Þekkir einhver strákinn fremst á ljósmyndinni? Kristján Már Unnarsson skrifar 8. mars 2014 00:01 Bryggjan á Þingeyri í ágúst 1951. Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson. Myndin sem Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari tók á Þingeyri sumarið 1951, í heimsókn Sveins Björnssonar, forseta Íslands, þykir afar skemmtileg, ekki síst vegna ljóshærða stráksins sem sést brosandi fremst á myndinni að fylgjast spenntur með brottför þjóðhöfðingjans. Á myndinni sjást krakkar á bryggjunni ásamt veglegri glæsibifreið, sem notuð var til að flytja forsetann. Gunnar Vigfússon, sonur ljósmyndarans, telur myndina tekna frá varðskipi, sem forsetinn fór með, um það leyti sem skipið var að leggja frá bryggju. Myndin fannst í filmusafni þegar verið var að undirbúa fyrstu opinberu heimsókn núverandi forseta, Ólafs Ragnars Grímssonar, árið 1996, en hún var einmitt til Vestfjarða. Bjarni Einarsson á Þingeyri telur að bíllinn á myndinni, Í-250, hafi verið Packard í eigu Kristins Björnssonar, bifreiðastjóra í Hnífsdal, sem haft hafi það verkefni að aka forsetanum. Ferja hefur þurft bílinn með skipi því að á þessum tíma var ekki komið á vegasamband milli Þingeyrar og annarra þorpa. Hallgrímur Sveinsson, útgefandi á Brekku á Dýrafirði, segir að vegur fyrir Dýrafjarðarbotn hafi fyrst opnast í september árið 1954 og þótt vegur hafi komið yfir Hrafnseyrarheiði árið 1948 dugði það skammt því vegur yfir Dynjandisheiði kom ekki fyrr en 1959. Þeir sem sáu fréttir Stöðvar 2 í gærkvöldi hafa væntanlega áttað sig á hver glókollurinn er á ljósmyndinni. Þeim sem vilja vita meira er bent á þáttinn „Um land allt", á Stöð 2 klukkan 19.20 í kvöld. Einu sinni var... Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Handakækur rakinn til smiðjunnar á Þingeyri Dýrfirðingar segja að frægur handakækur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, eigi uppruna sinn í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri. 3. mars 2014 19:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Sjá meira
Myndin sem Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari tók á Þingeyri sumarið 1951, í heimsókn Sveins Björnssonar, forseta Íslands, þykir afar skemmtileg, ekki síst vegna ljóshærða stráksins sem sést brosandi fremst á myndinni að fylgjast spenntur með brottför þjóðhöfðingjans. Á myndinni sjást krakkar á bryggjunni ásamt veglegri glæsibifreið, sem notuð var til að flytja forsetann. Gunnar Vigfússon, sonur ljósmyndarans, telur myndina tekna frá varðskipi, sem forsetinn fór með, um það leyti sem skipið var að leggja frá bryggju. Myndin fannst í filmusafni þegar verið var að undirbúa fyrstu opinberu heimsókn núverandi forseta, Ólafs Ragnars Grímssonar, árið 1996, en hún var einmitt til Vestfjarða. Bjarni Einarsson á Þingeyri telur að bíllinn á myndinni, Í-250, hafi verið Packard í eigu Kristins Björnssonar, bifreiðastjóra í Hnífsdal, sem haft hafi það verkefni að aka forsetanum. Ferja hefur þurft bílinn með skipi því að á þessum tíma var ekki komið á vegasamband milli Þingeyrar og annarra þorpa. Hallgrímur Sveinsson, útgefandi á Brekku á Dýrafirði, segir að vegur fyrir Dýrafjarðarbotn hafi fyrst opnast í september árið 1954 og þótt vegur hafi komið yfir Hrafnseyrarheiði árið 1948 dugði það skammt því vegur yfir Dynjandisheiði kom ekki fyrr en 1959. Þeir sem sáu fréttir Stöðvar 2 í gærkvöldi hafa væntanlega áttað sig á hver glókollurinn er á ljósmyndinni. Þeim sem vilja vita meira er bent á þáttinn „Um land allt", á Stöð 2 klukkan 19.20 í kvöld.
Einu sinni var... Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Handakækur rakinn til smiðjunnar á Þingeyri Dýrfirðingar segja að frægur handakækur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, eigi uppruna sinn í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri. 3. mars 2014 19:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Sjá meira
Handakækur rakinn til smiðjunnar á Þingeyri Dýrfirðingar segja að frægur handakækur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, eigi uppruna sinn í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri. 3. mars 2014 19:00