Ungstirnin áfram á Dove Mountain 22. febrúar 2014 02:15 Rickie Fowler slær úr erfiðri stöðu í dag. 16 manna úrslitum í heimsmótinu í holukeppni lauk nú í nótt á Dove Mountain vellinum í Arizona en margir áhugaverðir leikir fóru fram. Þar ber helst að nefna að Ernie Els sigraði Jason Dufner í spennandi leik sem endaði með sigri Els á 18 holu. Louis Oosthuizen fór illa með fyrrum US Open sigurvegaran Webb Simpson 5/4 á meðan að ungstirnið Jordan Spieth sló út Matt Kuchar sem átti titil að verja frá því í fyrra. Augu flestra voru þó á leik Sergio Garcia og Rickie Fowler en báðir kylfingar eru gríðarlega vinsælir meðal golfáhugamanna um allan heim. Leikurinn var mjög spennandi og hafði Bandaríkjamaðurinn ungi, Rickie Fowler, sigur á síðustu holunni eftir að hafa sett 5 metra pútt niður fyrir fugli. Mjög merkilegt atvik átti sér stað í leik Garcia og Fowler en á sjöundu holu voru báðir kylfingar að pútta fyrir fugli. Fowler átti rúmlega 5 metra pútt eftir en Garcia 2 metra pútt. Áður en Fowler náði að pútta sínu pútti bauð Garcia honum að fella holuna, þrátt fyrir að vera í töluvert betri stöðu en keppinautur sinn. Fowler þáði að sjálfsögðu boðið enda í mun verri stöðu til þess að næla sér í fugl og til þess að vinna holuna. Eftir hringinn var Garcia spurður út í af hverju hann bauð Fowler að jafna sjöundu holuna. „Á sjöttu holu hafði ég fengið lausn frá býflugnasveimi í tvígang, það tók mikinn tíma og keppinautur minn þurfti að bíða lengi eftir mér. Ég var alinn upp í þeirri trú að golf sé herramannsíþrótt, faðir minn kenndi mér það og mér fannst bara sanngjarnt að bjóða Fowler upp á þetta eftir að hafa látið hann bíða svona lengi eftir mér á síðustu holu.“ Þá sigraði Graeme McDowell Bandaríkjamanninn Hunter Mahan eftir að hafa boðið upp á veislu á flötunum á seinni níu holunum þar sem hann setti niður hvert púttið á fætur öðru. Átta manna úrslit fara fram á morgun en þau verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsendingin klukkan 17:00.Leikirnir í átta manna úrslitum: Louis Oosthuizen mætir Jason Day Jordan Spieth mætir Ernie Els Jim Furyk mætir Rickie Fowler Victor Dubuisson mætir Graeme McDowell Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
16 manna úrslitum í heimsmótinu í holukeppni lauk nú í nótt á Dove Mountain vellinum í Arizona en margir áhugaverðir leikir fóru fram. Þar ber helst að nefna að Ernie Els sigraði Jason Dufner í spennandi leik sem endaði með sigri Els á 18 holu. Louis Oosthuizen fór illa með fyrrum US Open sigurvegaran Webb Simpson 5/4 á meðan að ungstirnið Jordan Spieth sló út Matt Kuchar sem átti titil að verja frá því í fyrra. Augu flestra voru þó á leik Sergio Garcia og Rickie Fowler en báðir kylfingar eru gríðarlega vinsælir meðal golfáhugamanna um allan heim. Leikurinn var mjög spennandi og hafði Bandaríkjamaðurinn ungi, Rickie Fowler, sigur á síðustu holunni eftir að hafa sett 5 metra pútt niður fyrir fugli. Mjög merkilegt atvik átti sér stað í leik Garcia og Fowler en á sjöundu holu voru báðir kylfingar að pútta fyrir fugli. Fowler átti rúmlega 5 metra pútt eftir en Garcia 2 metra pútt. Áður en Fowler náði að pútta sínu pútti bauð Garcia honum að fella holuna, þrátt fyrir að vera í töluvert betri stöðu en keppinautur sinn. Fowler þáði að sjálfsögðu boðið enda í mun verri stöðu til þess að næla sér í fugl og til þess að vinna holuna. Eftir hringinn var Garcia spurður út í af hverju hann bauð Fowler að jafna sjöundu holuna. „Á sjöttu holu hafði ég fengið lausn frá býflugnasveimi í tvígang, það tók mikinn tíma og keppinautur minn þurfti að bíða lengi eftir mér. Ég var alinn upp í þeirri trú að golf sé herramannsíþrótt, faðir minn kenndi mér það og mér fannst bara sanngjarnt að bjóða Fowler upp á þetta eftir að hafa látið hann bíða svona lengi eftir mér á síðustu holu.“ Þá sigraði Graeme McDowell Bandaríkjamanninn Hunter Mahan eftir að hafa boðið upp á veislu á flötunum á seinni níu holunum þar sem hann setti niður hvert púttið á fætur öðru. Átta manna úrslit fara fram á morgun en þau verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsendingin klukkan 17:00.Leikirnir í átta manna úrslitum: Louis Oosthuizen mætir Jason Day Jordan Spieth mætir Ernie Els Jim Furyk mætir Rickie Fowler Victor Dubuisson mætir Graeme McDowell
Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira