Skýrsla um sparisjóði til Alþingis innan mánaðar Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2014 09:37 Vísir/GVA/Valgarður „Miðað við upplýsingar frá rannsóknarnefndinni er fastlega gert ráð fyrir að nefndin skili Alþingi skýrslunni eigi síðar en innan mánaðar.“ Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Sigríðar Ingadóttur um skýrslu að aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna. Fram kemur í greinargerð með spurningunni að Alþingi hafi þann 10. júní 2011 samþykkt þingsályktun um gerð skýrslunnar og var gert ráð fyrir að henni yrði skilað fyrir 1. júní 2012. Nefndin hóf störf 27. september 2011 og hefur því verið að störfum í tæp tvö og hálft ár. Í greinargerð með svari Einars Kristins Guðfinnssonar, forseta Alþingis, segir að fljótlega hafi komið í ljós að verkefnaskrá nefndarinnar hafi verið umfangsmeiri, flóknari og tímafrekari en talið var í upphafi. Þá hafi verkefnið krafist mikillar aðkeyptrar sérfræðiþjónustu. Þá tók mikinn tíma að skipuleggja umfang rannsóknarvinnunnar vegna fjölda sparisjóða og stærðar þeirra. „Ljóst er að nefndinni voru sett of þröng tímamörk í ályktun Alþingis og því hafa væntingar um lengd rannsóknarinnar reynst óraunhæfar,“ segir í svarinu. Alþingi hefur komið þremur rannsóknarnefndum á fót síðan 2008 og hefur engri þeirra tekist að ljúka störfum á tilskildum tíma og kostnaður þeirra verið mun meiri en áætlað var. Því hefur forseti Alþingis falið lagaskrifstofu Alþingis að taka saman í greinargerð upplýsingar um reynsluna af störfum þeirra þriggja rannsóknarnefnda sem skipaðar hafa verið og meta framkvæmd laga um rannsóknarnefndir. Ályktun um að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd sem rannsaka eigi einkavæðingu og sölu hlutabréfa í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands, var samþykkt í nóvember 2012. Nefndin hefur þó ekki verið skipuð því niðurstaða forsætisnefndar var að ný rannsóknarnefnd tæki ekki til starfa fyrr en úttekt á störfum rannsóknarnefnda væri lokið. Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Miðað við upplýsingar frá rannsóknarnefndinni er fastlega gert ráð fyrir að nefndin skili Alþingi skýrslunni eigi síðar en innan mánaðar.“ Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Sigríðar Ingadóttur um skýrslu að aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna. Fram kemur í greinargerð með spurningunni að Alþingi hafi þann 10. júní 2011 samþykkt þingsályktun um gerð skýrslunnar og var gert ráð fyrir að henni yrði skilað fyrir 1. júní 2012. Nefndin hóf störf 27. september 2011 og hefur því verið að störfum í tæp tvö og hálft ár. Í greinargerð með svari Einars Kristins Guðfinnssonar, forseta Alþingis, segir að fljótlega hafi komið í ljós að verkefnaskrá nefndarinnar hafi verið umfangsmeiri, flóknari og tímafrekari en talið var í upphafi. Þá hafi verkefnið krafist mikillar aðkeyptrar sérfræðiþjónustu. Þá tók mikinn tíma að skipuleggja umfang rannsóknarvinnunnar vegna fjölda sparisjóða og stærðar þeirra. „Ljóst er að nefndinni voru sett of þröng tímamörk í ályktun Alþingis og því hafa væntingar um lengd rannsóknarinnar reynst óraunhæfar,“ segir í svarinu. Alþingi hefur komið þremur rannsóknarnefndum á fót síðan 2008 og hefur engri þeirra tekist að ljúka störfum á tilskildum tíma og kostnaður þeirra verið mun meiri en áætlað var. Því hefur forseti Alþingis falið lagaskrifstofu Alþingis að taka saman í greinargerð upplýsingar um reynsluna af störfum þeirra þriggja rannsóknarnefnda sem skipaðar hafa verið og meta framkvæmd laga um rannsóknarnefndir. Ályktun um að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd sem rannsaka eigi einkavæðingu og sölu hlutabréfa í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands, var samþykkt í nóvember 2012. Nefndin hefur þó ekki verið skipuð því niðurstaða forsætisnefndar var að ný rannsóknarnefnd tæki ekki til starfa fyrr en úttekt á störfum rannsóknarnefnda væri lokið.
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira