„Þetta krossfaratal hæstvirts forsætisráðherra er honum ekki sæmandi“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. febrúar 2014 11:35 Árni Páll, Sigmundur Davíð og Guðmundur tókust á í þinginu í morgun. „Ég verð að lýsa vonbrigðum með það að virðulegur forsætisráðherra noti tækifærið og haldi áfram að vega að háskólasamfélaginu,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, rétt í þessu á þingi. Í óundirbúnum fyrirspurnum beindi Árni spurningum til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Árni gagnrýndi orð Gunnars Braga Sveinssonar um skýrslu sem Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Viðskiptaráð hafa beðið Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands að vinna um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Og lagði til að sú skýrsla yrði rædd eins og rætt hefur verið um skýrslu Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands, unnin að beiðni ríkisstjórnarinnar. Sigmundur Davíð svaraði Árna Páli: „Það kann að vera að niðurstaða skýrslunnar sem verið er að vinna fyrir fyrrgreind samtök feli eitthvað annað í sér,“ og ber þá skýrsluna sem Alþjóðamálastofnun vinnur nú við skýrslu hagfræðistofnunnar. Sigmundur sagðist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að skýrsla Alþjóðamálastofnunar yrði rædd á þingi. Sigmundur vék svo orðum sínum að skoðunum fræðimanna Alþjóðamálastofnunnar: „Við þekkjum í sjálfu sér skoðanir þeirra sem vinna að þeirri skýrslu.“ Þessi ummæli Sigmundar vöktu upp sterk viðbrögð. Árni Páll svaraði um hæl: „Þetta krossfaratal hæstvirts forsætisráðherra er honum ekki sæmandi.“ Guðmundur Steingrímsson blandaði sér í umræðuna og lagði til að umræðuhefðin yrði bætt: „Mér finnst ekki rétt að gera því í skóna að prófessorar sem hafa stundað rannsóknir á landbúnaðarmálum að undanförnu og birt þær rannsóknir í blöðum, séu í krossferð.“ Guðmundur hélt áfram: „Mér finnst ekki rétt að gefa í skyn að á Viðskiptaþingi sé fólk sem vilji selja landið. Mér finnst ekki rétt að segja við Samtök atvinnulífsins að þau eigi að stofna bloggsíðu. Mér finnst ekki rétt að skammast við greiningu og upplýsingu, til dæmis frá Seðlabankanum og gera lítið úr væntanlegri greiningu Alþjóðamálastofnunar Háskólans.“ Sigmundur sagði engar heilagar kýr mega vera í rökræðu. „Þeir hljóta að mega ræða um afstöðu manna, sama hvar þeir vinna. Ef menn ætla raunverulega að standa að rökræðu í samfélaginu, þá mega ekki vera neinar heilagar kýr.“ Ef að viðkomandi setur fram skoðanir sem eru jafnvel illa rökstuddar, jafnvel með rangfærslur, þá er eðlilegt að benda á það, sama þótt viðkomandi starfi í háskóla,“ sagði forsætisráðherra. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Sjá meira
„Ég verð að lýsa vonbrigðum með það að virðulegur forsætisráðherra noti tækifærið og haldi áfram að vega að háskólasamfélaginu,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, rétt í þessu á þingi. Í óundirbúnum fyrirspurnum beindi Árni spurningum til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Árni gagnrýndi orð Gunnars Braga Sveinssonar um skýrslu sem Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Viðskiptaráð hafa beðið Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands að vinna um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Og lagði til að sú skýrsla yrði rædd eins og rætt hefur verið um skýrslu Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands, unnin að beiðni ríkisstjórnarinnar. Sigmundur Davíð svaraði Árna Páli: „Það kann að vera að niðurstaða skýrslunnar sem verið er að vinna fyrir fyrrgreind samtök feli eitthvað annað í sér,“ og ber þá skýrsluna sem Alþjóðamálastofnun vinnur nú við skýrslu hagfræðistofnunnar. Sigmundur sagðist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að skýrsla Alþjóðamálastofnunar yrði rædd á þingi. Sigmundur vék svo orðum sínum að skoðunum fræðimanna Alþjóðamálastofnunnar: „Við þekkjum í sjálfu sér skoðanir þeirra sem vinna að þeirri skýrslu.“ Þessi ummæli Sigmundar vöktu upp sterk viðbrögð. Árni Páll svaraði um hæl: „Þetta krossfaratal hæstvirts forsætisráðherra er honum ekki sæmandi.“ Guðmundur Steingrímsson blandaði sér í umræðuna og lagði til að umræðuhefðin yrði bætt: „Mér finnst ekki rétt að gera því í skóna að prófessorar sem hafa stundað rannsóknir á landbúnaðarmálum að undanförnu og birt þær rannsóknir í blöðum, séu í krossferð.“ Guðmundur hélt áfram: „Mér finnst ekki rétt að gefa í skyn að á Viðskiptaþingi sé fólk sem vilji selja landið. Mér finnst ekki rétt að segja við Samtök atvinnulífsins að þau eigi að stofna bloggsíðu. Mér finnst ekki rétt að skammast við greiningu og upplýsingu, til dæmis frá Seðlabankanum og gera lítið úr væntanlegri greiningu Alþjóðamálastofnunar Háskólans.“ Sigmundur sagði engar heilagar kýr mega vera í rökræðu. „Þeir hljóta að mega ræða um afstöðu manna, sama hvar þeir vinna. Ef menn ætla raunverulega að standa að rökræðu í samfélaginu, þá mega ekki vera neinar heilagar kýr.“ Ef að viðkomandi setur fram skoðanir sem eru jafnvel illa rökstuddar, jafnvel með rangfærslur, þá er eðlilegt að benda á það, sama þótt viðkomandi starfi í háskóla,“ sagði forsætisráðherra.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Sjá meira