„Það býr ákveðið villidýr í mannskepnunni“ Hrund Þórsdóttir skrifar 23. febrúar 2014 19:45 Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, ætlar að beita sér af fullum krafti til að afglæpavæða fíkniefni og segir að á endanum verði þau jafnvel lögleidd hér á landi. Hann ætlar að setja saman starfshóp til að fylgja málinu eftir. Hann var afdráttarlaus í svörum í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 í dag. Þú hallast að afglæpavæðingu? „Já já, ég skal viðurkenna það að rökin með henni finnst mér vega mjög þungt,“ sagði Kristján. Hann sagði fíkniefnaneytendur fórnarlömb átaka sem löggæslan héldi uppi gegn undirheimunum og að ekki ætti að líta á neytendur sem glæpamenn, heldur sjúklinga. Hann sagði að á endanum yrðu fíkniefni hugsanlega lögleidd en að þjóðin væri ekki reiðubúin í það og hann væri ekki fylgjandi því á þessari stundu. Markmiðið væri ekki að auka skatttekjur ríkisins. „Ég fer í þetta mál fyrst og fremst til að reyna að ná betri árangri og forða fleirum frá því að lenda í klóm þessa heims.“ Kristján sagði næsta skref að setja saman starfshóp og hafa samráð við hagsmunaaðila. Hann sagði málið fá góðar undirtektir í þingflokki Sjálfstæðisflokksins „Eðlilega eru skiptar skoðanir um hversu langt eigi að ganga og hversu hratt eigi að fara en í grunninn get ég sagt að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er mjög áfram um að ná betri árangri í þessum málaflokki en verið hefur.“ Hann sagði loks að mannlegu eðli yrði ekki breytt með lögum. „Þetta bara er einhver fjandinn í okkur og ekki bara í Íslendingum, það býr ákveðið villidýr í mannskepnunni,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.Mín skoðun í heild sinni. Mín skoðun Tengdar fréttir „Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ "Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða," sagði Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, í ræðu sinni á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi refsistefnu stjórnvalda varðandi fíkniefnaneyslu. 19. febrúar 2014 16:54 Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða breytt viðhorf í fíkniefnamálum Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru þingmenn sem vilja ganga langt í frjálsræðisátt og þeir sem vilja fara varlega í sakirnar og allt þar á milli. 17. febrúar 2014 20:00 Heilbrigðisráðherra vill endurskoða refsistefnu í fíknefnamálum Kristján Þór Júlíusson segir að breyta verði um stefnu í fíknefnamálum. 14. febrúar 2014 09:43 Stefnan skaðlegri en fíkniefnin sjálf Það er trú mín að eiturlyf hafi eyðilagt líf margra, en röng stefna stjórnvalda hefur eyðilagt líf miklu fleiri,“ sagði Kofi Annan í ræðu á World Economic Forum nú í janúar. Píratarnir Birgitta Jónsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson og Jón Þór Ólafsson gera orð hans að sínum. 17. febrúar 2014 11:01 Stefnan um fíkniefnalaust Ísland ekki gengið upp Heilbrigðisráðherra vill skoða að afglæpa neyslu fíkniefna. Núverandi stefna hafi ekki skilað tilætluðum árangri og yfirvöldum berið að skoða aðrar leiðir. 14. febrúar 2014 13:26 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, ætlar að beita sér af fullum krafti til að afglæpavæða fíkniefni og segir að á endanum verði þau jafnvel lögleidd hér á landi. Hann ætlar að setja saman starfshóp til að fylgja málinu eftir. Hann var afdráttarlaus í svörum í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 í dag. Þú hallast að afglæpavæðingu? „Já já, ég skal viðurkenna það að rökin með henni finnst mér vega mjög þungt,“ sagði Kristján. Hann sagði fíkniefnaneytendur fórnarlömb átaka sem löggæslan héldi uppi gegn undirheimunum og að ekki ætti að líta á neytendur sem glæpamenn, heldur sjúklinga. Hann sagði að á endanum yrðu fíkniefni hugsanlega lögleidd en að þjóðin væri ekki reiðubúin í það og hann væri ekki fylgjandi því á þessari stundu. Markmiðið væri ekki að auka skatttekjur ríkisins. „Ég fer í þetta mál fyrst og fremst til að reyna að ná betri árangri og forða fleirum frá því að lenda í klóm þessa heims.“ Kristján sagði næsta skref að setja saman starfshóp og hafa samráð við hagsmunaaðila. Hann sagði málið fá góðar undirtektir í þingflokki Sjálfstæðisflokksins „Eðlilega eru skiptar skoðanir um hversu langt eigi að ganga og hversu hratt eigi að fara en í grunninn get ég sagt að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er mjög áfram um að ná betri árangri í þessum málaflokki en verið hefur.“ Hann sagði loks að mannlegu eðli yrði ekki breytt með lögum. „Þetta bara er einhver fjandinn í okkur og ekki bara í Íslendingum, það býr ákveðið villidýr í mannskepnunni,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.Mín skoðun í heild sinni.
Mín skoðun Tengdar fréttir „Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ "Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða," sagði Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, í ræðu sinni á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi refsistefnu stjórnvalda varðandi fíkniefnaneyslu. 19. febrúar 2014 16:54 Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða breytt viðhorf í fíkniefnamálum Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru þingmenn sem vilja ganga langt í frjálsræðisátt og þeir sem vilja fara varlega í sakirnar og allt þar á milli. 17. febrúar 2014 20:00 Heilbrigðisráðherra vill endurskoða refsistefnu í fíknefnamálum Kristján Þór Júlíusson segir að breyta verði um stefnu í fíknefnamálum. 14. febrúar 2014 09:43 Stefnan skaðlegri en fíkniefnin sjálf Það er trú mín að eiturlyf hafi eyðilagt líf margra, en röng stefna stjórnvalda hefur eyðilagt líf miklu fleiri,“ sagði Kofi Annan í ræðu á World Economic Forum nú í janúar. Píratarnir Birgitta Jónsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson og Jón Þór Ólafsson gera orð hans að sínum. 17. febrúar 2014 11:01 Stefnan um fíkniefnalaust Ísland ekki gengið upp Heilbrigðisráðherra vill skoða að afglæpa neyslu fíkniefna. Núverandi stefna hafi ekki skilað tilætluðum árangri og yfirvöldum berið að skoða aðrar leiðir. 14. febrúar 2014 13:26 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Sjá meira
„Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ "Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða," sagði Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, í ræðu sinni á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi refsistefnu stjórnvalda varðandi fíkniefnaneyslu. 19. febrúar 2014 16:54
Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða breytt viðhorf í fíkniefnamálum Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru þingmenn sem vilja ganga langt í frjálsræðisátt og þeir sem vilja fara varlega í sakirnar og allt þar á milli. 17. febrúar 2014 20:00
Heilbrigðisráðherra vill endurskoða refsistefnu í fíknefnamálum Kristján Þór Júlíusson segir að breyta verði um stefnu í fíknefnamálum. 14. febrúar 2014 09:43
Stefnan skaðlegri en fíkniefnin sjálf Það er trú mín að eiturlyf hafi eyðilagt líf margra, en röng stefna stjórnvalda hefur eyðilagt líf miklu fleiri,“ sagði Kofi Annan í ræðu á World Economic Forum nú í janúar. Píratarnir Birgitta Jónsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson og Jón Þór Ólafsson gera orð hans að sínum. 17. febrúar 2014 11:01
Stefnan um fíkniefnalaust Ísland ekki gengið upp Heilbrigðisráðherra vill skoða að afglæpa neyslu fíkniefna. Núverandi stefna hafi ekki skilað tilætluðum árangri og yfirvöldum berið að skoða aðrar leiðir. 14. febrúar 2014 13:26