Innlent

45.000 manns vilja kjósa um aðildarviðræður

Snærós Sindradóttir skrifar
Jón Steindór Valdimarsson er formaður Já Ísland en 45.000 manns hafa tekið þátt í undirskriftasöfnun samtakanna um þjóðaratkvæði um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB.
Jón Steindór Valdimarsson er formaður Já Ísland en 45.000 manns hafa tekið þátt í undirskriftasöfnun samtakanna um þjóðaratkvæði um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB. VÍSIR/STEFÁN
45.000 undirskriftir hafa safnast til stuðnings þess að farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Jón Steindór Valdimarsson, formaður Já Ísland, segir að ekki sé búið að ákveða hvenær undirskriftalistinn á Þjóð.is verði afhentur forseta Alþingis. Það verði þó ekki fyrr en í fyrsta lagi 10. mars þegar þing kemur aftur saman.

Mjög hefur hægt á undirskriftasöfnunni síðustu daga en um 25 þúsund manns skráðu nafn sitt á listann á fyrstu tveimur dögum undirskriftasöfnunarinnar.

Hnappur á síðunni heimilar að kanna hvort kennitölu einstaklings er að finna á undirskriftalistanum og er þá í kjölfarið hægt að tilkynna skráninguna, kjósi kennitöluhafi að vera fjarlægður af listanum.

Aðspurður segir Jón Steindór að einungis örfáar tilkynningar hafi borist um að kennitölur séu settar á síðuna í óþökk fólks, þær hlaupi ekki á tugum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×