Segir konur fá verri meðferð við hjartaáfalli en karlar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. mars 2014 13:49 Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir. VÍSIR/DANÍEL Konur eru ólíklegri en karlar á sama aldri til þess að upplifa brjóstverk sem upphafseinkenni hjartaáfalls. Þetta kann að leiða til þess að töf verður á greiningu. Horfur kvenna sem fá hjartaáfall eru almennt verri en karla á sama aldri.Þetta kom fram í rannsókn sem gerð var á árabilinu 1994-2006 og voru niðurstöður rannsóknarinnar kynntar árið 2012. Sambærileg rannsókn hefur ekki verið gerð nýlega. Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir, segir lítið hafa breyst í þessum efnum og telur fræðslu um einkenni hjartaáfalls nauðsynlega. „Konur fá ekki alltaf þessi hefðbundnu einkenni og oft getur verið erfiðara að átta sig á þeim. Konur átta sig oft ekki á því hvað er í gangi og leita því síður til læknis.“ Axel segir einkennin oft mistúlkuð en bendir á að erfiðara sé að greina hjartaáfall ef sjúklingurinn er ekki með brjóstverk og því líklegra að töf verði á greiningu hjá konum. Slík töf getur haft veruleg áhrif á batahorfur. Líklegt er að meðferðartöf geti leitt til stærra hjartavöðvadreps meðal kvennanna og skýri hvers vegna þeim farnaðist ver. Þau einkenni sem konur upplifa, sem ekki fá brjóstverk, eru mæði, magnleysi, ógleði, uppköst, verkir í kjálka og á milli herðablaða. Um 42% kvenna lýstu ekki brjóstverk við komu en 31% karla. Um 15% kvenna með hjartaáfall létust í sjúkrahúslegunni og um 10% karla. Axel greinir frá þessu á heimasíðu sinni.„Rannsóknir sýna að konur hræðast mest krabbamein, og þá einna helst brjóstakrabbamein, en staðreyndin er sú að það eru sex sinnum meiri líkur á hjartasjúkdómum.“ Axel bendir á samtökin GoRed sem hafa það að markmiði að vekja athygli á hjartasjúkdómum kvenna. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Konur eru ólíklegri en karlar á sama aldri til þess að upplifa brjóstverk sem upphafseinkenni hjartaáfalls. Þetta kann að leiða til þess að töf verður á greiningu. Horfur kvenna sem fá hjartaáfall eru almennt verri en karla á sama aldri.Þetta kom fram í rannsókn sem gerð var á árabilinu 1994-2006 og voru niðurstöður rannsóknarinnar kynntar árið 2012. Sambærileg rannsókn hefur ekki verið gerð nýlega. Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir, segir lítið hafa breyst í þessum efnum og telur fræðslu um einkenni hjartaáfalls nauðsynlega. „Konur fá ekki alltaf þessi hefðbundnu einkenni og oft getur verið erfiðara að átta sig á þeim. Konur átta sig oft ekki á því hvað er í gangi og leita því síður til læknis.“ Axel segir einkennin oft mistúlkuð en bendir á að erfiðara sé að greina hjartaáfall ef sjúklingurinn er ekki með brjóstverk og því líklegra að töf verði á greiningu hjá konum. Slík töf getur haft veruleg áhrif á batahorfur. Líklegt er að meðferðartöf geti leitt til stærra hjartavöðvadreps meðal kvennanna og skýri hvers vegna þeim farnaðist ver. Þau einkenni sem konur upplifa, sem ekki fá brjóstverk, eru mæði, magnleysi, ógleði, uppköst, verkir í kjálka og á milli herðablaða. Um 42% kvenna lýstu ekki brjóstverk við komu en 31% karla. Um 15% kvenna með hjartaáfall létust í sjúkrahúslegunni og um 10% karla. Axel greinir frá þessu á heimasíðu sinni.„Rannsóknir sýna að konur hræðast mest krabbamein, og þá einna helst brjóstakrabbamein, en staðreyndin er sú að það eru sex sinnum meiri líkur á hjartasjúkdómum.“ Axel bendir á samtökin GoRed sem hafa það að markmiði að vekja athygli á hjartasjúkdómum kvenna.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira