Innlent

Boðað til mótmæla á Austurvelli

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
VÍSIR/VALLI
Hópurinn Við viljum kjósa – vor14 hefur boðað til mótmæla á Austurvelli klukkan 15.00 í dag. Rúmlega 2.500 manns hafa boðað komu sína á mótmælin.

„Við krefjumst þess að ríkisstjórnin standi við gefin loforð um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið eins fljótt og verða má og ekki síðar en á fyrri hluta kjörtímabilsins. Samkvæmt skoðanakönnunum styður yfir 80% íslendinga kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu og 19% kosningabærra manna hafa skrifað undir áskorun þess efnis á vefsíðunni www.thjod.is. Því teljum við að ríkisstjórninni sé ekki stætt á öðru en að verða við þessum kröfum,“ segir í tilkynningu hópsins.

Sif Traustadóttir, fundarstjóri, setur fundinn klukkan 15.00 í dag. Jón Kalman Stefánsson, rithöfundur og Ólafur Stefánsson, handboltamaður, eru meðal þeirra sem taka til máls á fundinum. Þá verða Svavar Knútur og KK með tónlistaratriði. Hægt er að skoða dagskrána á Facebook síðu hópsins Við viljum kjósa.

Við bendum á að hægt er að miðla myndum með Vísi á Instagram og Twitter með því að nota merkinguna #visir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×