Undanúrslit í heimsmótinu í holukeppni fara fram í dag 23. febrúar 2014 13:31 Els tekur í höndina á Spieth eftir leikinn í gær Vísir/AP Í gær voru 8 manna úrslit í heimsmótinu í holukeppni spiluð á Dove Mountain vellinum í Arizona en nú er ljóst hverjir munu leika í undanúrslitum mótsins í dag. Viðureignin sem vakti mesta athygli í 8 manna úrslitum var á milli Ernie Els og hins unga og efnilega Jordan Spieth en Els sigraði hana 4/2. Spieth hefur vakið mikla athygli á PGA mótaröðinni á undanförnu ári en honum tókst þó ekki að sigra Els sem lék frábært golf í gær og þykir mjög líklegur til þess að sigra mótið. Það var greinilegt að reynslan hjálpaði Els í gær en það sama verður ekki sagt um viðureign Rickie Fowler og Jim Furyk þar sem Fowler, sem er einn yngsti og vinsælasti kylfingurinn á PGA mótaröðinni, sigraði hinn reynslumikla Jim Furyk í æsispennandi leik sem endaði ekki fyrr en á 18. holu.Ástralinn geðþekki, Jason Day er kominn í undanúrslit eftir að hafa sigrað Louis Oosthuizen 2/1 en í síðustu viðureign dagsins kom frakkinn Victor Dubuisson öllum á óvart og lagði einn besta holukeppnisspilara í heimi, Graeme McDowell. Undanúrslitin fara fram í dag en þau verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Golfstöðinni sem hefst klukkan 14:00. Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Í gær voru 8 manna úrslit í heimsmótinu í holukeppni spiluð á Dove Mountain vellinum í Arizona en nú er ljóst hverjir munu leika í undanúrslitum mótsins í dag. Viðureignin sem vakti mesta athygli í 8 manna úrslitum var á milli Ernie Els og hins unga og efnilega Jordan Spieth en Els sigraði hana 4/2. Spieth hefur vakið mikla athygli á PGA mótaröðinni á undanförnu ári en honum tókst þó ekki að sigra Els sem lék frábært golf í gær og þykir mjög líklegur til þess að sigra mótið. Það var greinilegt að reynslan hjálpaði Els í gær en það sama verður ekki sagt um viðureign Rickie Fowler og Jim Furyk þar sem Fowler, sem er einn yngsti og vinsælasti kylfingurinn á PGA mótaröðinni, sigraði hinn reynslumikla Jim Furyk í æsispennandi leik sem endaði ekki fyrr en á 18. holu.Ástralinn geðþekki, Jason Day er kominn í undanúrslit eftir að hafa sigrað Louis Oosthuizen 2/1 en í síðustu viðureign dagsins kom frakkinn Victor Dubuisson öllum á óvart og lagði einn besta holukeppnisspilara í heimi, Graeme McDowell. Undanúrslitin fara fram í dag en þau verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Golfstöðinni sem hefst klukkan 14:00.
Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira