Tónlist

Linkin Park og 30 Seconds To Mars skemmta saman

Mike Shinoda og Chester Bennington úr Linkin Park ásamt Jared Leto og Shannon Leto úr Thirty Seconds To Mars.
Mike Shinoda og Chester Bennington úr Linkin Park ásamt Jared Leto og Shannon Leto úr Thirty Seconds To Mars. vísir/getty
Hljómsveitirnar Linkin Park, 30 Seconds to Mars og AFI fara saman í tónleikaferðalag undir lok sumars. Um er að ræða 25 tónleika ferðalag undir nafninu Carnivores Tour um Bandaríkin og hefst ævintýrið 8. ágúst og stendur til 19. september.

Miðasala á tónleikana hefst á morgun á vefsíðunni Live Nation og á vefsíðum Linkin Park og 30 Seconds To Mars. Hljómsveitin AFI mun þó ekki koma fram á öllum tónleikunum á tónleikaferðalaginu en þó á 23 af 25 tónleikum ferðalagsins.

Hinn hæfileikaríki Jared Leto sem er forsprakki 30 Seconds To Mars segist hlakka mikið til að fara í ferðalagið en hann hlaut á dögunum Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni Dallas Buyers Club.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.