Viðskipti innlent

Um helmingur landsmanna fylgjandi tollfrjálsum innflutningi

Stefán Árni Pálsson skrifar
fólk á landsbyggðinni vill síður tollfrjálsan innflutning.
fólk á landsbyggðinni vill síður tollfrjálsan innflutning. visir/getty
Um helmingur landsmanna eða 49,8% er fylgjandi því að heimilt verði að flytja inn landbúnaðarvörur án tolla til Íslands,  en þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Viðskiptablaðið lét MMR framkvæmda.

Af þeim sem svöruðu könnunni  voru 31,7% andvígir tollfrjálsum innflutningi landbúnaðarvörum. Af þeim sem tóku afstöðu var 61,1% fylgjandi innflutningi án tolls en 38,9% á móti. Alls var fjöldi þátttakenda 1.013 en svarhlutfall var 90,4%.

Svo virðist sem fólk á landsbyggðinni vilji síður tollfrjálsan innflutning á landbúnaðarvörum en íbúar á höfuðborgarsvæðinu.

59% íbúa á höfuðborgarsvæðinu eru fylgjandi því að tollfrjáls innflutningur landbúnaðarvara verði heimil. 35% íbúa á landsbyggðinni eru fylgjandi tollfrjálsum innflutningi en 45% þeirra eru andvíg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×