„Aldrei haldið því fram að ég sé einhver engill“ Jóhannes Stefánsson skrifar 27. febrúar 2014 21:20 Hildur Lilliendahl sagði Hafdísi Huld vera haldna þroskaskerðingu, en hefur beðist afsökunar á ummælum sínum. Hún segist ekki hafa gerst sek um tvískinnung í málinu. Fréttastofa Vísis hafði samband við Hildi Lilliendahl í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um ummæli sem eru höfð eftir henni á samskiptavefnum bland.is. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Hildi í heild sinni: Þú baðst afsökunar í þættinum á þessum ummælum sem eru höfð eftir þér. Í millitíðinni tókstu við þessum verðlaunum frá Stígamótum. Finnst þér í ljósi þess sem hefur komið fram að það sé eðlilegt að þú hafir veitt þessum verðlaunum viðtöku?„Langar þig ekkert að spyrja mig út í það hvernig þessi ummæli eru presenteruð, til að mynda af Vísi sem er með fyrirsögn í gæsalöppum „Myndir þú nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ þegar það liggur fyrir algjörlega að ég er að vitna í sms sem að ég fékk sent?“ segir Hildur Lilliendahl við fréttamann Vísis.Finnst þér ekki skipta máli að þú hafir haft þennan málstað á opinberum vettvangi og síðan kemur í ljós að þú hefur sjálf gerst sek um ákveðinn tvískinnung í þessu? „Ég myndi ekki einu sinni kalla það tvískinnung. Ég hef aldrei gefið það út að ég sé skinheilög og hef sagt það margoft að ég hafi sjálf gerst sek um að missa út úr mér allskonar hluti í allskonar kringumstæðum.“ „Nú hef ég ekki séð þennan Kastljóssþátt og treysti mér ekki til þess að gefa nein komment á það sem þar kemur fram. Ég veit bara hvað ég hef gert og það liggur algjörlega fyrir og ég hef rætt það í nokkrum smáatriðum við Helga Seljan að ég sagði sumarið 2010 að mig grunaði að Hafdís Huld væri haldin einhverri þroskaskerðingu. Á því hef ég beðist afsökunar mjög einlæglega og ég er miður mín yfir að hafa sagt þetta og veit sannarlega betur í dag. Ég sagði nákvæmlega ekkert um að það ætti að nauðga einum eða neinum með tjaldhæl. Mér bárust slíkar hótanir um kynferðisofbeldi bæði í minn garð og Hafdísar Huldar.“Ummælin um dráp. Hver vill koma út að drepa, þau eru ekki höfð eftir þér heldur er einhver annar sem lætur þessi ummæli falla?„Já, það er sem sagt þannig að kærastinn minn var með aðgang að þessum reikningi og átti það til og gerði það í nokkur skipti að fara inn á hann og senda frá sér einhverja bölvaða vitleysu sem að hann hefur beðið mig fyrirgefningar á og stendur væntanlega ekki á honum að biðja alla aðra hlutaðeigandi fyrirgefningar á en ég get ekki svarað fyrir það.“Þér finnst ekki að þú eigir að biðjast afsökunar á því að hafa veitt honum þennan aðgang?„Jú, alveg klárlega og ég gerði það í texta sem mér skildist að Kastljós ætlaði að hafa eftir mér. Þá baðst ég sannarlega fyrirgefningar á því. Það er algjörlega á mína ábyrgð og algjörlega ömurlegt.“Eru einhverjir fleiri sem að þú hefur baktalað eða talað illa um á þessum vettvangi og undir þessu notendanafni sem þú sérð eftir í dag?„Ég veit ekki hvort að það er eitthvað sérstakt sem að ég sé eftir.“En kannastu við að hafa viðhaft misjöfn orð um nafngreinda einstaklinga?„Já já, eins og ég var að segja hef ég aldrei haldið því fram að ég sé einhver engill í þeim efnum. Ég hef alveg ábyggilega sagt fullt af hlutum sem er ástæða til að biðjast fyrirgefningar á.“Getur þú nefnt einhver dæmi? „Nei.“Þessi viðurkenning er rökstudd á þann veg að þú sért að reyna að draga fram í dagsljósið þá sem virðast vilja konum allt illt og ert að hafa eftir þeim orðrétt ummæli þeirra og fyrir það að halda uppi vörnum fyrir konur á netinu. Þá færðu þessa viðurkenningu. „Já og þremur árum áður eða tveimur og hálfu þá lét ég það vissulega út úr mér að mig grunaði að ein tiltekin nafngreind kona væri haldin einhverskonar þroskaskerðingu.“Þú berð enga ábyrgð á hinum ummælunum? „Þau voru ekki mín og ég vissi ekki af þeim fyrr en í dag. Nei."Þú hyggst ekki skila verðlaununum? „Það er alveg meira en sjálfsagt að ég skili myndarammanum sem ég fékk frá Stígamótum aftur niður í Stígamót ef að Stígamótum finnst ástæða til þess.“Þau [Stígamót innsk. blm.] héldu því fram í Kastljósþættinum að þetta væri þér algjörlega ósæmandi miðað við að þú hafir síðan hlotið þessi verðlaun. Ertu sammála því?„Miðað við það að ég hlaut þessi verðlaun tveimur og hálfu ári síðar, finnst mér það að ég hafi sagt þetta með þroskaskerðinguna árið 2010 ekki endilega eiga að varpa neinni sérstakri rýrð á það sem ég hef gert síðan, sem að mér finnst ekki skipta minna máli eða vera síður mikilvægt fyrir vikið. En það er meira en sjálfsagt ef að Stígamót óska eftir því að fá viðurkenningarskjalið til baka að skila því.“En þú munt ekki hafa frumkvæði að því að skila því?„Ég er ekki einu sinni búinn að sjá þáttinn og veit ekkert hvað er í gangi. Ég er bara að skoða netið og reyna að ná niður hjartslættinum. Ég á að sjálfsögðu eftir að skoða þetta allt saman í rólegheitum og fara yfir málið með Guðrúnu Jónsdóttur [forstöðukonu Stígamóta, innsk. Blm.] Ég á eftir að setjast niður með henni og útskýra fyrir henni mína hlið sem að mér skilst að hafi ekki verið sett fram á mjög sanngjarnan hátt í þessum sjónvarpsþætti. En eins og ég segi, ég hef ekki séð þetta og treysti mér ekki til að horfa á þetta í augnablikinu.“Ef við tökum allt út fyrir sviga, nema bara það að þú hafir haldið því fram að Hafdís Huld væri haldin þroskaskerðingu, finnst þér það ekki rýra trúverðugleika þinn í dag að þú sért með þetta á bakinu og halda uppi þessum málstað sem þú heldur uppi í dag? „Nei, alls ekki. Mér finnst mikilvægt að vera heiðarlegur við sjálfan sig og umheiminn og axla ábyrgð á því sem maður gerir.“Þú segir mikilvægt að vera heiðarlegur og axla ábyrgð, finnst þér þá ekki að þú hefðir sjálf átt að koma ummælunum upp í dagsljósið en ekki eftirláta það einhverjum öðrum? „Ég hef stundað internetið af mjög miklum krafti í tólf ár kannski. Ég mundi ekki eftir því að hafa sagt þetta. Ég vissi ekki af því að ég hefði einhverntímann sagt þetta fyrr en að Hafdís vakti á því athygli og Helgi Seljan hringdi í mig í hádeginu í dag. Framan að því hafði ég ekki hugmynd um þetta.“Þú vissir ekki af þessu, en er það ástæðan fyrir því að þú vaktir ekki athygli á ummælunum sjálf?„Nei, ég hefði ekki vakið endilega sérstaklega athygli á heimskupörunum mínum á internetinu sjálfviljug sko. Ég er ekkert viss um að ég hefði gert það og held að það sé ekkert óeðlilegt við það,“ segir Hildur og bætir við: „Í ljósi þess sem hefur komið fram og núna þegar að Helgi er búinn að segja mér að Hafdís hafi tekið þetta nærri sér vil ég að sjálfsögðu biðja hana fyrirgefningar. Mér finnst ömurlegt að ég skuli hafa sagt þetta og ég skammast mín mikið fyrir það. En eins og ég segi þá vissi ég ekki af því fyrr en í dag.“Nú nýtur þú mikils trausts og hefur ákveðna stöðu innan jafnréttishreyfingarinnar. Heldur þú að þú eigir afturkvæmt þangað með þeim hætti sem þú hefur hingað til gert? „Ég hafði ekki hugsað mér að breyta neinu. Ég gegni ekki nokkurri formlegri stöðu innan nokkurs félagsskapar. Ég bara mun halda áfram að stunda mína baráttu á þeim forsendum sem ég hef gert hingað til.“Að lokum, heldur þú að þetta muni elta þig? „Já, mér sýnist á öllu að þetta verði svolítið stór sprengja og vona að mér muni í framhaldinu af þessu, þegar ég er búin að setjast yfir þetta og átta mig í rólegheitum á þessu, takast að útskýra minn málstað og gera hreint fyrir mínum dyrum og koma fyrirgefningarbeiðnum áleiðis þangað sem þær eiga heima.“Hér fyrir neðan má sjá skilaboð sem Hildur Lilliendahl birti rétt í þessu á bland.is undir notandanafninu Nöttz: Tölvupóstur Hildar til KastljóssSvona hljómaði tölvupósturinn sem ég sendi Kastljósi í dag til að útskýra það í dag:Sæll. Takk sömuleiðis fyrir spjallið og fyrir að hafa samband við mig um þetta.Úff. Ég er búin að hugsa þetta fram og tilbaka.Í umræðunni sem var tekin út ku "ég" hafa spurt, í samhengi við Here comes the kónguló, hver væri til í að koma með mér út að drepa. Þegar einhver kom laginu til varnar sagðist ég þurfa að drepa viðkomandi líka í ferðalaginu mínu.Eins og fram hefur komið eru þetta ummæli eftir Pál nokkurn Hilmarsson, sem var með aðgang að NöttZ sem hann notaði dálítið haustið 2009 meðan við vorum í fjarsambandi milli landa. Fréttin er semsagt sú að fyrir fimm árum síðan hafi ég átt kærasta sem var fullur á internetinu og sagði mjög ósmekklega hluti.Palli bókstaflega getur ekki komið í sjónvarpsviðtal til að ræða þetta. Það er alveg ljóst og ég lái honum það ekki. Hann er búinn að biðja mig fyrirgefningar og það stendur ekki á honum að biðja alla aðra hlutaðeigandi fyrirgefningar.Þá stendur eftir spurningin; er ég að fara í Kastljósið til að svara fyrir annarra manna framkomu? Ég eiginlega get það ekki heldur. Hér er þá frétt um að einhver Palli hafi verið fáviti á internetinu fyrir fimm árum. Það er ekkert dispute um að þetta hafi verið hann, ég get sýnt þér tölvupóst sem ég sendi vinkonu minni 2010 um að hann hafi verið að nota þennan aðgang á nákvæmlega þessu tímabili. Í þeim tölvupósti segir:Hann stofnaði þessa umræðu fyrir mína hönd eftir að ég klaufaðist til að gefa honum passwordið mitt:http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=15222613&advtype=52&showAdvid= 15233890#m15233890Þetta var á svipuðum tíma og NöttZ vildi fara í fóstureyðingu með herðatré og nauðga fólki með tjaldhælum. Allt hann.Það liggur alveg fyrir að við viljum bæði Hafdísi allt hið besta, við öxlum algjörlega ábyrgð á þessu hvort fyrir sig og við viljum mjög gjarnan fá tækifæri til að biðja Hafdísi fyrirgefningar. En það er óþægilegt að þurfa að gera það á annarra manna forsendum eða á annarra manna vettvangi. Ef ég vil ekki koma í viðtal, hver er þá eiginlega fréttin?Ég held að ég passi. Þú gerir auðvitað það sem þú vilt en mér finnst ansi langt seilst til að reyna að finna á mér einhvern höggstað þegar allar staðreyndir þessa máls liggja fyrir.Bestu,Hildur Tengdar fréttir „Hefði aldrei fengið þessa viðurkenningu“ "Við hjá Stígamótum erum vissulega mjög leiðar yfir þessu og urðum fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi í kvöld. 27. febrúar 2014 21:49 Stígamótaverðlaunin veitt í dag Aðgerðarsinninn og femínistinn, Hildur Lilliendahl, fékk hugrekkisviðurkenningu frá Stígamótum í dag fyrir verkefni sitt, Karlar sem hata konur, þar sem hún tekur saman ummæli á netinu sem er kvenfjandsamleg. 23. nóvember 2012 18:52 „Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Hildur Lilliendahl og maður hennar hafa gengist við að hafa viðhaft gróft persónuníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huld. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 27. febrúar 2014 19:48 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Sjá meira
Fréttastofa Vísis hafði samband við Hildi Lilliendahl í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um ummæli sem eru höfð eftir henni á samskiptavefnum bland.is. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Hildi í heild sinni: Þú baðst afsökunar í þættinum á þessum ummælum sem eru höfð eftir þér. Í millitíðinni tókstu við þessum verðlaunum frá Stígamótum. Finnst þér í ljósi þess sem hefur komið fram að það sé eðlilegt að þú hafir veitt þessum verðlaunum viðtöku?„Langar þig ekkert að spyrja mig út í það hvernig þessi ummæli eru presenteruð, til að mynda af Vísi sem er með fyrirsögn í gæsalöppum „Myndir þú nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ þegar það liggur fyrir algjörlega að ég er að vitna í sms sem að ég fékk sent?“ segir Hildur Lilliendahl við fréttamann Vísis.Finnst þér ekki skipta máli að þú hafir haft þennan málstað á opinberum vettvangi og síðan kemur í ljós að þú hefur sjálf gerst sek um ákveðinn tvískinnung í þessu? „Ég myndi ekki einu sinni kalla það tvískinnung. Ég hef aldrei gefið það út að ég sé skinheilög og hef sagt það margoft að ég hafi sjálf gerst sek um að missa út úr mér allskonar hluti í allskonar kringumstæðum.“ „Nú hef ég ekki séð þennan Kastljóssþátt og treysti mér ekki til þess að gefa nein komment á það sem þar kemur fram. Ég veit bara hvað ég hef gert og það liggur algjörlega fyrir og ég hef rætt það í nokkrum smáatriðum við Helga Seljan að ég sagði sumarið 2010 að mig grunaði að Hafdís Huld væri haldin einhverri þroskaskerðingu. Á því hef ég beðist afsökunar mjög einlæglega og ég er miður mín yfir að hafa sagt þetta og veit sannarlega betur í dag. Ég sagði nákvæmlega ekkert um að það ætti að nauðga einum eða neinum með tjaldhæl. Mér bárust slíkar hótanir um kynferðisofbeldi bæði í minn garð og Hafdísar Huldar.“Ummælin um dráp. Hver vill koma út að drepa, þau eru ekki höfð eftir þér heldur er einhver annar sem lætur þessi ummæli falla?„Já, það er sem sagt þannig að kærastinn minn var með aðgang að þessum reikningi og átti það til og gerði það í nokkur skipti að fara inn á hann og senda frá sér einhverja bölvaða vitleysu sem að hann hefur beðið mig fyrirgefningar á og stendur væntanlega ekki á honum að biðja alla aðra hlutaðeigandi fyrirgefningar á en ég get ekki svarað fyrir það.“Þér finnst ekki að þú eigir að biðjast afsökunar á því að hafa veitt honum þennan aðgang?„Jú, alveg klárlega og ég gerði það í texta sem mér skildist að Kastljós ætlaði að hafa eftir mér. Þá baðst ég sannarlega fyrirgefningar á því. Það er algjörlega á mína ábyrgð og algjörlega ömurlegt.“Eru einhverjir fleiri sem að þú hefur baktalað eða talað illa um á þessum vettvangi og undir þessu notendanafni sem þú sérð eftir í dag?„Ég veit ekki hvort að það er eitthvað sérstakt sem að ég sé eftir.“En kannastu við að hafa viðhaft misjöfn orð um nafngreinda einstaklinga?„Já já, eins og ég var að segja hef ég aldrei haldið því fram að ég sé einhver engill í þeim efnum. Ég hef alveg ábyggilega sagt fullt af hlutum sem er ástæða til að biðjast fyrirgefningar á.“Getur þú nefnt einhver dæmi? „Nei.“Þessi viðurkenning er rökstudd á þann veg að þú sért að reyna að draga fram í dagsljósið þá sem virðast vilja konum allt illt og ert að hafa eftir þeim orðrétt ummæli þeirra og fyrir það að halda uppi vörnum fyrir konur á netinu. Þá færðu þessa viðurkenningu. „Já og þremur árum áður eða tveimur og hálfu þá lét ég það vissulega út úr mér að mig grunaði að ein tiltekin nafngreind kona væri haldin einhverskonar þroskaskerðingu.“Þú berð enga ábyrgð á hinum ummælunum? „Þau voru ekki mín og ég vissi ekki af þeim fyrr en í dag. Nei."Þú hyggst ekki skila verðlaununum? „Það er alveg meira en sjálfsagt að ég skili myndarammanum sem ég fékk frá Stígamótum aftur niður í Stígamót ef að Stígamótum finnst ástæða til þess.“Þau [Stígamót innsk. blm.] héldu því fram í Kastljósþættinum að þetta væri þér algjörlega ósæmandi miðað við að þú hafir síðan hlotið þessi verðlaun. Ertu sammála því?„Miðað við það að ég hlaut þessi verðlaun tveimur og hálfu ári síðar, finnst mér það að ég hafi sagt þetta með þroskaskerðinguna árið 2010 ekki endilega eiga að varpa neinni sérstakri rýrð á það sem ég hef gert síðan, sem að mér finnst ekki skipta minna máli eða vera síður mikilvægt fyrir vikið. En það er meira en sjálfsagt ef að Stígamót óska eftir því að fá viðurkenningarskjalið til baka að skila því.“En þú munt ekki hafa frumkvæði að því að skila því?„Ég er ekki einu sinni búinn að sjá þáttinn og veit ekkert hvað er í gangi. Ég er bara að skoða netið og reyna að ná niður hjartslættinum. Ég á að sjálfsögðu eftir að skoða þetta allt saman í rólegheitum og fara yfir málið með Guðrúnu Jónsdóttur [forstöðukonu Stígamóta, innsk. Blm.] Ég á eftir að setjast niður með henni og útskýra fyrir henni mína hlið sem að mér skilst að hafi ekki verið sett fram á mjög sanngjarnan hátt í þessum sjónvarpsþætti. En eins og ég segi, ég hef ekki séð þetta og treysti mér ekki til að horfa á þetta í augnablikinu.“Ef við tökum allt út fyrir sviga, nema bara það að þú hafir haldið því fram að Hafdís Huld væri haldin þroskaskerðingu, finnst þér það ekki rýra trúverðugleika þinn í dag að þú sért með þetta á bakinu og halda uppi þessum málstað sem þú heldur uppi í dag? „Nei, alls ekki. Mér finnst mikilvægt að vera heiðarlegur við sjálfan sig og umheiminn og axla ábyrgð á því sem maður gerir.“Þú segir mikilvægt að vera heiðarlegur og axla ábyrgð, finnst þér þá ekki að þú hefðir sjálf átt að koma ummælunum upp í dagsljósið en ekki eftirláta það einhverjum öðrum? „Ég hef stundað internetið af mjög miklum krafti í tólf ár kannski. Ég mundi ekki eftir því að hafa sagt þetta. Ég vissi ekki af því að ég hefði einhverntímann sagt þetta fyrr en að Hafdís vakti á því athygli og Helgi Seljan hringdi í mig í hádeginu í dag. Framan að því hafði ég ekki hugmynd um þetta.“Þú vissir ekki af þessu, en er það ástæðan fyrir því að þú vaktir ekki athygli á ummælunum sjálf?„Nei, ég hefði ekki vakið endilega sérstaklega athygli á heimskupörunum mínum á internetinu sjálfviljug sko. Ég er ekkert viss um að ég hefði gert það og held að það sé ekkert óeðlilegt við það,“ segir Hildur og bætir við: „Í ljósi þess sem hefur komið fram og núna þegar að Helgi er búinn að segja mér að Hafdís hafi tekið þetta nærri sér vil ég að sjálfsögðu biðja hana fyrirgefningar. Mér finnst ömurlegt að ég skuli hafa sagt þetta og ég skammast mín mikið fyrir það. En eins og ég segi þá vissi ég ekki af því fyrr en í dag.“Nú nýtur þú mikils trausts og hefur ákveðna stöðu innan jafnréttishreyfingarinnar. Heldur þú að þú eigir afturkvæmt þangað með þeim hætti sem þú hefur hingað til gert? „Ég hafði ekki hugsað mér að breyta neinu. Ég gegni ekki nokkurri formlegri stöðu innan nokkurs félagsskapar. Ég bara mun halda áfram að stunda mína baráttu á þeim forsendum sem ég hef gert hingað til.“Að lokum, heldur þú að þetta muni elta þig? „Já, mér sýnist á öllu að þetta verði svolítið stór sprengja og vona að mér muni í framhaldinu af þessu, þegar ég er búin að setjast yfir þetta og átta mig í rólegheitum á þessu, takast að útskýra minn málstað og gera hreint fyrir mínum dyrum og koma fyrirgefningarbeiðnum áleiðis þangað sem þær eiga heima.“Hér fyrir neðan má sjá skilaboð sem Hildur Lilliendahl birti rétt í þessu á bland.is undir notandanafninu Nöttz: Tölvupóstur Hildar til KastljóssSvona hljómaði tölvupósturinn sem ég sendi Kastljósi í dag til að útskýra það í dag:Sæll. Takk sömuleiðis fyrir spjallið og fyrir að hafa samband við mig um þetta.Úff. Ég er búin að hugsa þetta fram og tilbaka.Í umræðunni sem var tekin út ku "ég" hafa spurt, í samhengi við Here comes the kónguló, hver væri til í að koma með mér út að drepa. Þegar einhver kom laginu til varnar sagðist ég þurfa að drepa viðkomandi líka í ferðalaginu mínu.Eins og fram hefur komið eru þetta ummæli eftir Pál nokkurn Hilmarsson, sem var með aðgang að NöttZ sem hann notaði dálítið haustið 2009 meðan við vorum í fjarsambandi milli landa. Fréttin er semsagt sú að fyrir fimm árum síðan hafi ég átt kærasta sem var fullur á internetinu og sagði mjög ósmekklega hluti.Palli bókstaflega getur ekki komið í sjónvarpsviðtal til að ræða þetta. Það er alveg ljóst og ég lái honum það ekki. Hann er búinn að biðja mig fyrirgefningar og það stendur ekki á honum að biðja alla aðra hlutaðeigandi fyrirgefningar.Þá stendur eftir spurningin; er ég að fara í Kastljósið til að svara fyrir annarra manna framkomu? Ég eiginlega get það ekki heldur. Hér er þá frétt um að einhver Palli hafi verið fáviti á internetinu fyrir fimm árum. Það er ekkert dispute um að þetta hafi verið hann, ég get sýnt þér tölvupóst sem ég sendi vinkonu minni 2010 um að hann hafi verið að nota þennan aðgang á nákvæmlega þessu tímabili. Í þeim tölvupósti segir:Hann stofnaði þessa umræðu fyrir mína hönd eftir að ég klaufaðist til að gefa honum passwordið mitt:http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=15222613&advtype=52&showAdvid= 15233890#m15233890Þetta var á svipuðum tíma og NöttZ vildi fara í fóstureyðingu með herðatré og nauðga fólki með tjaldhælum. Allt hann.Það liggur alveg fyrir að við viljum bæði Hafdísi allt hið besta, við öxlum algjörlega ábyrgð á þessu hvort fyrir sig og við viljum mjög gjarnan fá tækifæri til að biðja Hafdísi fyrirgefningar. En það er óþægilegt að þurfa að gera það á annarra manna forsendum eða á annarra manna vettvangi. Ef ég vil ekki koma í viðtal, hver er þá eiginlega fréttin?Ég held að ég passi. Þú gerir auðvitað það sem þú vilt en mér finnst ansi langt seilst til að reyna að finna á mér einhvern höggstað þegar allar staðreyndir þessa máls liggja fyrir.Bestu,Hildur
Tengdar fréttir „Hefði aldrei fengið þessa viðurkenningu“ "Við hjá Stígamótum erum vissulega mjög leiðar yfir þessu og urðum fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi í kvöld. 27. febrúar 2014 21:49 Stígamótaverðlaunin veitt í dag Aðgerðarsinninn og femínistinn, Hildur Lilliendahl, fékk hugrekkisviðurkenningu frá Stígamótum í dag fyrir verkefni sitt, Karlar sem hata konur, þar sem hún tekur saman ummæli á netinu sem er kvenfjandsamleg. 23. nóvember 2012 18:52 „Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Hildur Lilliendahl og maður hennar hafa gengist við að hafa viðhaft gróft persónuníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huld. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 27. febrúar 2014 19:48 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Sjá meira
„Hefði aldrei fengið þessa viðurkenningu“ "Við hjá Stígamótum erum vissulega mjög leiðar yfir þessu og urðum fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi í kvöld. 27. febrúar 2014 21:49
Stígamótaverðlaunin veitt í dag Aðgerðarsinninn og femínistinn, Hildur Lilliendahl, fékk hugrekkisviðurkenningu frá Stígamótum í dag fyrir verkefni sitt, Karlar sem hata konur, þar sem hún tekur saman ummæli á netinu sem er kvenfjandsamleg. 23. nóvember 2012 18:52
„Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Hildur Lilliendahl og maður hennar hafa gengist við að hafa viðhaft gróft persónuníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huld. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 27. febrúar 2014 19:48
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent