Skýrsla um sparisjóði til Alþingis innan mánaðar Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2014 09:37 Vísir/GVA/Valgarður „Miðað við upplýsingar frá rannsóknarnefndinni er fastlega gert ráð fyrir að nefndin skili Alþingi skýrslunni eigi síðar en innan mánaðar.“ Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Sigríðar Ingadóttur um skýrslu að aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna. Fram kemur í greinargerð með spurningunni að Alþingi hafi þann 10. júní 2011 samþykkt þingsályktun um gerð skýrslunnar og var gert ráð fyrir að henni yrði skilað fyrir 1. júní 2012. Nefndin hóf störf 27. september 2011 og hefur því verið að störfum í tæp tvö og hálft ár. Í greinargerð með svari Einars Kristins Guðfinnssonar, forseta Alþingis, segir að fljótlega hafi komið í ljós að verkefnaskrá nefndarinnar hafi verið umfangsmeiri, flóknari og tímafrekari en talið var í upphafi. Þá hafi verkefnið krafist mikillar aðkeyptrar sérfræðiþjónustu. Þá tók mikinn tíma að skipuleggja umfang rannsóknarvinnunnar vegna fjölda sparisjóða og stærðar þeirra. „Ljóst er að nefndinni voru sett of þröng tímamörk í ályktun Alþingis og því hafa væntingar um lengd rannsóknarinnar reynst óraunhæfar,“ segir í svarinu. Alþingi hefur komið þremur rannsóknarnefndum á fót síðan 2008 og hefur engri þeirra tekist að ljúka störfum á tilskildum tíma og kostnaður þeirra verið mun meiri en áætlað var. Því hefur forseti Alþingis falið lagaskrifstofu Alþingis að taka saman í greinargerð upplýsingar um reynsluna af störfum þeirra þriggja rannsóknarnefnda sem skipaðar hafa verið og meta framkvæmd laga um rannsóknarnefndir. Ályktun um að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd sem rannsaka eigi einkavæðingu og sölu hlutabréfa í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands, var samþykkt í nóvember 2012. Nefndin hefur þó ekki verið skipuð því niðurstaða forsætisnefndar var að ný rannsóknarnefnd tæki ekki til starfa fyrr en úttekt á störfum rannsóknarnefnda væri lokið. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
„Miðað við upplýsingar frá rannsóknarnefndinni er fastlega gert ráð fyrir að nefndin skili Alþingi skýrslunni eigi síðar en innan mánaðar.“ Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Sigríðar Ingadóttur um skýrslu að aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna. Fram kemur í greinargerð með spurningunni að Alþingi hafi þann 10. júní 2011 samþykkt þingsályktun um gerð skýrslunnar og var gert ráð fyrir að henni yrði skilað fyrir 1. júní 2012. Nefndin hóf störf 27. september 2011 og hefur því verið að störfum í tæp tvö og hálft ár. Í greinargerð með svari Einars Kristins Guðfinnssonar, forseta Alþingis, segir að fljótlega hafi komið í ljós að verkefnaskrá nefndarinnar hafi verið umfangsmeiri, flóknari og tímafrekari en talið var í upphafi. Þá hafi verkefnið krafist mikillar aðkeyptrar sérfræðiþjónustu. Þá tók mikinn tíma að skipuleggja umfang rannsóknarvinnunnar vegna fjölda sparisjóða og stærðar þeirra. „Ljóst er að nefndinni voru sett of þröng tímamörk í ályktun Alþingis og því hafa væntingar um lengd rannsóknarinnar reynst óraunhæfar,“ segir í svarinu. Alþingi hefur komið þremur rannsóknarnefndum á fót síðan 2008 og hefur engri þeirra tekist að ljúka störfum á tilskildum tíma og kostnaður þeirra verið mun meiri en áætlað var. Því hefur forseti Alþingis falið lagaskrifstofu Alþingis að taka saman í greinargerð upplýsingar um reynsluna af störfum þeirra þriggja rannsóknarnefnda sem skipaðar hafa verið og meta framkvæmd laga um rannsóknarnefndir. Ályktun um að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd sem rannsaka eigi einkavæðingu og sölu hlutabréfa í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands, var samþykkt í nóvember 2012. Nefndin hefur þó ekki verið skipuð því niðurstaða forsætisnefndar var að ný rannsóknarnefnd tæki ekki til starfa fyrr en úttekt á störfum rannsóknarnefnda væri lokið.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira