Perez fljótastur | Red Bull enn í vanda 27. febrúar 2014 22:21 Perez í brautinni. vísir/getty Mexíkóski ökuþórinn Sergio Perez, sem ekur fyrir Force India liðið, átti besta brautartíma dagsins í Bahrain. Síðasta æfingavika fyrir tímabilið hófst þar í morgun. Tími Perez var 1:35.290 en næstur á eftir honum var Valtteri Bottas á Williams á tímanum 1:36.184. Þriðji var Kimi Raikkonen á Ferrari, hans besti tími var 1:36.432. Raikkonen ók þó aðeins 43 hringi. Ferrari vildi ekki gefa upp hvers vegna, líklega komu upp einhver vandamál hjá þeim. Flest einblína liðin enn á áreiðanleika bílanna. Ekki er því hægt að lesa mikið út úr uppröðun hröðustu hringja. Perez ók 105 hringi í dag, Bottas ók 128 hringi sem var lengst allra. Kevin Magnussen ók 109 hringi á McLaren bíl sínum. Helstu tíðindi dagsins eru þau að ríkjandi heimsmeistarar, Red Bull virðast enn í vanda. Daniel Ricciardo ók bílnum aðeins 36 hringi og endaði með sjöunda besta tíma dagsins. Lotus hætti snemma í dag vegna vandamála með nýja pústútfærslu, þeir óku aðeins 31 hring. Caterham liðið fór fæsta hringi í dag en Kamui Kobayashi tókst aðeins að aka 19 hringi. Æfingar halda áfram í fyrramálið. Formúla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mexíkóski ökuþórinn Sergio Perez, sem ekur fyrir Force India liðið, átti besta brautartíma dagsins í Bahrain. Síðasta æfingavika fyrir tímabilið hófst þar í morgun. Tími Perez var 1:35.290 en næstur á eftir honum var Valtteri Bottas á Williams á tímanum 1:36.184. Þriðji var Kimi Raikkonen á Ferrari, hans besti tími var 1:36.432. Raikkonen ók þó aðeins 43 hringi. Ferrari vildi ekki gefa upp hvers vegna, líklega komu upp einhver vandamál hjá þeim. Flest einblína liðin enn á áreiðanleika bílanna. Ekki er því hægt að lesa mikið út úr uppröðun hröðustu hringja. Perez ók 105 hringi í dag, Bottas ók 128 hringi sem var lengst allra. Kevin Magnussen ók 109 hringi á McLaren bíl sínum. Helstu tíðindi dagsins eru þau að ríkjandi heimsmeistarar, Red Bull virðast enn í vanda. Daniel Ricciardo ók bílnum aðeins 36 hringi og endaði með sjöunda besta tíma dagsins. Lotus hætti snemma í dag vegna vandamála með nýja pústútfærslu, þeir óku aðeins 31 hring. Caterham liðið fór fæsta hringi í dag en Kamui Kobayashi tókst aðeins að aka 19 hringi. Æfingar halda áfram í fyrramálið.
Formúla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira