Af hverju Malta er betri en Ísland Vísir skrifar 24. febrúar 2014 22:00 Malta fagnar sjálfstæði sínu 21. september en í ár eru 50 ár liðin frá því Malta varð sjálfstætt ríki. Maltneski vefmiðillinn Sundaycircle hefur tekið saman lista yfir kosti þess að búa á Möltu samanborið við Ísland í kjölfar ummæla Vigdísar Hauksdóttur um að Malta sé ekki sjálfstætt ríki. Malta fagnar sjálfstæði sínu 21. september en í ár eru 50 ár liðin frá því Malta varð sjálfstætt ríki. Veðrið3000 klukkustundir af sólarljósi ári í hitabeltisveðri á Möltu samanborið við 1300 klukkustundir af sólarljósi á landi sem ber nafn sem byrjar á „Ís.“ Höfundar listans telja valið þarna á milli auðvelt auk þess sem sólin viti hvenær hún eigi að setjast á Möltu á meðan Íslendingar þurfi að draga fyrir á nóttunni á sumrin, að því gefnu að sólin láti sjá sig þann daginn.Eldfjöll Eldfjöll okkar Íslendinga hafa valdið ómældum töfum á flugumferð með öskufjúki og tilheyrandi ónæði. Á vefsíðunni kemur fram að maltnesk eldfjöll valdi litlu ónæði í ljósi þess að þau séu ekki til.Staðarheiti Þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010 olli hann töfum á flugumferð og öskufjúki víða um heim. Greinarhöfundar Sundaycircle telja að askan ein og sér hafi valdið nægum vanda, alger óþarfi hafi verið að bæta því á fréttamenn um allan heim að bera fram eitt þúsund atkvæða staðarheiti þegar þeir fluttu fréttir af eldgosinu.ÆttartengslBlaðamenn Sundaycircle fjalla að sjálfsögðu um að á Íslandi séu allir skyldir og að líklegt sé að þú munir giftast ættingja þínum í ljósi þess að á Íslandi sé markaður fyrir app sem segir þér hvort manneskjan sem þú ert að hitta sé náskyldur ættingi. Þetta þykir greinarhöfundum ekki eftirsóknarvert.VerðlagBrauðhleifurinn á Möltu er verðlagður á 0,83 evrur samanborið við 1,55 evrur á Íslandi. Ef þær tölur sem greinarhöfundar styðjast við eru réttar þá eigum við Íslendingar ansi langt í Möltumenn þegar kemur að verðlagi. Á vefsíðunni NUMBEO er hægt að bera saman verð á milli landa og séu löndin tvö borin saman má gera ráð fyrir að greinarhöfundar séu ekki alveg útá þekju í samanburðinum. Til frekari stuðnings má vísa í grátlegan samanburð á hálfum líter af kranabjór, 868 krónur á Íslandi samanborið við 311 krónur á Möltu.Eigingjarnir pylsusalarGreinarhöfundar fara á endanum yfir það að á Íslandi fáist hvergi hinar maltnesku „Pastizzi“ en það eru demantslagaðar ostakökur sem þykja mjög góðar. Þeir telja íslensku pylsuna ekki öflugan keppinaut þegar kemur að þjóðarréttinum. Að lokum er tekið saman að Íslendingar haldi útaf fyrir sig, á norðuhjara veraldar, stórum svæðum af óspilltu landi, hverum, náttúrulaugum og norðuljósunum. Þetta þykir greinarhöfundum til marks um gríðarlega eigingirni Íslendinga. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Maltneski vefmiðillinn Sundaycircle hefur tekið saman lista yfir kosti þess að búa á Möltu samanborið við Ísland í kjölfar ummæla Vigdísar Hauksdóttur um að Malta sé ekki sjálfstætt ríki. Malta fagnar sjálfstæði sínu 21. september en í ár eru 50 ár liðin frá því Malta varð sjálfstætt ríki. Veðrið3000 klukkustundir af sólarljósi ári í hitabeltisveðri á Möltu samanborið við 1300 klukkustundir af sólarljósi á landi sem ber nafn sem byrjar á „Ís.“ Höfundar listans telja valið þarna á milli auðvelt auk þess sem sólin viti hvenær hún eigi að setjast á Möltu á meðan Íslendingar þurfi að draga fyrir á nóttunni á sumrin, að því gefnu að sólin láti sjá sig þann daginn.Eldfjöll Eldfjöll okkar Íslendinga hafa valdið ómældum töfum á flugumferð með öskufjúki og tilheyrandi ónæði. Á vefsíðunni kemur fram að maltnesk eldfjöll valdi litlu ónæði í ljósi þess að þau séu ekki til.Staðarheiti Þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010 olli hann töfum á flugumferð og öskufjúki víða um heim. Greinarhöfundar Sundaycircle telja að askan ein og sér hafi valdið nægum vanda, alger óþarfi hafi verið að bæta því á fréttamenn um allan heim að bera fram eitt þúsund atkvæða staðarheiti þegar þeir fluttu fréttir af eldgosinu.ÆttartengslBlaðamenn Sundaycircle fjalla að sjálfsögðu um að á Íslandi séu allir skyldir og að líklegt sé að þú munir giftast ættingja þínum í ljósi þess að á Íslandi sé markaður fyrir app sem segir þér hvort manneskjan sem þú ert að hitta sé náskyldur ættingi. Þetta þykir greinarhöfundum ekki eftirsóknarvert.VerðlagBrauðhleifurinn á Möltu er verðlagður á 0,83 evrur samanborið við 1,55 evrur á Íslandi. Ef þær tölur sem greinarhöfundar styðjast við eru réttar þá eigum við Íslendingar ansi langt í Möltumenn þegar kemur að verðlagi. Á vefsíðunni NUMBEO er hægt að bera saman verð á milli landa og séu löndin tvö borin saman má gera ráð fyrir að greinarhöfundar séu ekki alveg útá þekju í samanburðinum. Til frekari stuðnings má vísa í grátlegan samanburð á hálfum líter af kranabjór, 868 krónur á Íslandi samanborið við 311 krónur á Möltu.Eigingjarnir pylsusalarGreinarhöfundar fara á endanum yfir það að á Íslandi fáist hvergi hinar maltnesku „Pastizzi“ en það eru demantslagaðar ostakökur sem þykja mjög góðar. Þeir telja íslensku pylsuna ekki öflugan keppinaut þegar kemur að þjóðarréttinum. Að lokum er tekið saman að Íslendingar haldi útaf fyrir sig, á norðuhjara veraldar, stórum svæðum af óspilltu landi, hverum, náttúrulaugum og norðuljósunum. Þetta þykir greinarhöfundum til marks um gríðarlega eigingirni Íslendinga.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira