„Hefði aldrei fengið þessa viðurkenningu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. febrúar 2014 21:49 Guðrún segir að gildi viðurkenningarinnar hafi rýrnað við nýjar upplýsingar. visir/gva „Við hjá Stígamótum erum vissulega mjög leiðar yfir þessu og urðum fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi í kvöld. Söngkonan Hafdís Huld Þrastardóttir ræddi opinskátt um einelti sem hún hafi orðið fyrir á netmiðlum í Kastljósi á Rúv í kvöld. Sagði Hafdís Hildi Lilliendahl hafi farið þar fremst í flokki. Hildur hefur í gegnum tíðina verið róttækur femínisti og barist ötullega fyrir réttindum kvenna. Hún hefur hlotið viðurkenningar frá Stígamótum fyrir baráttu sína. „Mér fannst Hafdís Huld hugrökk í Kastljósinu og skilaði hún ábyrgðinni á þann stað sem hún á heima.“ Guðrún segir að verðlaunin sem slík skipti litlu máli í þessu samhengi. „Okkur grunaði ekki að Hildur Lilliendahl hagaði sér svona sjálf þegar við veittum henni þessa viðurkenningu. Það segir sig sjálft að hefði okkur grunað að hún hefði gerst sek um hatursfulla umræðu á netinu þá hefðum við aldrei veitt henni viðurkenninguna.“ „Með því að hafa gengist við þessum ummælum þá dæmir hún sig í raun og veru bara sjálf,“ segir Guðrún. „Það hefði litið allt öðruvísi út ef við hefðum veitt henni þessa viðurkenningu vitandi að hún hagaði sér svona sjálf. Þá hefði það verið mjög vítavert. Viðurkenningin gekk út á það að heiðra konu sem þætti svona framkoma óþolandi. Gerist hún sjálf sek um slíka framkomu er það jafn óþolandi,“ segir Guðrún sem ítekar að viðurkenningin sé algjört aukaatriði. Gildi hennar hafi þó vissulega rýrnað við nýjar upplýsingar. „Hvort viðurkenningin verði tekin til baka eða ekki finnst mér í raun og veru engu breyta.“ Hafdís Huld leitaði til Stígamóta haustið 2012 rétt eftir að Hildur hafði fengið hugrekkisverðlaun Stígamóta. „Hún var að færa okkur fréttir sem við höfðum ekki hugmynd um og þetta voru mikil vonbrigði.“ Hildur sagðist í samtali við Vísi í kvöld aldrei hafa haldið því fram að hún væri einhver engill. Viðtalið í heild sinni má sjá hér. Tengdar fréttir „Aldrei haldið því fram að ég sé einhver engill“ Hildur Lilliendahl segir málið slitið úr samhengi og að hennar hlið hafi ekki fengið að koma nægjanlega vel fram í umfjöllun Kastljóss 27. febrúar 2014 21:20 „Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Hildur Lilliendahl og maður hennar hafa gengist við að hafa viðhaft gróft persónuníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huld. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 27. febrúar 2014 19:48 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Við hjá Stígamótum erum vissulega mjög leiðar yfir þessu og urðum fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi í kvöld. Söngkonan Hafdís Huld Þrastardóttir ræddi opinskátt um einelti sem hún hafi orðið fyrir á netmiðlum í Kastljósi á Rúv í kvöld. Sagði Hafdís Hildi Lilliendahl hafi farið þar fremst í flokki. Hildur hefur í gegnum tíðina verið róttækur femínisti og barist ötullega fyrir réttindum kvenna. Hún hefur hlotið viðurkenningar frá Stígamótum fyrir baráttu sína. „Mér fannst Hafdís Huld hugrökk í Kastljósinu og skilaði hún ábyrgðinni á þann stað sem hún á heima.“ Guðrún segir að verðlaunin sem slík skipti litlu máli í þessu samhengi. „Okkur grunaði ekki að Hildur Lilliendahl hagaði sér svona sjálf þegar við veittum henni þessa viðurkenningu. Það segir sig sjálft að hefði okkur grunað að hún hefði gerst sek um hatursfulla umræðu á netinu þá hefðum við aldrei veitt henni viðurkenninguna.“ „Með því að hafa gengist við þessum ummælum þá dæmir hún sig í raun og veru bara sjálf,“ segir Guðrún. „Það hefði litið allt öðruvísi út ef við hefðum veitt henni þessa viðurkenningu vitandi að hún hagaði sér svona sjálf. Þá hefði það verið mjög vítavert. Viðurkenningin gekk út á það að heiðra konu sem þætti svona framkoma óþolandi. Gerist hún sjálf sek um slíka framkomu er það jafn óþolandi,“ segir Guðrún sem ítekar að viðurkenningin sé algjört aukaatriði. Gildi hennar hafi þó vissulega rýrnað við nýjar upplýsingar. „Hvort viðurkenningin verði tekin til baka eða ekki finnst mér í raun og veru engu breyta.“ Hafdís Huld leitaði til Stígamóta haustið 2012 rétt eftir að Hildur hafði fengið hugrekkisverðlaun Stígamóta. „Hún var að færa okkur fréttir sem við höfðum ekki hugmynd um og þetta voru mikil vonbrigði.“ Hildur sagðist í samtali við Vísi í kvöld aldrei hafa haldið því fram að hún væri einhver engill. Viðtalið í heild sinni má sjá hér.
Tengdar fréttir „Aldrei haldið því fram að ég sé einhver engill“ Hildur Lilliendahl segir málið slitið úr samhengi og að hennar hlið hafi ekki fengið að koma nægjanlega vel fram í umfjöllun Kastljóss 27. febrúar 2014 21:20 „Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Hildur Lilliendahl og maður hennar hafa gengist við að hafa viðhaft gróft persónuníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huld. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 27. febrúar 2014 19:48 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Aldrei haldið því fram að ég sé einhver engill“ Hildur Lilliendahl segir málið slitið úr samhengi og að hennar hlið hafi ekki fengið að koma nægjanlega vel fram í umfjöllun Kastljóss 27. febrúar 2014 21:20
„Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Hildur Lilliendahl og maður hennar hafa gengist við að hafa viðhaft gróft persónuníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huld. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 27. febrúar 2014 19:48