Innlent

Elín Hirst segir Grænlendinga vilja úr Evrópusambandinu

Jakob Bjarnar skrifar
Elín Hirst segir Grænlendinga nú reyna sem best þeir geta að koma sér út úr ESB.
Elín Hirst segir Grænlendinga nú reyna sem best þeir geta að koma sér út úr ESB.
Elín Hirst þingismaður var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun og tjáði sig þar um stöðu mála er varðar Evrópusambandið, sem Elín finnur flest til foráttu. Hún segir ekkert til sem heitir að athuga hvað er í pakkanum, og vitnaði í Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands, máli sínu til stuðnings.

„Ágætt sem forsetinn sagði um þetta, forsetinn sem tjáir sig um utanríkismál á Íslandi, sem er dálítið sérstakt líka, hann var að segja það að hann sæi til dæmis fyrir sér þríeykið Grænlendinga, Færeyinga og Íslendinga. Hérna uppi í Norður-Atlantshafi sem mjög flott bandalag. Þetta hefur komið til tals og Grænlendingar eru að reyna að komast út úr Evrópusambandinu, þeir eru undir Dönum og Danir eru hluti af Evrópusambandinu,“ segir Elín Hirst þingmaður Sjálfstæðismanna meðal annars í viðtalinu.

Staða Grænlands er reyndar sú að landið er utan Evrópusambandsins og hefur verið lengi en hér er til dæmis farið yfir stöðu landsins gagnvart ESB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×