Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Brjánn Jónasson skrifar 25. febrúar 2014 07:00 Auk þess að byggja þjónustumiðstöð við Dettifoss og aðrar náttúruperlur í Reykjahlíð stendur til að byggja útsýnispalla og leggja göngustíga. Fréttablaðið/Vilhelm Landeigendur í Reykjahlíð ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem skoða náttúruperlurnar Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. Um tilraunaverkefni er að ræða, en til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar á landinu. Áformað er að rukka fimm evrur, um 800 krónur, fyrir að skoða hvern af þessum stöðum, en veita afslátt fyrir þá sem ætla að skoða alla þrjá, segir Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar. Börn undir 16 ára aldri munu ekki greiða fyrir aðgang að svæðunum. Vinna við breytingu á aðal- og deiliskipulagi á landareigninni er nú á lokametrunum, og stendur til að auglýsa breytingar á næstunni segir Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi hjá Skútustaðahreppi. Ólafur segist vonast til þess að vinna við byggingu þriggja þjónustumiðstöðva geti hafist á næsta ári. Miðstöðvarnar verða á bilinu 100 til 300 fermetrar, og er áætlað að kostnaður við byggingu þeirra verði á bilinu 400 til 600 milljónir króna. Um 100 þúsund ferðamenn skoðuðu Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í fyrra. Um 90 til 95 prósent eru erlendir ferðamenn. Sé gert ráð fyrir að svipaður fjöldi greiði 800 krónur hver gætu tekjur landeigenda af gjaldheimtu numið um 80 milljónum. Ólafur segir ekkert óeðlilegt við að innheimta gjald af þeim sem skoði náttúruperlur. Peningarnir muni renna til uppbyggingar á svæðinu, en þegar fram líði stundir og uppbyggingu verði lokið sé ekkert óeðlilegt við að eigendur hafi arð af starfseminni. Hann óttast ekki að ferðamenn stoppi ekki þurfi þeir að greiða aðgangseyri. „Ef menn vilja ekki taka þátt í að byggja upp í kringum náttúru Íslands verða þeir að eiga það við sjálfa sig.“ Hann segir landeigendur enga þolinmæði hafa til að bíða eftir áformuðum náttúrupassa. Svæðið liggi undir skemmdum og byggja þurfi upp aðstöðu sem fyrst. Þá telur hann litlar líkur á því að mögulegar tekjur af náttúrupassanum renni til landsvæða í einkaeigu. „Við viljum bara fá arðinn heim í hérað.“Ranglega kom fram í fréttinni að 300 þúsund ferðamenn hafi skoðað Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í fyrra. Ólafur segir að áætlað sé að 100 þúsund ferðamenn komi á staðina þrjá. Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Landeigendur í Reykjahlíð ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem skoða náttúruperlurnar Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. Um tilraunaverkefni er að ræða, en til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar á landinu. Áformað er að rukka fimm evrur, um 800 krónur, fyrir að skoða hvern af þessum stöðum, en veita afslátt fyrir þá sem ætla að skoða alla þrjá, segir Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar. Börn undir 16 ára aldri munu ekki greiða fyrir aðgang að svæðunum. Vinna við breytingu á aðal- og deiliskipulagi á landareigninni er nú á lokametrunum, og stendur til að auglýsa breytingar á næstunni segir Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi hjá Skútustaðahreppi. Ólafur segist vonast til þess að vinna við byggingu þriggja þjónustumiðstöðva geti hafist á næsta ári. Miðstöðvarnar verða á bilinu 100 til 300 fermetrar, og er áætlað að kostnaður við byggingu þeirra verði á bilinu 400 til 600 milljónir króna. Um 100 þúsund ferðamenn skoðuðu Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í fyrra. Um 90 til 95 prósent eru erlendir ferðamenn. Sé gert ráð fyrir að svipaður fjöldi greiði 800 krónur hver gætu tekjur landeigenda af gjaldheimtu numið um 80 milljónum. Ólafur segir ekkert óeðlilegt við að innheimta gjald af þeim sem skoði náttúruperlur. Peningarnir muni renna til uppbyggingar á svæðinu, en þegar fram líði stundir og uppbyggingu verði lokið sé ekkert óeðlilegt við að eigendur hafi arð af starfseminni. Hann óttast ekki að ferðamenn stoppi ekki þurfi þeir að greiða aðgangseyri. „Ef menn vilja ekki taka þátt í að byggja upp í kringum náttúru Íslands verða þeir að eiga það við sjálfa sig.“ Hann segir landeigendur enga þolinmæði hafa til að bíða eftir áformuðum náttúrupassa. Svæðið liggi undir skemmdum og byggja þurfi upp aðstöðu sem fyrst. Þá telur hann litlar líkur á því að mögulegar tekjur af náttúrupassanum renni til landsvæða í einkaeigu. „Við viljum bara fá arðinn heim í hérað.“Ranglega kom fram í fréttinni að 300 þúsund ferðamenn hafi skoðað Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í fyrra. Ólafur segir að áætlað sé að 100 þúsund ferðamenn komi á staðina þrjá.
Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent