Eygló fer ekki til Sotsjí Snærós Sindradóttir skrifar 5. mars 2014 16:16 Íslenski hópurinn er kominn til Sotsjí. Eygló Harðardóttir fer ekki. MYND/Íþróttasamband fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, fer ekki út að fylgjast með Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sotsjí eins og áætlað var. Vísir hefur heimildir fyrir því að Eygló hafi hætt við ferðina í samráði við ráðherra annarra Norðurlanda vegna íhlutunar Rússlands í málefni Úkraínu og ítrekaðra mannréttindabrota Rússa gagnvart samkynhneigðum.Íslensku keppendurnir mættu til Sotsjí í nótt eins og greint var frá á Vísi í dag.Uppfært: Vefur velferðarráðuneytisins hefur birt eftirfarandi yfirlýsingu frá félagsmálaráðherra:„Íslensku keppendurnir á Ólympíumóti fatlaðra komu til Sotsjí í nótt ásamt þjálfurum sínum en keppnisdagar þeirra eru 13. og 16. mars. Hugur minn er hjá þessu öfluga og efnilega íþróttafólki sem hefur lagt svo mikið á sig vegna mótsins um langt skeið. Við Íslendingar getum verið stolt af þeim.Ég hlakkaði mikið til að vera viðstödd keppnina í Sotsjí til að fylgjast með og sýna íslensku keppendunum stuðning og verðskuldaða virðingu. Á mótinu keppa þátttakendur sín á milli í anda friðar, án tillits til litarháttar, trúarbragða eða stjórnmálaskoðana og ákvörðun mín á sínum tíma um að fara til Sotsjí byggðist á þeim anda mótsins. Vegna þróunar mála í Úkraínu síðustu daga er það hins vegar mat mitt, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið, að það sé ekki rétt að ég heimsæki Rússland á þessum tíma. Ég fundaði með Ólafi Magnússyni, framkvæmdastjóra Íþróttasambands fatlaðra, í dag til að segja honum frá þessari ákvörðun og biðja hann fyrir kveðjur mínar til íslensku keppendanna; Ernu Friðriksdóttur og Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar. Ég veit að þau verða okkur öllum til sóma.“Eygló Harðardóttir,félags- og húsnæðismálaráðherra og norrænn samstarfsráðherra. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Flókin staða en Eygló fer til Sotsjí Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, mun vera viðstödd Ólympíumót fatlaðra í Sotsjí en hún segir að ákvörðunin hafi ekki verið auðveld. 4. mars 2014 13:30 Íslenski hópurinn kominn til Sotsjí Það styttist í að Vetrarólympíumót fatlaðra hefjist í Sotsjí. Íslenski hópurinn er mættur til Rússlands. 5. mars 2014 13:45 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Sjá meira
Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, fer ekki út að fylgjast með Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sotsjí eins og áætlað var. Vísir hefur heimildir fyrir því að Eygló hafi hætt við ferðina í samráði við ráðherra annarra Norðurlanda vegna íhlutunar Rússlands í málefni Úkraínu og ítrekaðra mannréttindabrota Rússa gagnvart samkynhneigðum.Íslensku keppendurnir mættu til Sotsjí í nótt eins og greint var frá á Vísi í dag.Uppfært: Vefur velferðarráðuneytisins hefur birt eftirfarandi yfirlýsingu frá félagsmálaráðherra:„Íslensku keppendurnir á Ólympíumóti fatlaðra komu til Sotsjí í nótt ásamt þjálfurum sínum en keppnisdagar þeirra eru 13. og 16. mars. Hugur minn er hjá þessu öfluga og efnilega íþróttafólki sem hefur lagt svo mikið á sig vegna mótsins um langt skeið. Við Íslendingar getum verið stolt af þeim.Ég hlakkaði mikið til að vera viðstödd keppnina í Sotsjí til að fylgjast með og sýna íslensku keppendunum stuðning og verðskuldaða virðingu. Á mótinu keppa þátttakendur sín á milli í anda friðar, án tillits til litarháttar, trúarbragða eða stjórnmálaskoðana og ákvörðun mín á sínum tíma um að fara til Sotsjí byggðist á þeim anda mótsins. Vegna þróunar mála í Úkraínu síðustu daga er það hins vegar mat mitt, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið, að það sé ekki rétt að ég heimsæki Rússland á þessum tíma. Ég fundaði með Ólafi Magnússyni, framkvæmdastjóra Íþróttasambands fatlaðra, í dag til að segja honum frá þessari ákvörðun og biðja hann fyrir kveðjur mínar til íslensku keppendanna; Ernu Friðriksdóttur og Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar. Ég veit að þau verða okkur öllum til sóma.“Eygló Harðardóttir,félags- og húsnæðismálaráðherra og norrænn samstarfsráðherra.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Flókin staða en Eygló fer til Sotsjí Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, mun vera viðstödd Ólympíumót fatlaðra í Sotsjí en hún segir að ákvörðunin hafi ekki verið auðveld. 4. mars 2014 13:30 Íslenski hópurinn kominn til Sotsjí Það styttist í að Vetrarólympíumót fatlaðra hefjist í Sotsjí. Íslenski hópurinn er mættur til Rússlands. 5. mars 2014 13:45 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Sjá meira
Flókin staða en Eygló fer til Sotsjí Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, mun vera viðstödd Ólympíumót fatlaðra í Sotsjí en hún segir að ákvörðunin hafi ekki verið auðveld. 4. mars 2014 13:30
Íslenski hópurinn kominn til Sotsjí Það styttist í að Vetrarólympíumót fatlaðra hefjist í Sotsjí. Íslenski hópurinn er mættur til Rússlands. 5. mars 2014 13:45