Innlent

Meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna vill draga aðildarumsókn til baka

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Sjálfstæðismenn vilja draga aðildarumsóknina tilbaka.
Sjálfstæðismenn vilja draga aðildarumsóknina tilbaka.
Afgerandi meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna styður tillögu um að leggja til þingsályktunartillögur þar sem aðildarumsókn Íslands í ESB verði dregin tilbaka.

Þetta kom fram á þingflokksfundi flokksins í dag sem hófst í dag klukkan tvö og stóð yfir í um klukkustund.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðismanna, staðfesti að afgerandi meirihluti hafi verið fylgjandi tillögunni.

Að minnsta kosti þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir því að klára aðildarviðræðurnar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokksins, situr í stjórn Sjálfstæðra Evrópumanna. Vilhjálmur Bjarnason hefur lýst yfir því að hann telji hagsmunum Íslands betur borgið innan ESB og Brynjar Níelsson vill ljúka aðildarviðræðum.

Í hádeginu fundaði félag Sjálfstæðra Evrópumanna og í ályktun fundarins kom fram að félagsmenn telja mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki „viðskila við aðila vinnumarkaðarins í þessu stóra máli“ auk þess sem skorað var á stjórnvöld að taka ekki ákvörðun um Evrópusambandsaðild fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar liggur fyrir.

Vísir sagði frá fundi þingflokksins og umræðuefni hans fyrr í dag.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrum menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, hefur tjáð sig um málið á Twitter, eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×