Þessi 35 ára gamli leikmaður hefur leikið með Katalóníurisanum allan sinn feril en hann spilaði sinn fyrsta leik árið 1999.
Í heildina eru leikirnir orðnir 682 á 15 tímabilum með Barcelona en á þeim tíma hefur hann unnið 21 titil, þar af Meistaradeildina þrisvar sinnum
Puyol hefur verið mikið meiddur undanfarin misseri og aðeins komið við sögu í tólf leikjum á þessari leiktíð.
Í spilaranum hér að ofan má sjá myndband sem Barcelona gerði til heiðurs Puyol þar sem honum er þakkað fyrir vel unnin störf undanfarin fimmtán ár.
