggi eða einu höggi yfir pari. Hann er í 82. sæti eftir fyrsta hring eftir að hafa verið í vanræðum með púttin í dag og þarf að eiga góðan hring á morgunn til þess að eiga séns á því að blanda sér í baráttuna um sigur í mótinu. Önnur stór nöfn áttu einnig erfiðan dag í dag, Phil Michelson lék á pari og er í 57. sæti meðan að Henrik Stenson sem situr í þriðja sæti á heimslistanum lék á 73 höggum eða þremur yfir pari. Er hann í 121.sæti og meðal neðstu manna.Útsending frá öðrum keppnisdegi mótsins hefst klukkan 18.00 á Golfstöðinni. Post by Golfstöðin.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira