Jón Jónsson gefur út lag í minningu frænda síns 21. febrúar 2014 20:00 Jón Jónsson Vísir/Arnþór Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson hefur gefið út lagið Sakna þín í minningu frænda síns, Hermanns Fannars Valgarðssonar, sem lést langt fyrir aldur fram í nóvember árið 2011. Allur ágóði af laginu rennur í LUV-sjóðinn, minningarsjóð um Hermann Fannar. Lagið kom upphaflega út á plötu Jóns, Wait for Fate, árið 2011 undir heitinu Miss you. Nú gefur Jón það hins vegar út á íslensku. LUV-sjóðurinn var stofnaður til minningar um Hermann Fannar. Markmið sjóðsins er að styðja við bakið á góðum málefnum. Hópurinn á bak við sjóðinn hefur staðið fyrir ýmsum uppákomum á síðustu árum meðal annars risatónleikum í Kaplakrika árið 2011, í samstarfi við X-ið 977, þar sem margar af frægustu hljómsveitum landsins stigu á stokk. LUV-sjóðurinn hefur meðal annars styrkt Hjartaheill og Barnaspítala Hringsins. Í ár mun sjóðurinn styrkja Ljónshjarta, stuðningsfélag fyrir ekkjur, ekkla, börn þeirra og aðstandendur. Hægt er að nálgast lagið hér en lagið kostar litlar 499 krónur. Tónlist Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson hefur gefið út lagið Sakna þín í minningu frænda síns, Hermanns Fannars Valgarðssonar, sem lést langt fyrir aldur fram í nóvember árið 2011. Allur ágóði af laginu rennur í LUV-sjóðinn, minningarsjóð um Hermann Fannar. Lagið kom upphaflega út á plötu Jóns, Wait for Fate, árið 2011 undir heitinu Miss you. Nú gefur Jón það hins vegar út á íslensku. LUV-sjóðurinn var stofnaður til minningar um Hermann Fannar. Markmið sjóðsins er að styðja við bakið á góðum málefnum. Hópurinn á bak við sjóðinn hefur staðið fyrir ýmsum uppákomum á síðustu árum meðal annars risatónleikum í Kaplakrika árið 2011, í samstarfi við X-ið 977, þar sem margar af frægustu hljómsveitum landsins stigu á stokk. LUV-sjóðurinn hefur meðal annars styrkt Hjartaheill og Barnaspítala Hringsins. Í ár mun sjóðurinn styrkja Ljónshjarta, stuðningsfélag fyrir ekkjur, ekkla, börn þeirra og aðstandendur. Hægt er að nálgast lagið hér en lagið kostar litlar 499 krónur.
Tónlist Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira