McIlroy og Stenson úr leik á heimsmótinu í holukeppni Kári Hinriksson skrifar 20. febrúar 2014 23:04 Stenson slær upp úr glompu á 15. holu í dag. Vísir/AP Rickie Fowler skartaði nýrri hárgreiðslu í dag og mætir Sergio Garcia á morgunVisir/AP Öðrum keppnisdegi á heimsmótinu í holukeppni var að ljúka rétt í þessu en 32 manna úrslit voru spiluð út í dag á Dove Mountain vellinum í Arizona. Hæst ber að nefna að tvö stærstu nöfnin í mótinu duttu út í dag en bæði Rory McIlroy og Henrik Stenson töpuðu sínum leikjum gegn Harry English og Louis Oosthuizen. Margar áhugaverðar viðureignir einnig fóru fram eins og alltaf þegar að þetta skemmtilega mót fer fram en Sergio Garcia var fyrsti kylfingur dagsins til þess að tryggja sig áfram í 16 manna úrslit með því að leggja fyrrum FedEx meistarann Bill Haas 3/1. Garcia býður þó erfitt verkefni fyrir höndum í næstu umferð en hann leikur við ungstirnið Rickie Fowler sem sigraði einn besta kylfing PGA mótaraðarinnar á þessu ári, Jimmy Walker, í leik sem endaði ekki fyrr en á 18. holu. Eitt er víst að augu margra golfáhugamanna eiga eftir að vera á leik Garcia og Fowler á morgunn en báðir kylfingar spila sókndjarft og skemmtilegt golf.Spieth var í miklu stuði í dag.Visir/APSpieth til alls líklegur Einn efnilegasti kylfingur heims, Jordan Spieth, hafði sigur gegn reynsluboltanum Thomas Björn og virðist vera til alls líklegur á næstu dögum. Spieth er aðeins 20 ára gamall en hefur vakið verðskuldaða athygli á PGA mótaröðinni undanfarið ár fyrir frammistöðu sína. Hann virkaði bjartsýnn á framhaldið í mótinu í viðtali við Golf Channel eftir sigurinn í dag. „Ég átti mjög þægilegan dag, var nokkra undir á meðan að Thomas var ekki alveg að sýna sitt besta golf. Ég hef töluverða reynslu af holukeppnisfyrirkomulaginu síðan að ég spilaði í háskólagolfinu og hún er að hjálpa mér, núna er málið bara að einbeita sér að næsta leik, hann verður örugglega skemmtilegur.“ Þá voru einnig mörg önnur stór nöfn sem komust áfram í dag, Bubba Watson sigraði Svíann Jonas Blixt 2/0, sigurvegari síðasta árs, Matt Kuchar, sigraði Ryan More í spennandi leik 1/0 ásamt því að Webb Simpson sigraði góðan félaga sinn, Brandt Snedeker örugglega 4/3. Graeme McDowell fór einnig áfram í næstu umferð eftir að honum tókst að snúa nánast töpuðum leik sér í vil á lokaholunum gegn japanska kylfingnum Hideki Matsuyama en hann slapp einnig með skrekkinn í fyrstu umferðinni gegn Gary Woodland. Í síðasta leik dagsins áttust Justin Rose og Ernie Els við í mögnuðum leik sem kláraðist ekki fyrr en á 20 holu eftir að Els hafði fengið tvo fugla í röð. Mótið er að sjálfsögðu sýnt á Golfstöðinni og hefst útsending frá þriðja degi á morgun klukkan 19:00.Í 16 manna úrslitum mætast:Í Bobby Jones riðlinum: Webb Simpson og Louis Oosthuizen George Coetzee og Jason DayÍ Ben Hogan riðlinum: Jim Furyk og Harry English Sergio Garcia og Rickie FowlerÍ Sam Snead riðlinum: Graeme McDowell og Hunter Mahan Bubba Watson og Victor DubuissonÍ Gary Player riðlinum: Matt Kuchar og Jordan Spieth Jason Dufner og Ernie Els Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Rickie Fowler skartaði nýrri hárgreiðslu í dag og mætir Sergio Garcia á morgunVisir/AP Öðrum keppnisdegi á heimsmótinu í holukeppni var að ljúka rétt í þessu en 32 manna úrslit voru spiluð út í dag á Dove Mountain vellinum í Arizona. Hæst ber að nefna að tvö stærstu nöfnin í mótinu duttu út í dag en bæði Rory McIlroy og Henrik Stenson töpuðu sínum leikjum gegn Harry English og Louis Oosthuizen. Margar áhugaverðar viðureignir einnig fóru fram eins og alltaf þegar að þetta skemmtilega mót fer fram en Sergio Garcia var fyrsti kylfingur dagsins til þess að tryggja sig áfram í 16 manna úrslit með því að leggja fyrrum FedEx meistarann Bill Haas 3/1. Garcia býður þó erfitt verkefni fyrir höndum í næstu umferð en hann leikur við ungstirnið Rickie Fowler sem sigraði einn besta kylfing PGA mótaraðarinnar á þessu ári, Jimmy Walker, í leik sem endaði ekki fyrr en á 18. holu. Eitt er víst að augu margra golfáhugamanna eiga eftir að vera á leik Garcia og Fowler á morgunn en báðir kylfingar spila sókndjarft og skemmtilegt golf.Spieth var í miklu stuði í dag.Visir/APSpieth til alls líklegur Einn efnilegasti kylfingur heims, Jordan Spieth, hafði sigur gegn reynsluboltanum Thomas Björn og virðist vera til alls líklegur á næstu dögum. Spieth er aðeins 20 ára gamall en hefur vakið verðskuldaða athygli á PGA mótaröðinni undanfarið ár fyrir frammistöðu sína. Hann virkaði bjartsýnn á framhaldið í mótinu í viðtali við Golf Channel eftir sigurinn í dag. „Ég átti mjög þægilegan dag, var nokkra undir á meðan að Thomas var ekki alveg að sýna sitt besta golf. Ég hef töluverða reynslu af holukeppnisfyrirkomulaginu síðan að ég spilaði í háskólagolfinu og hún er að hjálpa mér, núna er málið bara að einbeita sér að næsta leik, hann verður örugglega skemmtilegur.“ Þá voru einnig mörg önnur stór nöfn sem komust áfram í dag, Bubba Watson sigraði Svíann Jonas Blixt 2/0, sigurvegari síðasta árs, Matt Kuchar, sigraði Ryan More í spennandi leik 1/0 ásamt því að Webb Simpson sigraði góðan félaga sinn, Brandt Snedeker örugglega 4/3. Graeme McDowell fór einnig áfram í næstu umferð eftir að honum tókst að snúa nánast töpuðum leik sér í vil á lokaholunum gegn japanska kylfingnum Hideki Matsuyama en hann slapp einnig með skrekkinn í fyrstu umferðinni gegn Gary Woodland. Í síðasta leik dagsins áttust Justin Rose og Ernie Els við í mögnuðum leik sem kláraðist ekki fyrr en á 20 holu eftir að Els hafði fengið tvo fugla í röð. Mótið er að sjálfsögðu sýnt á Golfstöðinni og hefst útsending frá þriðja degi á morgun klukkan 19:00.Í 16 manna úrslitum mætast:Í Bobby Jones riðlinum: Webb Simpson og Louis Oosthuizen George Coetzee og Jason DayÍ Ben Hogan riðlinum: Jim Furyk og Harry English Sergio Garcia og Rickie FowlerÍ Sam Snead riðlinum: Graeme McDowell og Hunter Mahan Bubba Watson og Victor DubuissonÍ Gary Player riðlinum: Matt Kuchar og Jordan Spieth Jason Dufner og Ernie Els
Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira