Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 9. mars 2014 19:45 Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. Ráðamenn telja fiskeldið geta orðið verulega lyftistöng fyrir svæðið. HG hefur stundað þorskeldi í Ísafjarðardjúpi um tólf ára skeið. Eftir þá reynslu telja þeir að framtíðin liggi fremur í eldi laxfiska. Nauðsynleg leyfi eru hins vegar ekki afgreidd með hraði. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Kristján Jóakimsson, verkefnisstjóri fiskeldis hjá HG, að fyrirtækið hafi farið formlega af stað í lok árs 2011 með umsóknir fyrir leyfi fyrir eldi laxfiska. Það hefur hins vegar gengið hægt að fá niðurstöðu. „Stjórnsýslan virðist vera svona illa í stakk búin með að takast á við svona verkefni,“ segir Kristján. Fyrirtækið horfir nú til þess góða árangurs sem Dýrfiskur hefur náð á Dýrafirði við eldi regnbogasilungs. Kristján segir HG núna hafa tekið þann pól í hæðina að einbeita sér að því að fá leyfi fyrir regnboganum fyrst um sinn. Markmiðið er samt sem áður að fara síðar í laxeldið.Vinnsluhús og skrifstofur Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrirtækið hefur fundað um áform sín með íbúum, hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu, rækjuveiðum og veiðiréttarhöfum. „Við viljum umgangast umhverfi okkar af nærgætni. Þannig eru okkar áform jafnframt að reyna að byggja upp umhverfisvænt eldi, sem yrði markaðssett sem slíkt.” Kristján segir fiskeldi geta skapað tugi nýrra starfa í fyrirtækinu, þarna liggi eitt stærsta tækifæri Vestfjarða. „Við teljum að þetta geti orðið veruleg lyftistöng fyrir svæðið hérna. Við sjáum þetta bara strax í dag á suðurfjörðunum hverju þetta er að skila í formi íbúaþróunar og atvinnustarfsemi,” segir Kristján Jóakimsson. Tengdar fréttir Íbúum Ísafjarðar fækkaði um 4% Mesta fólksfækkun á landinu á síðasta ári varð á norðanverðum Vestfjörðum. 6. mars 2014 18:58 Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal. 3. júní 2013 18:45 Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. Ráðamenn telja fiskeldið geta orðið verulega lyftistöng fyrir svæðið. HG hefur stundað þorskeldi í Ísafjarðardjúpi um tólf ára skeið. Eftir þá reynslu telja þeir að framtíðin liggi fremur í eldi laxfiska. Nauðsynleg leyfi eru hins vegar ekki afgreidd með hraði. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Kristján Jóakimsson, verkefnisstjóri fiskeldis hjá HG, að fyrirtækið hafi farið formlega af stað í lok árs 2011 með umsóknir fyrir leyfi fyrir eldi laxfiska. Það hefur hins vegar gengið hægt að fá niðurstöðu. „Stjórnsýslan virðist vera svona illa í stakk búin með að takast á við svona verkefni,“ segir Kristján. Fyrirtækið horfir nú til þess góða árangurs sem Dýrfiskur hefur náð á Dýrafirði við eldi regnbogasilungs. Kristján segir HG núna hafa tekið þann pól í hæðina að einbeita sér að því að fá leyfi fyrir regnboganum fyrst um sinn. Markmiðið er samt sem áður að fara síðar í laxeldið.Vinnsluhús og skrifstofur Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrirtækið hefur fundað um áform sín með íbúum, hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu, rækjuveiðum og veiðiréttarhöfum. „Við viljum umgangast umhverfi okkar af nærgætni. Þannig eru okkar áform jafnframt að reyna að byggja upp umhverfisvænt eldi, sem yrði markaðssett sem slíkt.” Kristján segir fiskeldi geta skapað tugi nýrra starfa í fyrirtækinu, þarna liggi eitt stærsta tækifæri Vestfjarða. „Við teljum að þetta geti orðið veruleg lyftistöng fyrir svæðið hérna. Við sjáum þetta bara strax í dag á suðurfjörðunum hverju þetta er að skila í formi íbúaþróunar og atvinnustarfsemi,” segir Kristján Jóakimsson.
Tengdar fréttir Íbúum Ísafjarðar fækkaði um 4% Mesta fólksfækkun á landinu á síðasta ári varð á norðanverðum Vestfjörðum. 6. mars 2014 18:58 Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal. 3. júní 2013 18:45 Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Íbúum Ísafjarðar fækkaði um 4% Mesta fólksfækkun á landinu á síðasta ári varð á norðanverðum Vestfjörðum. 6. mars 2014 18:58
Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal. 3. júní 2013 18:45
Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21