Frumvarp um náttúrupassa lagt fram innan skamms Jón Júlíus Karlsson skrifar 25. febrúar 2014 20:00 Iðnaðarráðherra reiknar með að leggja fram frumvarp um náttúrupassa á næstu dögum sem gæti verið tekinn í notkun sumarið 2015. Nú þegar hafa landeigendur nokkurra vinsælla ferðamannastaða ákveðið að hefja gjaldtöku í sumar.Í Fréttablaðinu í morgun var greint frá því að landeigendur í Reykjahlíð hefðu tekið ákvörðun um að innheimta gjald af ferðamönnum sem heimsækja Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. Til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar til að sinna þeim fjölmörgu ferðamönnum sem heimsækja svæðið. Gjaldtaka fyrir að skoða Dettifoss verður 800 krónur. Um 100 þúsund ferðamenn heimsóttu svæðið á síðasta ári og því gætu tekjurnar numið frá 80 til 100 milljónum króna á ári hverju. Nú þegar hafa landeigendur við Gullfoss og Geysi tilkynnt gjaldtöku og sömu sögu er að segja af Kerinu í Grímsnesi og Silfru á Þingvöllum.Náttúrupassinn á lokametrunumRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefði kosið að landeigendur hefðu beðið eftir náttúrupassanum. „Ég er að sjálfsögðu hlynntari því að menn hinkri og sjái niðurstöðuna hjá okkur í vinnunni með náttúrupassann sem er núna á lokametrum. Ég vona að ég nái að kynna þær tillögur sem við munum leggja fram öðru hvoru megin við mánaðamótin. Nýjustu áformin eru að hefja gjaldtöku í júní í sumar þannig að ég vona að við náum saman um þetta mál áður en til þeirrar gjaldtöku kemur,“ segir Ragnheiður Elín.Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar sagði í samtali við Fréttablaðið að tiltrú til náttúrupassans væri lítil. Fátt bendi til þess að mögulegar tekjur af náttúrupassanum renni til landsvæða í einkaeigu. Ólafur sagðist vilja fá arðinn heim í hérað.Finnst þér eðlilegt að landeigendur gerði sér arð af náttúruperlum landsins? „Mér finnst ekkert óeðlilegt við það vegna þess að landeigendur verða fyrir ýmsum kostnaði,“ segir Ragnheiður Elín. „Ég sé ekkert athugavert við það að menn fái sanngjarnan arð af þeirri fjárfestingu sem liggur í landinu.“ Tengdar fréttir Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Iðnaðarráðherra reiknar með að leggja fram frumvarp um náttúrupassa á næstu dögum sem gæti verið tekinn í notkun sumarið 2015. Nú þegar hafa landeigendur nokkurra vinsælla ferðamannastaða ákveðið að hefja gjaldtöku í sumar.Í Fréttablaðinu í morgun var greint frá því að landeigendur í Reykjahlíð hefðu tekið ákvörðun um að innheimta gjald af ferðamönnum sem heimsækja Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. Til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar til að sinna þeim fjölmörgu ferðamönnum sem heimsækja svæðið. Gjaldtaka fyrir að skoða Dettifoss verður 800 krónur. Um 100 þúsund ferðamenn heimsóttu svæðið á síðasta ári og því gætu tekjurnar numið frá 80 til 100 milljónum króna á ári hverju. Nú þegar hafa landeigendur við Gullfoss og Geysi tilkynnt gjaldtöku og sömu sögu er að segja af Kerinu í Grímsnesi og Silfru á Þingvöllum.Náttúrupassinn á lokametrunumRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefði kosið að landeigendur hefðu beðið eftir náttúrupassanum. „Ég er að sjálfsögðu hlynntari því að menn hinkri og sjái niðurstöðuna hjá okkur í vinnunni með náttúrupassann sem er núna á lokametrum. Ég vona að ég nái að kynna þær tillögur sem við munum leggja fram öðru hvoru megin við mánaðamótin. Nýjustu áformin eru að hefja gjaldtöku í júní í sumar þannig að ég vona að við náum saman um þetta mál áður en til þeirrar gjaldtöku kemur,“ segir Ragnheiður Elín.Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar sagði í samtali við Fréttablaðið að tiltrú til náttúrupassans væri lítil. Fátt bendi til þess að mögulegar tekjur af náttúrupassanum renni til landsvæða í einkaeigu. Ólafur sagðist vilja fá arðinn heim í hérað.Finnst þér eðlilegt að landeigendur gerði sér arð af náttúruperlum landsins? „Mér finnst ekkert óeðlilegt við það vegna þess að landeigendur verða fyrir ýmsum kostnaði,“ segir Ragnheiður Elín. „Ég sé ekkert athugavert við það að menn fái sanngjarnan arð af þeirri fjárfestingu sem liggur í landinu.“
Tengdar fréttir Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00