Þingmenn geta bundið sjálfa sig Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. mars 2014 13:41 Þorsteinn Pálsson og Sigurður Líndal telja að hægt sé að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þorsteinn Pálsson, fyrrum forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur Alþingi hæglega geta borið ákvörðun sína um að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið undir þjóðina. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið og Vísi í gærkvöldi, að ekki væri hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu með núverandi stjórnarskrá. „Eins og sakir standa þá er ekki hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, eingöngu ráðgefandi og um leið kemur fram í stjórnarskrá að [þingmenn] séu ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni,“ voru orð forætisráðherra. Þorsteinn er ósammála þessari fullyrðingu Sigmundar: „Þingið gæti til dæmis bætt því í þingsályktunartillöguna að gildistaka hennar sé háð samþykki þjóðarinnar. Málið yrði þá sett í þjóðaratkvæðagreiðslu sem væri bindandi fyrir þingið. Ef þjóðin myndi vera mótfallin því að aðildarumsóknin yrði dregin tilbaka þá væri ríkisstjórnin ekki knúin til þess að halda aðildarviðræðum áfram, heldur getur hún einfaldlega sett umsóknina á ís,“ útskýrir Þorsteinn. Hann segir þingið því hæglega geta gefið þjóðinni úrslitavald, þrátt fyrir að þingmenn séu bundnir af sannfæringu sinni eins og segir í Stjórnarskránni. „Í Stjórnarskránni segir að þingmenn séu ekki bundnir af öðru en sannfæringu sinni. Það er ekkert sem bannar þingmanni að láta sannfæringu sína ráðast af því hver vilji meirihluta þjóðarinnar er,“ segir ÞorsteinnGetur bundið sig sjálftSigurður Líndal lagaprófessor tekur undir með Þorsteini og segir þennan möguleika vera fyrir hendi. „Auðvitað getur Alþingi bundið sjálft sig með þingsályktun. Þingið getur ákveðið það með þingsályktun að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, og þannig getur Alþingi bundið sjálft sig,“ útskýrir Sigurður. Tengdar fréttir Svikin kalla á þjóðaratkvæði strax! Sú mikla ólga, sem er í þjóðfélaginu nú vegna ESB, er til marks um það, að almenningi er misboðið. Forustumenn beggja stjórnarflokkanna lofuðu því ákveðið fyrir síðustu þingkosningar, að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu þessu ákveðið. 5. mars 2014 06:00 Opnar á þjóðaratkvæði ef stjórnarskránni verður breytt Forsætisráðherra útilokar ekki að ákvörðun um framhald ESB-viðræðnanna verði lögð í hendur þjóðarinnar. Til þess að svo verði, þurfi hins vegar að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. 5. mars 2014 06:00 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrum forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur Alþingi hæglega geta borið ákvörðun sína um að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið undir þjóðina. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið og Vísi í gærkvöldi, að ekki væri hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu með núverandi stjórnarskrá. „Eins og sakir standa þá er ekki hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, eingöngu ráðgefandi og um leið kemur fram í stjórnarskrá að [þingmenn] séu ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni,“ voru orð forætisráðherra. Þorsteinn er ósammála þessari fullyrðingu Sigmundar: „Þingið gæti til dæmis bætt því í þingsályktunartillöguna að gildistaka hennar sé háð samþykki þjóðarinnar. Málið yrði þá sett í þjóðaratkvæðagreiðslu sem væri bindandi fyrir þingið. Ef þjóðin myndi vera mótfallin því að aðildarumsóknin yrði dregin tilbaka þá væri ríkisstjórnin ekki knúin til þess að halda aðildarviðræðum áfram, heldur getur hún einfaldlega sett umsóknina á ís,“ útskýrir Þorsteinn. Hann segir þingið því hæglega geta gefið þjóðinni úrslitavald, þrátt fyrir að þingmenn séu bundnir af sannfæringu sinni eins og segir í Stjórnarskránni. „Í Stjórnarskránni segir að þingmenn séu ekki bundnir af öðru en sannfæringu sinni. Það er ekkert sem bannar þingmanni að láta sannfæringu sína ráðast af því hver vilji meirihluta þjóðarinnar er,“ segir ÞorsteinnGetur bundið sig sjálftSigurður Líndal lagaprófessor tekur undir með Þorsteini og segir þennan möguleika vera fyrir hendi. „Auðvitað getur Alþingi bundið sjálft sig með þingsályktun. Þingið getur ákveðið það með þingsályktun að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, og þannig getur Alþingi bundið sjálft sig,“ útskýrir Sigurður.
Tengdar fréttir Svikin kalla á þjóðaratkvæði strax! Sú mikla ólga, sem er í þjóðfélaginu nú vegna ESB, er til marks um það, að almenningi er misboðið. Forustumenn beggja stjórnarflokkanna lofuðu því ákveðið fyrir síðustu þingkosningar, að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu þessu ákveðið. 5. mars 2014 06:00 Opnar á þjóðaratkvæði ef stjórnarskránni verður breytt Forsætisráðherra útilokar ekki að ákvörðun um framhald ESB-viðræðnanna verði lögð í hendur þjóðarinnar. Til þess að svo verði, þurfi hins vegar að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. 5. mars 2014 06:00 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira
Svikin kalla á þjóðaratkvæði strax! Sú mikla ólga, sem er í þjóðfélaginu nú vegna ESB, er til marks um það, að almenningi er misboðið. Forustumenn beggja stjórnarflokkanna lofuðu því ákveðið fyrir síðustu þingkosningar, að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu þessu ákveðið. 5. mars 2014 06:00
Opnar á þjóðaratkvæði ef stjórnarskránni verður breytt Forsætisráðherra útilokar ekki að ákvörðun um framhald ESB-viðræðnanna verði lögð í hendur þjóðarinnar. Til þess að svo verði, þurfi hins vegar að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. 5. mars 2014 06:00