Svona voru samskipti Gunnars Braga við Rúv Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2014 14:54 Fréttastofa RÚV er ósátt við að hafa ekki fengið viðtal við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra að loknum fundi í Utanríkismálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. „Blessaður Gunnar, fáum við örfáar mínútur með þér?“ spurði Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, þar sem hann og fréttamaður Ríkisútvarpsins biðu þess að Gunnar kæmi af fundi. „Ef þið klippið ekki allt til,“ sagði Gunnar Bragi. Fréttamaður RÚV, Kári Gylfason, svaraði því til að hann gæti ekki lofað því hvernig viðtalið yrði klippt. Svaraði Gunnar Bragi að bragði: „Þá tala ég ekki við þig, þá tala ég ekki við þig.“ Heimir Már tók þessi orð utanríkisráðherra ekki alvarlega og spurði hann strax út í ástandið í Úkraínu. Gunnar Bragi svaraði spurningum Heimis Más án athugasemda eins og sjá má í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en fréttamaður RÚV tók því sem svo að ráðherra hefði ekkert við hann að tala nema að uppfylltum fyrrnefndum skilyrðum. Myndbandið má sjá í spilaranum að ofan. Kári Gylfason segist í samtali við Vísi bæði hafa óskað eftir viðtali við ráðherrann fyrir og eftir fundinn í dag en ekki fengið. Fréttastofa Rúv er ekki sátt við viðbrögð Gunnars Braga líkt og fjallað er um á heimasíðu Rúv. Þá tjáði Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV, skoðun sína á Fésbókinni líkt og sjá má að neðan. Post by Óðinn Jónsson. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Fréttastofa RÚV er ósátt við að hafa ekki fengið viðtal við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra að loknum fundi í Utanríkismálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. „Blessaður Gunnar, fáum við örfáar mínútur með þér?“ spurði Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, þar sem hann og fréttamaður Ríkisútvarpsins biðu þess að Gunnar kæmi af fundi. „Ef þið klippið ekki allt til,“ sagði Gunnar Bragi. Fréttamaður RÚV, Kári Gylfason, svaraði því til að hann gæti ekki lofað því hvernig viðtalið yrði klippt. Svaraði Gunnar Bragi að bragði: „Þá tala ég ekki við þig, þá tala ég ekki við þig.“ Heimir Már tók þessi orð utanríkisráðherra ekki alvarlega og spurði hann strax út í ástandið í Úkraínu. Gunnar Bragi svaraði spurningum Heimis Más án athugasemda eins og sjá má í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en fréttamaður RÚV tók því sem svo að ráðherra hefði ekkert við hann að tala nema að uppfylltum fyrrnefndum skilyrðum. Myndbandið má sjá í spilaranum að ofan. Kári Gylfason segist í samtali við Vísi bæði hafa óskað eftir viðtali við ráðherrann fyrir og eftir fundinn í dag en ekki fengið. Fréttastofa Rúv er ekki sátt við viðbrögð Gunnars Braga líkt og fjallað er um á heimasíðu Rúv. Þá tjáði Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV, skoðun sína á Fésbókinni líkt og sjá má að neðan. Post by Óðinn Jónsson.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent