Erlent

Lagt til að minnka sykurneyslu um helming

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lagt til ný viðmið í sykurneyslu almennings.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lagt til ný viðmið í sykurneyslu almennings. mynd/stefán
Fólk ætti að minnka sykurneyslu sína um helming ef marka má nýjar leiðbeiningar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.

Í nýjum leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar er lagt til að fólk minnki sykurneyslu sína um helming, úr tíu prósent af heildarorkuinntöku niður fyrir fimm prósent. Í gildandi leiðbeingum kemur fram að sykurneysla fullorðinna í kjörþyngd eigi að vera um það bil 50 grömm á dag eða tólf teskeiðar af sykri. Í því samhengi má benda á að ein lítil dós af Coca Cola inniheldur um 35 grömm af sykri en það er talið sambærilegt magn og er að finna í meðalstórum Cappuccino eða hálfu smjördeigshorni.

Fjölmargar rannsóknir liggja að baki leiðbeiningunum, meðal annars á áhrifum sykurs á offitu og tannskemmdir. Viðmiðið á bæði við um einsykrur, eins og glúkósa og frúktósa, sem og um tvísykrur, eins og strásykur og mjólkursykur.

Dr. Francesco Branca hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sagði að tíu prósenta viðmiðið væri gott viðmið en rannsóknir sýndu nú að fimm prósenta viðmiðið hefði sýnt mun betri árangur og því væri það lagt til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×