Viðskipti innlent

Kostar sitt að flytja inn Justin Timberlake

Stefán Árni Pálsson skrifar
Justin Timberlake skemmtir á Íslandi í ágúst
Justin Timberlake skemmtir á Íslandi í ágúst Vísir/Getty
Kostnaðurinn við að fá Justin Timberlake til landsins er um 1,5 milljónir dollara eða 170 milljónir íslenskra króna en frá því er greint í Viðskiptablaðinu í dag.

Uppselt er á tónleikana sem fram fara þann 24. ágúst næstkomandi í Kórnum.

16.000 miðar voru í boði á tónleikana og seldust þeir upp á nokkrum mínútum.

Miðað við miðaverðið fær Sena rúmlega 250 milljónir fyrir þá miða sem hafa selst. Ljóst er að kostnaðurinn við tónleikahald af þessari stærðargráðu er mikill.

„Við getum ekki sagt hvað við erum að borga fyrir þetta því það er einfaldlega trúnaðarmál," sagði Ísleifur Þórhallsson í samtali við Viðskiptablaðið í gær.

„Menn þurfa aðeins að hafa í huga að við erum að borga áveðna upphæð til útlanda og hún er mjög drjúgur hluti af innkomunni. Þegar þú ert kominn í úrvalsdeildina, eins og Justin Timberlake, þá er þóknunin reiknuð út frá mögulegum tekjum af tónleikunum," segir Ísleifur í samtali við Viðskiptablaðið.

Ísleifur segir einnig að fyrst hafi verið samið ákveðna lágmarksþóknun eða tryggingu en verði uppselt á tónleikana fær listamaðurinn ákveðna upphæð til viðbótar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×