Fótbolti

Alexi Lalas býst ekki við að Aron fái að spila mikið á HM í Brasilíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Jóhannsson í leik með AZ Alkmaar.
Aron Jóhannsson í leik með AZ Alkmaar. Vísir/Getty
Aron Jóhannsson og möguleikar hans hjá landsliðið Bandaríkjanna á HM í Brasilíu voru til umræðu í viðtalsþætti ESPN FC Extra Time á vefsíðu ESPN en þar spáðu bæði Kasey Keller og Alexi Lalas að Aron verði í HM-hóp Bandaríkjamanna í sumar.

„Ég held að það sé nokkuð ljóst að Aron verði valinn í HM-hópinn því að það er ekki mikið úrval af góðum sóknarmönnum. Jozy (Altidore) mun heldur ekki spila marga leiki á næstunni með Sunderland og Jóhannsson er að skora mörk í Hollandi," sagði Kasey Keller, fyrrum markvörður Tottenham og bandaríska landsliðsins.

„Hann verður öruggleika í HM-hópnum en það er annað sem verður vandamál fyrir hann. Liðið mun líklega bara spila með einn mann frammi og það verður Jozy Altidore. Slíka staða hentar ekki Aroni Jóhannssyni en ef Jurgen Klinsmann ákveður að skipta yfir í tvo framherja þá gætu Jozy og Aron myndað framherjapar því þeir eru ólíkir leikmenn," sagði Alexi Lalas.  

Alexi Lalas virtist samt ekkert alltof spenntur yfir Aroni. „Aron Jóhannsson er að skora mikið af mörkum en hann er að skora þau í Hollandi. Ég er ekki svo viss um að hann nái að gera það líka með landsliðinu en hann hefur mikið sjálfstraust og gæti fengið tækifærið ef Klinsmann fjölgar mönnum í sókninni," sagði Lalas.

Það er hægt að sjá kappana í þessum umræðuþætti hér fyrir neðan en þar er líka Steve Nicol, fyrrum Englandsmeistari með Liverpool og núverandi þjálfari í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×