Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Brjánn Jónasson skrifar 25. febrúar 2014 07:00 Auk þess að byggja þjónustumiðstöð við Dettifoss og aðrar náttúruperlur í Reykjahlíð stendur til að byggja útsýnispalla og leggja göngustíga. Fréttablaðið/Vilhelm Landeigendur í Reykjahlíð ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem skoða náttúruperlurnar Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. Um tilraunaverkefni er að ræða, en til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar á landinu. Áformað er að rukka fimm evrur, um 800 krónur, fyrir að skoða hvern af þessum stöðum, en veita afslátt fyrir þá sem ætla að skoða alla þrjá, segir Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar. Börn undir 16 ára aldri munu ekki greiða fyrir aðgang að svæðunum. Vinna við breytingu á aðal- og deiliskipulagi á landareigninni er nú á lokametrunum, og stendur til að auglýsa breytingar á næstunni segir Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi hjá Skútustaðahreppi. Ólafur segist vonast til þess að vinna við byggingu þriggja þjónustumiðstöðva geti hafist á næsta ári. Miðstöðvarnar verða á bilinu 100 til 300 fermetrar, og er áætlað að kostnaður við byggingu þeirra verði á bilinu 400 til 600 milljónir króna. Um 100 þúsund ferðamenn skoðuðu Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í fyrra. Um 90 til 95 prósent eru erlendir ferðamenn. Sé gert ráð fyrir að svipaður fjöldi greiði 800 krónur hver gætu tekjur landeigenda af gjaldheimtu numið um 80 milljónum. Ólafur segir ekkert óeðlilegt við að innheimta gjald af þeim sem skoði náttúruperlur. Peningarnir muni renna til uppbyggingar á svæðinu, en þegar fram líði stundir og uppbyggingu verði lokið sé ekkert óeðlilegt við að eigendur hafi arð af starfseminni. Hann óttast ekki að ferðamenn stoppi ekki þurfi þeir að greiða aðgangseyri. „Ef menn vilja ekki taka þátt í að byggja upp í kringum náttúru Íslands verða þeir að eiga það við sjálfa sig.“ Hann segir landeigendur enga þolinmæði hafa til að bíða eftir áformuðum náttúrupassa. Svæðið liggi undir skemmdum og byggja þurfi upp aðstöðu sem fyrst. Þá telur hann litlar líkur á því að mögulegar tekjur af náttúrupassanum renni til landsvæða í einkaeigu. „Við viljum bara fá arðinn heim í hérað.“Ranglega kom fram í fréttinni að 300 þúsund ferðamenn hafi skoðað Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í fyrra. Ólafur segir að áætlað sé að 100 þúsund ferðamenn komi á staðina þrjá. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Landeigendur í Reykjahlíð ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem skoða náttúruperlurnar Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. Um tilraunaverkefni er að ræða, en til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar á landinu. Áformað er að rukka fimm evrur, um 800 krónur, fyrir að skoða hvern af þessum stöðum, en veita afslátt fyrir þá sem ætla að skoða alla þrjá, segir Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar. Börn undir 16 ára aldri munu ekki greiða fyrir aðgang að svæðunum. Vinna við breytingu á aðal- og deiliskipulagi á landareigninni er nú á lokametrunum, og stendur til að auglýsa breytingar á næstunni segir Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi hjá Skútustaðahreppi. Ólafur segist vonast til þess að vinna við byggingu þriggja þjónustumiðstöðva geti hafist á næsta ári. Miðstöðvarnar verða á bilinu 100 til 300 fermetrar, og er áætlað að kostnaður við byggingu þeirra verði á bilinu 400 til 600 milljónir króna. Um 100 þúsund ferðamenn skoðuðu Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í fyrra. Um 90 til 95 prósent eru erlendir ferðamenn. Sé gert ráð fyrir að svipaður fjöldi greiði 800 krónur hver gætu tekjur landeigenda af gjaldheimtu numið um 80 milljónum. Ólafur segir ekkert óeðlilegt við að innheimta gjald af þeim sem skoði náttúruperlur. Peningarnir muni renna til uppbyggingar á svæðinu, en þegar fram líði stundir og uppbyggingu verði lokið sé ekkert óeðlilegt við að eigendur hafi arð af starfseminni. Hann óttast ekki að ferðamenn stoppi ekki þurfi þeir að greiða aðgangseyri. „Ef menn vilja ekki taka þátt í að byggja upp í kringum náttúru Íslands verða þeir að eiga það við sjálfa sig.“ Hann segir landeigendur enga þolinmæði hafa til að bíða eftir áformuðum náttúrupassa. Svæðið liggi undir skemmdum og byggja þurfi upp aðstöðu sem fyrst. Þá telur hann litlar líkur á því að mögulegar tekjur af náttúrupassanum renni til landsvæða í einkaeigu. „Við viljum bara fá arðinn heim í hérað.“Ranglega kom fram í fréttinni að 300 þúsund ferðamenn hafi skoðað Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í fyrra. Ólafur segir að áætlað sé að 100 þúsund ferðamenn komi á staðina þrjá.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira