Ekki sáttur við hvernig fréttamenn klippa viðtöl Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. mars 2014 18:28 Gunnar Bragi er ósáttur við vinnubrögð RÚV og neitaði fréttamanni því um viðtal í dag. vísir/stefán/gva Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur tjáð sig um hvers vegna hann veitti RÚV ekki viðtal að loknum fundi í utanríkismálanefnd í dag. Fréttamenn frá RÚV og Stöð 2 voru mættir á vettvang og fór svo að Gunnar Bragi ræddi aðeins við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2.Á Facebook-síðu sinni segir Gunnar Bragi að það sé ástæða fyrir því að hann ákvað að veita ekki Ríkisútvarpinu viðtöl í dag nema í beinni útsendingu eða þá gegn því að fá afrit af viðtalinu. „Til hvers veitir maður viðtöl? Jú, til að svara spurningum fréttamanna sem leita upplýsinga og til að veita upplýsingar. Ég hef ekki alltaf verið sáttur við það hvernig fréttamenn klippa til viðtöl og sleppa mikilvægum upplýsingum sem eiga erindi við almenning,“ skrifar Gunnar Bragi. Hann segir steininn hafa tekið úr síðasta föstudag. „Og það sem verra er að þegar falast var eftir óklipptri upptöku af viðtalinu frá RÚV, var því neitað. Þegar álitamál eru um hvort rétt sé eftir manni haft er eðlilegt að minnsta kosti að hægt sé að hlusta á viðtalið í upprunalegri mynd eða fá í hendurnar. Við teljum flest að RÚV beri sérstaka ábyrgð og eigi að vera miðill allra og því er eðlilegt að gera kröfur til þeirra. Það eiga ekki allir fréttamenn skilið þessa gagnrýni, ég treysti mörgum hja RÚV til að skila vandaðri vinnu.“ En hvað sagði Gunnar Bragi á föstudaginn sem hann er ósáttur við að hafi verið klippt út? „Jú, ég kom því á framfæri að vitanlega gæti utanríkismálanefnd komið með niðurstöðu, tillögu varðandi þá gagnrýni sem komið hefur fram varðandi þingsályktun um að draga umsókn Íslands að ESB til baka. Fréttamanni þótti það ekki fréttaefni að ráðherra opni á slíkt. En hvernig er hægt að reyna að tryggja að öll skilaboðin komist til almennings? Hvað er til ráða? Að taka sjálfur upp viðtölin samhliða RÚV? Hví ekki.“ Post by Gunnar Bragi Sveinsson. Samskipti Gunnars Braga við RÚV í dag Tengdar fréttir „Hefur ekkert með ritskoðun að gera“ Mikill hiti er nú í blaðamönnum vegna fréttar RÚV þess efnis að Gunnar Bragi Sveinsson tali ekki við stofnunina nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 3. mars 2014 16:30 Fréttamaður Rúv aldrei upplifað önnur eins viðbrögð "Við höfum óskað eftir formlegum skýringum frá ráðuneytinu,“ segir Kári Gylfason, fréttamaður Rúv, sem neitað var um viðtal við utanríkisráðherra, Gunnar Braga Sveinsson í hádeginu í dag. 3. mars 2014 15:55 Svona voru samskipti Gunnars Braga við Rúv Fréttastofa Rúv er ósátt við að hafa ekki fengið viðtal við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra að loknum fundi í Utanríkismálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. 3. mars 2014 14:54 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur tjáð sig um hvers vegna hann veitti RÚV ekki viðtal að loknum fundi í utanríkismálanefnd í dag. Fréttamenn frá RÚV og Stöð 2 voru mættir á vettvang og fór svo að Gunnar Bragi ræddi aðeins við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2.Á Facebook-síðu sinni segir Gunnar Bragi að það sé ástæða fyrir því að hann ákvað að veita ekki Ríkisútvarpinu viðtöl í dag nema í beinni útsendingu eða þá gegn því að fá afrit af viðtalinu. „Til hvers veitir maður viðtöl? Jú, til að svara spurningum fréttamanna sem leita upplýsinga og til að veita upplýsingar. Ég hef ekki alltaf verið sáttur við það hvernig fréttamenn klippa til viðtöl og sleppa mikilvægum upplýsingum sem eiga erindi við almenning,“ skrifar Gunnar Bragi. Hann segir steininn hafa tekið úr síðasta föstudag. „Og það sem verra er að þegar falast var eftir óklipptri upptöku af viðtalinu frá RÚV, var því neitað. Þegar álitamál eru um hvort rétt sé eftir manni haft er eðlilegt að minnsta kosti að hægt sé að hlusta á viðtalið í upprunalegri mynd eða fá í hendurnar. Við teljum flest að RÚV beri sérstaka ábyrgð og eigi að vera miðill allra og því er eðlilegt að gera kröfur til þeirra. Það eiga ekki allir fréttamenn skilið þessa gagnrýni, ég treysti mörgum hja RÚV til að skila vandaðri vinnu.“ En hvað sagði Gunnar Bragi á föstudaginn sem hann er ósáttur við að hafi verið klippt út? „Jú, ég kom því á framfæri að vitanlega gæti utanríkismálanefnd komið með niðurstöðu, tillögu varðandi þá gagnrýni sem komið hefur fram varðandi þingsályktun um að draga umsókn Íslands að ESB til baka. Fréttamanni þótti það ekki fréttaefni að ráðherra opni á slíkt. En hvernig er hægt að reyna að tryggja að öll skilaboðin komist til almennings? Hvað er til ráða? Að taka sjálfur upp viðtölin samhliða RÚV? Hví ekki.“ Post by Gunnar Bragi Sveinsson. Samskipti Gunnars Braga við RÚV í dag
Tengdar fréttir „Hefur ekkert með ritskoðun að gera“ Mikill hiti er nú í blaðamönnum vegna fréttar RÚV þess efnis að Gunnar Bragi Sveinsson tali ekki við stofnunina nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 3. mars 2014 16:30 Fréttamaður Rúv aldrei upplifað önnur eins viðbrögð "Við höfum óskað eftir formlegum skýringum frá ráðuneytinu,“ segir Kári Gylfason, fréttamaður Rúv, sem neitað var um viðtal við utanríkisráðherra, Gunnar Braga Sveinsson í hádeginu í dag. 3. mars 2014 15:55 Svona voru samskipti Gunnars Braga við Rúv Fréttastofa Rúv er ósátt við að hafa ekki fengið viðtal við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra að loknum fundi í Utanríkismálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. 3. mars 2014 14:54 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
„Hefur ekkert með ritskoðun að gera“ Mikill hiti er nú í blaðamönnum vegna fréttar RÚV þess efnis að Gunnar Bragi Sveinsson tali ekki við stofnunina nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 3. mars 2014 16:30
Fréttamaður Rúv aldrei upplifað önnur eins viðbrögð "Við höfum óskað eftir formlegum skýringum frá ráðuneytinu,“ segir Kári Gylfason, fréttamaður Rúv, sem neitað var um viðtal við utanríkisráðherra, Gunnar Braga Sveinsson í hádeginu í dag. 3. mars 2014 15:55
Svona voru samskipti Gunnars Braga við Rúv Fréttastofa Rúv er ósátt við að hafa ekki fengið viðtal við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra að loknum fundi í Utanríkismálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. 3. mars 2014 14:54