„Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2014 19:34 Landeigendur í Reykjahlíð ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem skoða náttúruperlurnar Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. visir/vilhelm „Ég ætla ekki að neyða neinn til að taka þátt í náttúrupassanum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fréttblaðið greindi frá því í dag að landeigendur í Reykjahlíð ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem skoða náttúruperlurnar Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. Um tilraunaverkefni er að ræða, en til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar á landinu. Áformað er að rukka fimm evrur, um 800 krónur, fyrir að skoða hvern af þessum stöðum, en veita afslátt fyrir þá sem ætla að skoða alla þrjá, sagði Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar, í samtali við Fréttablaðið. „Þegar við erum komin með tillögurnar og getum farið að kynna þær útfærðar sjá vonandi allir aðilar málsins að það sé lausn sem allir sjái sér hag í að geta tekið þátt í,“ sagði Ragnheiður. Ragnheiður segir að náttúrupassinn eigi að koma í veg fyrir að landeigendur finni sig knúna til að rukka sjálfir. „Kerið byrjaði að rukka fyrir inngöngu á svæðið í fyrra og hefur það í raun gengið ljómandi vel. Það er ákveðið flækjustig varðandi stað eins og Geysi en þar eru deilur um eignarhaldið á landinu. Ríkið á þriðjung af landinu og landeigendur rest. Ríkið hefur dregið lögmætis þess að eigendur þar geti farið fram með gjaldtöku af þessu tagi og það er ekkert einfalt mál.“ Ragnheiður segir ennfremur að við Dettifoss séu ríki og einkaaðilar einnig með ákveðið sameiginlegt eignarhald. „Þeir segjast ætla fara af stað með sína gjaldtöku í júní og ég bind vonir við það að þá verðum við búin að lögfesta náttúrupassann og ná saman um þá leið.“ „Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku af þessari tegund þegar tillagan um náttúrupassann verður samþykkt. Vonandi þurfum við ekki að vera með margar tegundir af gjaldtöku en eins og ég hef áður sagt verður enginn tilneyddur inn í þetta kerfi. Það er okkar að sýna fram á það að það sé hagur allra að taka þátt.“ Viðtalið við Ragnheiði Elínu úr Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild sinni á útvarpssíðu Vísi. Tengdar fréttir Ákvörðun um gjaldtöku veldur vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og ráðherra ferðamála segir að sú ákvörðun landeigenda við Geysi í Haukadal að taka upp gjaldtöku á svæðinu hafi valdið vonbrigðum. 11. febrúar 2014 14:29 Gjaldheimta við Geysi veldur ráðherra vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti á þingi yfir vonbrigðum með ákvörðun landeigenda að innheimta gjald af gestum við hverasvæðið í Haukadal. Boðar að tillögur að náttúrupassa verði kynntar á næstu vikum. 12. febrúar 2014 15:11 Gjaldtaka á Geysi hefst eftir mánuð Eftir einn mánuð mun kosta sex hundruð krónur inn á hverasvæðið í Haukadal. 10. febrúar 2014 11:27 Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
„Ég ætla ekki að neyða neinn til að taka þátt í náttúrupassanum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fréttblaðið greindi frá því í dag að landeigendur í Reykjahlíð ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem skoða náttúruperlurnar Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. Um tilraunaverkefni er að ræða, en til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar á landinu. Áformað er að rukka fimm evrur, um 800 krónur, fyrir að skoða hvern af þessum stöðum, en veita afslátt fyrir þá sem ætla að skoða alla þrjá, sagði Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar, í samtali við Fréttablaðið. „Þegar við erum komin með tillögurnar og getum farið að kynna þær útfærðar sjá vonandi allir aðilar málsins að það sé lausn sem allir sjái sér hag í að geta tekið þátt í,“ sagði Ragnheiður. Ragnheiður segir að náttúrupassinn eigi að koma í veg fyrir að landeigendur finni sig knúna til að rukka sjálfir. „Kerið byrjaði að rukka fyrir inngöngu á svæðið í fyrra og hefur það í raun gengið ljómandi vel. Það er ákveðið flækjustig varðandi stað eins og Geysi en þar eru deilur um eignarhaldið á landinu. Ríkið á þriðjung af landinu og landeigendur rest. Ríkið hefur dregið lögmætis þess að eigendur þar geti farið fram með gjaldtöku af þessu tagi og það er ekkert einfalt mál.“ Ragnheiður segir ennfremur að við Dettifoss séu ríki og einkaaðilar einnig með ákveðið sameiginlegt eignarhald. „Þeir segjast ætla fara af stað með sína gjaldtöku í júní og ég bind vonir við það að þá verðum við búin að lögfesta náttúrupassann og ná saman um þá leið.“ „Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku af þessari tegund þegar tillagan um náttúrupassann verður samþykkt. Vonandi þurfum við ekki að vera með margar tegundir af gjaldtöku en eins og ég hef áður sagt verður enginn tilneyddur inn í þetta kerfi. Það er okkar að sýna fram á það að það sé hagur allra að taka þátt.“ Viðtalið við Ragnheiði Elínu úr Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild sinni á útvarpssíðu Vísi.
Tengdar fréttir Ákvörðun um gjaldtöku veldur vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og ráðherra ferðamála segir að sú ákvörðun landeigenda við Geysi í Haukadal að taka upp gjaldtöku á svæðinu hafi valdið vonbrigðum. 11. febrúar 2014 14:29 Gjaldheimta við Geysi veldur ráðherra vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti á þingi yfir vonbrigðum með ákvörðun landeigenda að innheimta gjald af gestum við hverasvæðið í Haukadal. Boðar að tillögur að náttúrupassa verði kynntar á næstu vikum. 12. febrúar 2014 15:11 Gjaldtaka á Geysi hefst eftir mánuð Eftir einn mánuð mun kosta sex hundruð krónur inn á hverasvæðið í Haukadal. 10. febrúar 2014 11:27 Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Ákvörðun um gjaldtöku veldur vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og ráðherra ferðamála segir að sú ákvörðun landeigenda við Geysi í Haukadal að taka upp gjaldtöku á svæðinu hafi valdið vonbrigðum. 11. febrúar 2014 14:29
Gjaldheimta við Geysi veldur ráðherra vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti á þingi yfir vonbrigðum með ákvörðun landeigenda að innheimta gjald af gestum við hverasvæðið í Haukadal. Boðar að tillögur að náttúrupassa verði kynntar á næstu vikum. 12. febrúar 2014 15:11
Gjaldtaka á Geysi hefst eftir mánuð Eftir einn mánuð mun kosta sex hundruð krónur inn á hverasvæðið í Haukadal. 10. febrúar 2014 11:27
Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00