„Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2014 19:34 Landeigendur í Reykjahlíð ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem skoða náttúruperlurnar Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. visir/vilhelm „Ég ætla ekki að neyða neinn til að taka þátt í náttúrupassanum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fréttblaðið greindi frá því í dag að landeigendur í Reykjahlíð ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem skoða náttúruperlurnar Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. Um tilraunaverkefni er að ræða, en til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar á landinu. Áformað er að rukka fimm evrur, um 800 krónur, fyrir að skoða hvern af þessum stöðum, en veita afslátt fyrir þá sem ætla að skoða alla þrjá, sagði Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar, í samtali við Fréttablaðið. „Þegar við erum komin með tillögurnar og getum farið að kynna þær útfærðar sjá vonandi allir aðilar málsins að það sé lausn sem allir sjái sér hag í að geta tekið þátt í,“ sagði Ragnheiður. Ragnheiður segir að náttúrupassinn eigi að koma í veg fyrir að landeigendur finni sig knúna til að rukka sjálfir. „Kerið byrjaði að rukka fyrir inngöngu á svæðið í fyrra og hefur það í raun gengið ljómandi vel. Það er ákveðið flækjustig varðandi stað eins og Geysi en þar eru deilur um eignarhaldið á landinu. Ríkið á þriðjung af landinu og landeigendur rest. Ríkið hefur dregið lögmætis þess að eigendur þar geti farið fram með gjaldtöku af þessu tagi og það er ekkert einfalt mál.“ Ragnheiður segir ennfremur að við Dettifoss séu ríki og einkaaðilar einnig með ákveðið sameiginlegt eignarhald. „Þeir segjast ætla fara af stað með sína gjaldtöku í júní og ég bind vonir við það að þá verðum við búin að lögfesta náttúrupassann og ná saman um þá leið.“ „Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku af þessari tegund þegar tillagan um náttúrupassann verður samþykkt. Vonandi þurfum við ekki að vera með margar tegundir af gjaldtöku en eins og ég hef áður sagt verður enginn tilneyddur inn í þetta kerfi. Það er okkar að sýna fram á það að það sé hagur allra að taka þátt.“ Viðtalið við Ragnheiði Elínu úr Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild sinni á útvarpssíðu Vísi. Tengdar fréttir Ákvörðun um gjaldtöku veldur vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og ráðherra ferðamála segir að sú ákvörðun landeigenda við Geysi í Haukadal að taka upp gjaldtöku á svæðinu hafi valdið vonbrigðum. 11. febrúar 2014 14:29 Gjaldheimta við Geysi veldur ráðherra vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti á þingi yfir vonbrigðum með ákvörðun landeigenda að innheimta gjald af gestum við hverasvæðið í Haukadal. Boðar að tillögur að náttúrupassa verði kynntar á næstu vikum. 12. febrúar 2014 15:11 Gjaldtaka á Geysi hefst eftir mánuð Eftir einn mánuð mun kosta sex hundruð krónur inn á hverasvæðið í Haukadal. 10. febrúar 2014 11:27 Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
„Ég ætla ekki að neyða neinn til að taka þátt í náttúrupassanum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fréttblaðið greindi frá því í dag að landeigendur í Reykjahlíð ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem skoða náttúruperlurnar Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. Um tilraunaverkefni er að ræða, en til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar á landinu. Áformað er að rukka fimm evrur, um 800 krónur, fyrir að skoða hvern af þessum stöðum, en veita afslátt fyrir þá sem ætla að skoða alla þrjá, sagði Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar, í samtali við Fréttablaðið. „Þegar við erum komin með tillögurnar og getum farið að kynna þær útfærðar sjá vonandi allir aðilar málsins að það sé lausn sem allir sjái sér hag í að geta tekið þátt í,“ sagði Ragnheiður. Ragnheiður segir að náttúrupassinn eigi að koma í veg fyrir að landeigendur finni sig knúna til að rukka sjálfir. „Kerið byrjaði að rukka fyrir inngöngu á svæðið í fyrra og hefur það í raun gengið ljómandi vel. Það er ákveðið flækjustig varðandi stað eins og Geysi en þar eru deilur um eignarhaldið á landinu. Ríkið á þriðjung af landinu og landeigendur rest. Ríkið hefur dregið lögmætis þess að eigendur þar geti farið fram með gjaldtöku af þessu tagi og það er ekkert einfalt mál.“ Ragnheiður segir ennfremur að við Dettifoss séu ríki og einkaaðilar einnig með ákveðið sameiginlegt eignarhald. „Þeir segjast ætla fara af stað með sína gjaldtöku í júní og ég bind vonir við það að þá verðum við búin að lögfesta náttúrupassann og ná saman um þá leið.“ „Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku af þessari tegund þegar tillagan um náttúrupassann verður samþykkt. Vonandi þurfum við ekki að vera með margar tegundir af gjaldtöku en eins og ég hef áður sagt verður enginn tilneyddur inn í þetta kerfi. Það er okkar að sýna fram á það að það sé hagur allra að taka þátt.“ Viðtalið við Ragnheiði Elínu úr Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild sinni á útvarpssíðu Vísi.
Tengdar fréttir Ákvörðun um gjaldtöku veldur vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og ráðherra ferðamála segir að sú ákvörðun landeigenda við Geysi í Haukadal að taka upp gjaldtöku á svæðinu hafi valdið vonbrigðum. 11. febrúar 2014 14:29 Gjaldheimta við Geysi veldur ráðherra vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti á þingi yfir vonbrigðum með ákvörðun landeigenda að innheimta gjald af gestum við hverasvæðið í Haukadal. Boðar að tillögur að náttúrupassa verði kynntar á næstu vikum. 12. febrúar 2014 15:11 Gjaldtaka á Geysi hefst eftir mánuð Eftir einn mánuð mun kosta sex hundruð krónur inn á hverasvæðið í Haukadal. 10. febrúar 2014 11:27 Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Ákvörðun um gjaldtöku veldur vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og ráðherra ferðamála segir að sú ákvörðun landeigenda við Geysi í Haukadal að taka upp gjaldtöku á svæðinu hafi valdið vonbrigðum. 11. febrúar 2014 14:29
Gjaldheimta við Geysi veldur ráðherra vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti á þingi yfir vonbrigðum með ákvörðun landeigenda að innheimta gjald af gestum við hverasvæðið í Haukadal. Boðar að tillögur að náttúrupassa verði kynntar á næstu vikum. 12. febrúar 2014 15:11
Gjaldtaka á Geysi hefst eftir mánuð Eftir einn mánuð mun kosta sex hundruð krónur inn á hverasvæðið í Haukadal. 10. febrúar 2014 11:27
Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00