Hákon Bridde, leikmaður HK, hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann af aganefnd HSÍ.
Hákon, sem tók nýlega fram skóna á ný til að spila með botnliði HK í Olísdeildinni, fékk að líta rauða spjaldið í leik liðsins gegn ÍR á dögunum.
Í niðurstöðu aganefndar segir að Hákon hafi sýnt af sér grófa óíþróttamannslega hegðun í kjölfarið en eins og kom fram í lýsingu Vísis af leiknum.
Hákon hótaði að ganga í skrokk á Sigurjóni F. Björnssyni og var svo heitt í hamsi að samherjar Hákons þurftu að halda aftur af honum.
HK er í neðsta sæti Olísdeildar karla með þrjú stig að loknum fimmtán umferðum. Liðið er sjö stigum á eftir næsta liði, Akureyri, og fátt annað en fall sem blasir við.
Hákon og Sigurjón léku saman hjá HK á sínum tíma.
Hákon í bann | Hótaði að berja fyrrum liðsfélaga

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: HK - ÍR 21-32 | Enn tapar HK
ÍR lagði HK 32-21 í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en ÍR var mikið betra í seinni hálfleik þar sem liðið gerði út um leikinn mjög snemma.