Dagskrá Alþingis í algerri óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2014 20:35 Alger óvissa ríkir um dagskrá Alþingis í næstu viku þar sem ekkert samkomulag liggur enn fyrir um hvernig afgreiða eigi þær tillögur sem liggja fyrir varðandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Stjórnarandstaðan segir boltann hjá stjórnarflokkunum. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa ekkert rætt saman í þessari viku til að reyna að ná einhverju samkomulagi um afgreiðslu Evrópumálanna á Alþingi í næstu viku. Fulltrúar þingflokkanna funduðu með forseta Alþingis í dag og eins og er liggur engin dagskrá fyrir fundi Alþingis á mánudag. Þegar forseti kynnti sammkomulag um lok umræðna um skýrslu Hagfræðistofnunnar á fimmtudag í síðustu viku greindi hann frá því að leitað yrði hófana um framgang mála í þeirri viku sem nú er að líða. Eftir fund með þingfloksformönnum í dag sagði hann að dagskrá fyrir þingfund á mánudag lægi ekki fyrir og yrði ekki ákveðin fyrr en í ljós kæmi hvort samkomulag næðist milli formanna flokkanna. „Það liggur alla vega fyrir að boðuð samtöl milli forystumanna flokkanna hafa ekki átt sér stað. Það er föstudagur í dag, það er þingfundur boðaður á mánudaginn. Þannig að við vitum ekki enn þá hvort menn ná eitthvað saman í samræmi við boðaða áætlun. En við auðvitað vonum það. Boltinn er hjá ríkisstjórnarflokkunum,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Stjórnarandstaðan sé sammála forseta um að ákveða ekki dagskrá mánudagsins þegar talið var að umræða um þingsályktun utanríkisráðherra um slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið héldi áfram, fyrr en staðan skýrðist. Eru ekki allar horfur á að það verði mikil átök í næstu viku? „Ég vona ekki. Það hefur verið góð umræða um þessi mál í utanríkismálanefnd og þar hafa menn verið að fara yfir það hvernig best sé að vinna þessi mál. Þar er ríkur vilji sem ég er mjög ánægður með, til þess að taka ekki bara góða umræðu í nefndinni heldur sömuleiðis koma þeim upplýsingum sem koma fram í skýrslunni (Hagfræðistofnunar) til almennings,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður utanríkismálanefndar sem einnig mætti á fund með forseta alþingis í dag í forföllum þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur hefur trú á að samkomulag geti náðst. „Þetta snýst bara um það að forystumenn flokkanna og forystumenn í þinginu komi sér saman um það hvernig best sé að vinna þessi mál. Ég hef fulla trú á að okkur takist að gera það. Ég held að það sé afskaplega ríkur vilji hjá almenningi að við gerum það,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Alger óvissa ríkir um dagskrá Alþingis í næstu viku þar sem ekkert samkomulag liggur enn fyrir um hvernig afgreiða eigi þær tillögur sem liggja fyrir varðandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Stjórnarandstaðan segir boltann hjá stjórnarflokkunum. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa ekkert rætt saman í þessari viku til að reyna að ná einhverju samkomulagi um afgreiðslu Evrópumálanna á Alþingi í næstu viku. Fulltrúar þingflokkanna funduðu með forseta Alþingis í dag og eins og er liggur engin dagskrá fyrir fundi Alþingis á mánudag. Þegar forseti kynnti sammkomulag um lok umræðna um skýrslu Hagfræðistofnunnar á fimmtudag í síðustu viku greindi hann frá því að leitað yrði hófana um framgang mála í þeirri viku sem nú er að líða. Eftir fund með þingfloksformönnum í dag sagði hann að dagskrá fyrir þingfund á mánudag lægi ekki fyrir og yrði ekki ákveðin fyrr en í ljós kæmi hvort samkomulag næðist milli formanna flokkanna. „Það liggur alla vega fyrir að boðuð samtöl milli forystumanna flokkanna hafa ekki átt sér stað. Það er föstudagur í dag, það er þingfundur boðaður á mánudaginn. Þannig að við vitum ekki enn þá hvort menn ná eitthvað saman í samræmi við boðaða áætlun. En við auðvitað vonum það. Boltinn er hjá ríkisstjórnarflokkunum,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Stjórnarandstaðan sé sammála forseta um að ákveða ekki dagskrá mánudagsins þegar talið var að umræða um þingsályktun utanríkisráðherra um slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið héldi áfram, fyrr en staðan skýrðist. Eru ekki allar horfur á að það verði mikil átök í næstu viku? „Ég vona ekki. Það hefur verið góð umræða um þessi mál í utanríkismálanefnd og þar hafa menn verið að fara yfir það hvernig best sé að vinna þessi mál. Þar er ríkur vilji sem ég er mjög ánægður með, til þess að taka ekki bara góða umræðu í nefndinni heldur sömuleiðis koma þeim upplýsingum sem koma fram í skýrslunni (Hagfræðistofnunar) til almennings,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður utanríkismálanefndar sem einnig mætti á fund með forseta alþingis í dag í forföllum þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur hefur trú á að samkomulag geti náðst. „Þetta snýst bara um það að forystumenn flokkanna og forystumenn í þinginu komi sér saman um það hvernig best sé að vinna þessi mál. Ég hef fulla trú á að okkur takist að gera það. Ég held að það sé afskaplega ríkur vilji hjá almenningi að við gerum það,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira