„Fræðimenn eru ekki vandamálið - frekar stjórnmálamennirnir“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. febrúar 2014 15:44 Baldur rannsakar nú alþjóðasamskipti Íslands á miðöldum og segist viss um að verða ekki fyrir skítkasti vegna þess. Það mætti helst ætla af ummælum ráðamanna að helsta vandamálið sé málflutningur fræðimanna. En vanamálið er miklu frekar málflutningur stjórnmálamanna,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Skoðanir Baldurs voru gerðar að umtalsefni á Alþingi í dag, þegar rætt var Evrópuskýrslu Alþjóðamálastofnunar, unnin að beiðni Samtaka Atvinnulífsins, Viðskiptaráði og Alþýðisambandi Íslands.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Árni Páll Árnasonræddu um skýrslu Alþjóðamálastofnunar og hvort hana ætti að ræða í þinginu þegar hún kemur út, eins og Vísir fjallaði um fyrr í dag. Árni Páll gagnrýndi þá orð Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra sem lét eftirfarandi orð falla í samtali við fréttastofu Bylgjunnar og Vísis: „Ég get ekki séð að sú skýrsla hafi nokkur áhrif á það sem við erum að gera enda er sú skýrsla pöntuð af fylgjendum ESB.“Kemur ekki nálægt vinnu skýrslunnar Sigmundur tók í svipaðan streng á þinginu í dag og beindi orðum sínum að skoðunum Baldurs: „Þegar menn blanda sér í þjóðmálaumræðuna og hafa sterkar skoðanir á pólitískum málefnum er að sjálfsögðu eðlilegt að þeir sem ekki eru sömu skoðunar bregðist við því, það hlýtur að vera eðlilegt að menn geti rökrætt. Af því að hæstvirtur þingmaður sér ástæðu til að setja sérstaklega út á það að ég skuli nefna hér að ákveðnir menn í háskólanum hafi tilteknar skoðanir skýtur það skökku við, sérstaklega í þessu tilviki þar sem um er að ræða núverandi, eða að minnsta kosti fyrrverandi, varaþingmann Samfylkingarinnar sem hefur ekki farið leynt með skoðanir sínar, hvorki í umræðu almennt í samfélaginu né í þessum ræðustól." Baldri þykir sérstakt að nafn sitt beri á góma þegar skýrsla Alþjóðamálstofnunar er rædd. „Mér finnst sérstakt að ég nafn mitt sé tengt við þessa skýrslu og Alþjóðamálstofnun. Það eru tvö og hálft ár síðan ég hætti sem stjórnarformaður Alþjóðamálastofnunar og ég kem ekkert nálægt þessari skýrslu. Ekki að ég sé að forðast að vinna við skýrsluna, ég er bara að vinna í öðru“ útskýrir Baldur og heldur áfram: „Ég er að rannsaka alþjóðasamskipti Íslands á miðöldum. Ég veit að ég á ekki hættu á að lenda í skítkasti útaf því,“ segir Baldur. Afstaða forsætisráðherra til fræðimanna hefur verið mikið rædd að undanförnu, meðal annars á Alþingi í morgun. „Okkur virðist vera algjörlega fyrirmunað að kafa djúpt í málefnin og ræða þau til hlítar. Þetta endar alltaf í einhverjum persónulegum árásum.“ Fyrirframgefnar niðurstöðurBaldri þykir ummæli ráðamanna um skýrslu Alþjóðamálastofnunar ekki bera vott um vilja til heilbrigðra skoðanaskipta. „Þeir eru búnir að gefa sér niðurstöður fyrirfram. Þeir gefa sér það hverjir séu að vinna að henni, án þess að vita það í raun. Ég velti því fyrir mér af hverju þeir eru að þessu. Mér dettur helst í hug að þeir séu að reyna að drepa umræðunni á dreif, til þess að forðast að kafað sé djúpt í skýrslu Hagfræðistofnunar, þar sem margt merkilegt kemur fram.“Umræðan og ummæli sem ná ekki nokkurri átt Umræðan um skýrslu Hagfræðistofnunnar þótti Baldri sérstök. „Skýrslunni var lekið í Morgunblaðið sem virðist hafa átt að stýra umræðunni um hana. Þar virðist bara átt að ræða um hana á algjörum áróðursnótum. En ég myndi vilja ræða hana ítarlega og forðast að hafa umræðuna í fyrirsagnastíl,“ segir Baldur. „En málaflutningurinn er þannig að mönnum virðist vera alveg sama um hvort þeir hafi einhver rök á bakvið það sem þeir segja. Eins og þetta að halda að ég hafi eitthvað að gera með skýrslu Alþjóðamálastofnunar, eða ummæli utanríkisráðherra um Úkraínu. Þau ummæli voru í raun ótrúleg, þau ná ekki nokkurri átt. Þess vegna segi ég að vandamálið sé ekki fræðimennirnir heldur miklu frekar stjórnmálamennirnir. Tengdar fréttir Reynt að mæta lýðræðishalla „Að sama skapi hafa áhrif þjóðþinga aðildarríkja Evrópusambandsins farið stöðugt vaxandi,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um aðildarviðræður Íslands og ESB. 18. febrúar 2014 10:27 Segir stöðu Íslands gagnvart ESB ljósari en áður Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir lítið af nýjum upplýsingum í Evrópuskýrslu Hagfræðistofnunar. 18. febrúar 2014 13:37 ESB ekki að hjálpa Úkraínu Gunnar Bragi Sveinsson telur að ástandið í Úkraínu og efnhagsástand Miðjarðarhafsríkja megi rekja til aðgerða Evrópusambandsins. 19. febrúar 2014 17:23 „Þingmenn Framsóknarflokksins eru á Fésbók að gorta sig“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er æfur vegna þess að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið lak í fjölmiðla. 18. febrúar 2014 14:17 Dæmi um undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni „Hins vegar hafa fengist tímabundnar undanþágur og í sumum tilfellum hefur tekist að fá fram breytingar í löggjöf sambandsins til að eiga við sérstök vandamál," segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um stöðu aðildarviðræðna við ESB. 18. febrúar 2014 10:03 Krefjast þess að Gunnar Bragi biðjist afsökunar Ungir Evrópusinnar krefjast þess að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, biðjist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Alþingi í gær. 20. febrúar 2014 13:53 Evrópuskýrslan til umræðu á Alþingi í dag Þingfundur hefst kl. 15. 19. febrúar 2014 10:56 Verðbólga lækkar við inngöngu í ESB Við inngöngu í Evrópusambandið hafa ríki sem glímt hafa við háa verðbólgu náð tökum á henni. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunnar HÍ um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins 18. febrúar 2014 11:56 „Samband fullvalda ríkja“ Aðildarríkin hafa síðasta orðið um hvaða vald er framselt stofnunum ESB 18. febrúar 2014 15:11 „Þetta krossfaratal hæstvirts forsætisráðherra er honum ekki sæmandi“ Forsætisráðherra sagði, á Alþingi í morgun, að sjálfsagt væri ræða Evrópuskýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ þegar hún verður tilbúin. Hann bætti við: „Við þekkjum í sjálfu sér skoðanir þeirra sem vinna að þeirri skýrslu.“ 20. febrúar 2014 11:35 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Það mætti helst ætla af ummælum ráðamanna að helsta vandamálið sé málflutningur fræðimanna. En vanamálið er miklu frekar málflutningur stjórnmálamanna,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Skoðanir Baldurs voru gerðar að umtalsefni á Alþingi í dag, þegar rætt var Evrópuskýrslu Alþjóðamálastofnunar, unnin að beiðni Samtaka Atvinnulífsins, Viðskiptaráði og Alþýðisambandi Íslands.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Árni Páll Árnasonræddu um skýrslu Alþjóðamálastofnunar og hvort hana ætti að ræða í þinginu þegar hún kemur út, eins og Vísir fjallaði um fyrr í dag. Árni Páll gagnrýndi þá orð Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra sem lét eftirfarandi orð falla í samtali við fréttastofu Bylgjunnar og Vísis: „Ég get ekki séð að sú skýrsla hafi nokkur áhrif á það sem við erum að gera enda er sú skýrsla pöntuð af fylgjendum ESB.“Kemur ekki nálægt vinnu skýrslunnar Sigmundur tók í svipaðan streng á þinginu í dag og beindi orðum sínum að skoðunum Baldurs: „Þegar menn blanda sér í þjóðmálaumræðuna og hafa sterkar skoðanir á pólitískum málefnum er að sjálfsögðu eðlilegt að þeir sem ekki eru sömu skoðunar bregðist við því, það hlýtur að vera eðlilegt að menn geti rökrætt. Af því að hæstvirtur þingmaður sér ástæðu til að setja sérstaklega út á það að ég skuli nefna hér að ákveðnir menn í háskólanum hafi tilteknar skoðanir skýtur það skökku við, sérstaklega í þessu tilviki þar sem um er að ræða núverandi, eða að minnsta kosti fyrrverandi, varaþingmann Samfylkingarinnar sem hefur ekki farið leynt með skoðanir sínar, hvorki í umræðu almennt í samfélaginu né í þessum ræðustól." Baldri þykir sérstakt að nafn sitt beri á góma þegar skýrsla Alþjóðamálstofnunar er rædd. „Mér finnst sérstakt að ég nafn mitt sé tengt við þessa skýrslu og Alþjóðamálstofnun. Það eru tvö og hálft ár síðan ég hætti sem stjórnarformaður Alþjóðamálastofnunar og ég kem ekkert nálægt þessari skýrslu. Ekki að ég sé að forðast að vinna við skýrsluna, ég er bara að vinna í öðru“ útskýrir Baldur og heldur áfram: „Ég er að rannsaka alþjóðasamskipti Íslands á miðöldum. Ég veit að ég á ekki hættu á að lenda í skítkasti útaf því,“ segir Baldur. Afstaða forsætisráðherra til fræðimanna hefur verið mikið rædd að undanförnu, meðal annars á Alþingi í morgun. „Okkur virðist vera algjörlega fyrirmunað að kafa djúpt í málefnin og ræða þau til hlítar. Þetta endar alltaf í einhverjum persónulegum árásum.“ Fyrirframgefnar niðurstöðurBaldri þykir ummæli ráðamanna um skýrslu Alþjóðamálastofnunar ekki bera vott um vilja til heilbrigðra skoðanaskipta. „Þeir eru búnir að gefa sér niðurstöður fyrirfram. Þeir gefa sér það hverjir séu að vinna að henni, án þess að vita það í raun. Ég velti því fyrir mér af hverju þeir eru að þessu. Mér dettur helst í hug að þeir séu að reyna að drepa umræðunni á dreif, til þess að forðast að kafað sé djúpt í skýrslu Hagfræðistofnunar, þar sem margt merkilegt kemur fram.“Umræðan og ummæli sem ná ekki nokkurri átt Umræðan um skýrslu Hagfræðistofnunnar þótti Baldri sérstök. „Skýrslunni var lekið í Morgunblaðið sem virðist hafa átt að stýra umræðunni um hana. Þar virðist bara átt að ræða um hana á algjörum áróðursnótum. En ég myndi vilja ræða hana ítarlega og forðast að hafa umræðuna í fyrirsagnastíl,“ segir Baldur. „En málaflutningurinn er þannig að mönnum virðist vera alveg sama um hvort þeir hafi einhver rök á bakvið það sem þeir segja. Eins og þetta að halda að ég hafi eitthvað að gera með skýrslu Alþjóðamálastofnunar, eða ummæli utanríkisráðherra um Úkraínu. Þau ummæli voru í raun ótrúleg, þau ná ekki nokkurri átt. Þess vegna segi ég að vandamálið sé ekki fræðimennirnir heldur miklu frekar stjórnmálamennirnir.
Tengdar fréttir Reynt að mæta lýðræðishalla „Að sama skapi hafa áhrif þjóðþinga aðildarríkja Evrópusambandsins farið stöðugt vaxandi,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um aðildarviðræður Íslands og ESB. 18. febrúar 2014 10:27 Segir stöðu Íslands gagnvart ESB ljósari en áður Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir lítið af nýjum upplýsingum í Evrópuskýrslu Hagfræðistofnunar. 18. febrúar 2014 13:37 ESB ekki að hjálpa Úkraínu Gunnar Bragi Sveinsson telur að ástandið í Úkraínu og efnhagsástand Miðjarðarhafsríkja megi rekja til aðgerða Evrópusambandsins. 19. febrúar 2014 17:23 „Þingmenn Framsóknarflokksins eru á Fésbók að gorta sig“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er æfur vegna þess að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið lak í fjölmiðla. 18. febrúar 2014 14:17 Dæmi um undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni „Hins vegar hafa fengist tímabundnar undanþágur og í sumum tilfellum hefur tekist að fá fram breytingar í löggjöf sambandsins til að eiga við sérstök vandamál," segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um stöðu aðildarviðræðna við ESB. 18. febrúar 2014 10:03 Krefjast þess að Gunnar Bragi biðjist afsökunar Ungir Evrópusinnar krefjast þess að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, biðjist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Alþingi í gær. 20. febrúar 2014 13:53 Evrópuskýrslan til umræðu á Alþingi í dag Þingfundur hefst kl. 15. 19. febrúar 2014 10:56 Verðbólga lækkar við inngöngu í ESB Við inngöngu í Evrópusambandið hafa ríki sem glímt hafa við háa verðbólgu náð tökum á henni. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunnar HÍ um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins 18. febrúar 2014 11:56 „Samband fullvalda ríkja“ Aðildarríkin hafa síðasta orðið um hvaða vald er framselt stofnunum ESB 18. febrúar 2014 15:11 „Þetta krossfaratal hæstvirts forsætisráðherra er honum ekki sæmandi“ Forsætisráðherra sagði, á Alþingi í morgun, að sjálfsagt væri ræða Evrópuskýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ þegar hún verður tilbúin. Hann bætti við: „Við þekkjum í sjálfu sér skoðanir þeirra sem vinna að þeirri skýrslu.“ 20. febrúar 2014 11:35 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Reynt að mæta lýðræðishalla „Að sama skapi hafa áhrif þjóðþinga aðildarríkja Evrópusambandsins farið stöðugt vaxandi,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um aðildarviðræður Íslands og ESB. 18. febrúar 2014 10:27
Segir stöðu Íslands gagnvart ESB ljósari en áður Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir lítið af nýjum upplýsingum í Evrópuskýrslu Hagfræðistofnunar. 18. febrúar 2014 13:37
ESB ekki að hjálpa Úkraínu Gunnar Bragi Sveinsson telur að ástandið í Úkraínu og efnhagsástand Miðjarðarhafsríkja megi rekja til aðgerða Evrópusambandsins. 19. febrúar 2014 17:23
„Þingmenn Framsóknarflokksins eru á Fésbók að gorta sig“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er æfur vegna þess að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið lak í fjölmiðla. 18. febrúar 2014 14:17
Dæmi um undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni „Hins vegar hafa fengist tímabundnar undanþágur og í sumum tilfellum hefur tekist að fá fram breytingar í löggjöf sambandsins til að eiga við sérstök vandamál," segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um stöðu aðildarviðræðna við ESB. 18. febrúar 2014 10:03
Krefjast þess að Gunnar Bragi biðjist afsökunar Ungir Evrópusinnar krefjast þess að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, biðjist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Alþingi í gær. 20. febrúar 2014 13:53
Verðbólga lækkar við inngöngu í ESB Við inngöngu í Evrópusambandið hafa ríki sem glímt hafa við háa verðbólgu náð tökum á henni. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunnar HÍ um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins 18. febrúar 2014 11:56
„Samband fullvalda ríkja“ Aðildarríkin hafa síðasta orðið um hvaða vald er framselt stofnunum ESB 18. febrúar 2014 15:11
„Þetta krossfaratal hæstvirts forsætisráðherra er honum ekki sæmandi“ Forsætisráðherra sagði, á Alþingi í morgun, að sjálfsagt væri ræða Evrópuskýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ þegar hún verður tilbúin. Hann bætti við: „Við þekkjum í sjálfu sér skoðanir þeirra sem vinna að þeirri skýrslu.“ 20. febrúar 2014 11:35