Telur Vigdísi Hauksdóttur vera lagða í einelti á Alþingi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. febrúar 2014 09:36 Elín sagðist sjá eineltistilburði í garð Vigdísar. Birgitta sagði ekki mega rugla saman einelti og meðvirkni. Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins sagði íræðu á þingsal í gærkvöldi að hún teldi sig sjá ákveðna eineltistilburði í garð Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, á þingi. „Það er stöðugt verið að gera grín að því sem hún segir. Og gera, að mér finnst, lítið úr henni. Og ég vil bara mótmæla þessu hérna,“ sagði Elín í gær.Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, svaraði Elínu og sagðist skammast sín fyrir orð sem Vigdís hefur látið falla í fjölmiðlum, til dæmis það sem hún sagði um sjálfstæði Möltu. Hún sagði Vigdísi þurfa að standa undir orðum sínum: „Hvort sem það er háttvirtur þingmaður Birgitta Jónsdóttir eða háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir þolir það ekki, ef maður kemur með bara svona hluti eins og þetta með Möltu sem að er verulega neyðarlegt fyrir landið okkar, þá verður háttvirtur þingmaður að geta staðið undir því.“ Birgitta sagði að varast þyrfti „að blanda ekki saman einelti og meðvirkni.“ Hún sagðist ekki túlka gagnrýni í garð Vigdísar sem einelti og sagði Vigdísi ekki hafa farið „einhver friðarveg, hvorki í þingsal né úti í samfélaginu.“ Birgitta sagðist skammast sín fyrir ummæli Vigdísar. „Og mér finnst nánast eins og þingið þurfi að biðjast velvirðingar á að þetta séu vitsmunirnir sem eru hér innanhúss. Mér finnst það agalegt. Ég skammast mín svo mikið.“ Tengdar fréttir „Komdu með vantraust, ég skora á þig“ Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir það koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Hún ræddi Evrópusambandsumsóknina við Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, í þættinum Mín skoðun. 23. febrúar 2014 17:00 Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar "Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt Times of Malta. 24. febrúar 2014 12:23 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins sagði íræðu á þingsal í gærkvöldi að hún teldi sig sjá ákveðna eineltistilburði í garð Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, á þingi. „Það er stöðugt verið að gera grín að því sem hún segir. Og gera, að mér finnst, lítið úr henni. Og ég vil bara mótmæla þessu hérna,“ sagði Elín í gær.Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, svaraði Elínu og sagðist skammast sín fyrir orð sem Vigdís hefur látið falla í fjölmiðlum, til dæmis það sem hún sagði um sjálfstæði Möltu. Hún sagði Vigdísi þurfa að standa undir orðum sínum: „Hvort sem það er háttvirtur þingmaður Birgitta Jónsdóttir eða háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir þolir það ekki, ef maður kemur með bara svona hluti eins og þetta með Möltu sem að er verulega neyðarlegt fyrir landið okkar, þá verður háttvirtur þingmaður að geta staðið undir því.“ Birgitta sagði að varast þyrfti „að blanda ekki saman einelti og meðvirkni.“ Hún sagðist ekki túlka gagnrýni í garð Vigdísar sem einelti og sagði Vigdísi ekki hafa farið „einhver friðarveg, hvorki í þingsal né úti í samfélaginu.“ Birgitta sagðist skammast sín fyrir ummæli Vigdísar. „Og mér finnst nánast eins og þingið þurfi að biðjast velvirðingar á að þetta séu vitsmunirnir sem eru hér innanhúss. Mér finnst það agalegt. Ég skammast mín svo mikið.“
Tengdar fréttir „Komdu með vantraust, ég skora á þig“ Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir það koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Hún ræddi Evrópusambandsumsóknina við Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, í þættinum Mín skoðun. 23. febrúar 2014 17:00 Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar "Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt Times of Malta. 24. febrúar 2014 12:23 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
„Komdu með vantraust, ég skora á þig“ Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir það koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Hún ræddi Evrópusambandsumsóknina við Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, í þættinum Mín skoðun. 23. febrúar 2014 17:00
Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar "Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt Times of Malta. 24. febrúar 2014 12:23