Íslendingar eiga sjálfir að ráða hraða ESB viðræðna Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2014 12:47 Þorsteinn Pálsson spyr hvers vegna ríkisstjórnin lét ekki ESB "um það óhæfuverk“ að slíta viðræðum, ef sambandið þrýsti á niðurstöðu, eins og forsætisráðherra gefi í skyn. vísir/gva Hraði aðildarviðræðna við Evrópusambandið hlýtur að ráðast af íslenskum hagsmunum að mati fyrrverandi forsætisráðherra. Ef sambandið hafi hótað að slíta viðræðum, sé spurning hvers vegna ríkisstjórnin láti ekki sambandið vinna það óhæfuverk fyrir sig.Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var í samninganefnd Íslands í viðræðunum við Evrópusambandið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi forsætisráðherra, gaf í skyn í Kastljósi í gær að Evrópusambandið þrýsti á að Ísland segði af eða á um framhald viðræðna. Þorsteinn segir engar slíkar spurningar hafa komið upp á meðan viðræðurnar voru í gangi. „Við litum líka alltaf svo á að hraði þeirra yrði að ráðast af íslenskum hagsmunum og hvað við teldum rétt að láta þær ganga hratt fyrir sig,“ segir Þorsteinn. Þá réðust viðræðurnar einnig af því hvernig miðaði í að vinna að framgangi þeirra sjónarmiða sem íslenska samninganefndin setti fram. „En þegar ég heyri forsætisráðherra segja þetta þá skil ég það svo að það liggi fyrir formleg yfirlýsing frá Evrópusambandinu sem ég hef ekki séð og ekki hefur verið kynnt um það að annað hvort verði viðræðunum haldið áfram af fullum þunga eða þeim slitið. Ef svo er þá velti ég fyrir mér, af hverju lét ríkisstjórnin ekki Evrópusambandið vinna óhæfuverkið,“ spyr Þorsteinn. Kjarni málsins í þessu sé að íslensk stjórnvöld eigi að meta það sjálf og upp á eigin spýtur hvernig Íslendingar haldi best á sínum hagsmunum. „Við látum hvorki mat Evrópusambandsins eða annarra þjóða ráða því. Við eigum að sækja fram á grundvelli þess sem við metum best fyrir Ísland,“ segir fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætistáðherra. Og minnir á að viðræður Möltu hafi til dæmis legið niðri í eitt kjörtímabil áður en þær voru teknar upp aftur og umsókn Tyrkja sé enn í gildi þótt viðræður liggi niðri. Finnst þér eins og ráðamenn séu að reyna að brenna sem flestar brýr að baki í þessu máli til að gera það erfitt fyrir framtíðina? „Tillagan (um að draga umsókn til baka) hefur þann tilgang að loka þessum viðræðum í eitt skipti fyrir öll. Það er markmið tillögunnar,“ segir Þorsteinn Pálsson. Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Hraði aðildarviðræðna við Evrópusambandið hlýtur að ráðast af íslenskum hagsmunum að mati fyrrverandi forsætisráðherra. Ef sambandið hafi hótað að slíta viðræðum, sé spurning hvers vegna ríkisstjórnin láti ekki sambandið vinna það óhæfuverk fyrir sig.Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var í samninganefnd Íslands í viðræðunum við Evrópusambandið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi forsætisráðherra, gaf í skyn í Kastljósi í gær að Evrópusambandið þrýsti á að Ísland segði af eða á um framhald viðræðna. Þorsteinn segir engar slíkar spurningar hafa komið upp á meðan viðræðurnar voru í gangi. „Við litum líka alltaf svo á að hraði þeirra yrði að ráðast af íslenskum hagsmunum og hvað við teldum rétt að láta þær ganga hratt fyrir sig,“ segir Þorsteinn. Þá réðust viðræðurnar einnig af því hvernig miðaði í að vinna að framgangi þeirra sjónarmiða sem íslenska samninganefndin setti fram. „En þegar ég heyri forsætisráðherra segja þetta þá skil ég það svo að það liggi fyrir formleg yfirlýsing frá Evrópusambandinu sem ég hef ekki séð og ekki hefur verið kynnt um það að annað hvort verði viðræðunum haldið áfram af fullum þunga eða þeim slitið. Ef svo er þá velti ég fyrir mér, af hverju lét ríkisstjórnin ekki Evrópusambandið vinna óhæfuverkið,“ spyr Þorsteinn. Kjarni málsins í þessu sé að íslensk stjórnvöld eigi að meta það sjálf og upp á eigin spýtur hvernig Íslendingar haldi best á sínum hagsmunum. „Við látum hvorki mat Evrópusambandsins eða annarra þjóða ráða því. Við eigum að sækja fram á grundvelli þess sem við metum best fyrir Ísland,“ segir fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætistáðherra. Og minnir á að viðræður Möltu hafi til dæmis legið niðri í eitt kjörtímabil áður en þær voru teknar upp aftur og umsókn Tyrkja sé enn í gildi þótt viðræður liggi niðri. Finnst þér eins og ráðamenn séu að reyna að brenna sem flestar brýr að baki í þessu máli til að gera það erfitt fyrir framtíðina? „Tillagan (um að draga umsókn til baka) hefur þann tilgang að loka þessum viðræðum í eitt skipti fyrir öll. Það er markmið tillögunnar,“ segir Þorsteinn Pálsson.
Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent