Hamilton var fljótastur á lokadeginum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. mars 2014 21:30 Lewis Hamilton. Vísir/Getty Æfingum fyrir komandi tímabil í Formúlu eitt lauk í Bahrain í dag. Bretinn Lewis Hamilton á Mercedes endaði með hraðasta tíma dagsins 1:33.278. Hann ók 69 hringi en tapaði miklum tíma í morgun vegna vandræða með gírkassa. Valtteri Bottas varð annar, þó nokkuð á eftir Hamilton en tími hans var 1:33.987. Williams bíll Bottas fór 108 hringi eða lengst allra í dag. Kamui Kobayashi á Caterham rauf einnig hundrað hringja múrinn og ók 106 hringi. Kobayashi náði aðeins tólfta besta tímanum en hann var rúmum fimm sekúndum á eftir Hamilton. Fernando Alonso á Ferrari náði þriðja besta tímanum og ók 74 hringi. Hann olli því að æfingin var stöðvuð þegar bíll hans staðnamst á brautinni af ókunnri ástæðu. Sebastian Vettel á Red Bull ók 78 hringi í dag en náði aðeins níunda besta tíma dagsins. Hann snéri bílnum sínum þegar hann reyndi að ná hraðasta tímanum. Tíðar bilanir bílsins hafa líklega valdið því að ökumenn liðsins þekkja aksturseiginleika hans lítið. Max Chilton hjá Marussia kom einna mest á óvart í dag. Hann náði þá sjöunda besta tímanum og ók 61 hring. Marussia varð í 10. sæti í keppni bílasmiða í fyrra. Þeir gætu komið þónokkuð á óvart á þessu tímabili.Vísir/GettyVísir/Getty Formúla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Æfingum fyrir komandi tímabil í Formúlu eitt lauk í Bahrain í dag. Bretinn Lewis Hamilton á Mercedes endaði með hraðasta tíma dagsins 1:33.278. Hann ók 69 hringi en tapaði miklum tíma í morgun vegna vandræða með gírkassa. Valtteri Bottas varð annar, þó nokkuð á eftir Hamilton en tími hans var 1:33.987. Williams bíll Bottas fór 108 hringi eða lengst allra í dag. Kamui Kobayashi á Caterham rauf einnig hundrað hringja múrinn og ók 106 hringi. Kobayashi náði aðeins tólfta besta tímanum en hann var rúmum fimm sekúndum á eftir Hamilton. Fernando Alonso á Ferrari náði þriðja besta tímanum og ók 74 hringi. Hann olli því að æfingin var stöðvuð þegar bíll hans staðnamst á brautinni af ókunnri ástæðu. Sebastian Vettel á Red Bull ók 78 hringi í dag en náði aðeins níunda besta tíma dagsins. Hann snéri bílnum sínum þegar hann reyndi að ná hraðasta tímanum. Tíðar bilanir bílsins hafa líklega valdið því að ökumenn liðsins þekkja aksturseiginleika hans lítið. Max Chilton hjá Marussia kom einna mest á óvart í dag. Hann náði þá sjöunda besta tímanum og ók 61 hring. Marussia varð í 10. sæti í keppni bílasmiða í fyrra. Þeir gætu komið þónokkuð á óvart á þessu tímabili.Vísir/GettyVísir/Getty
Formúla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira