Magnús og Guðrún Íslandsmeistarar í borðtennis - myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2014 17:53 Guðrún G. Björnsdóttir vann Íslandsmeistaratitilinn í fimmta sinn. Vísir/Daníel Magnús K. Magnússon úr Víkingi og Guðrún G. Björnsdóttir úr KR urðu í dag Íslandsmeistarar í einliðaleik í borðtennis en Íslandsmótið fór að venju fram í TBR-húsinu.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í TBR-húsinu og náði þessum myndum hér fyrir ofan og neðan. Magnús er fyrsti Íslandsmeistarinn í tvo áratugi sem heitir ekki Guðmundur Stephensen en Guðmundur var búinn að vinna alla Íslandsmeistara titla frá árinu 1994. Það var kannski vel við hæfi að Magnús tæki við enda hafa þeir unnið tvíliðaleikinn saman undanfarin sex ár. Þetta er því að sjálfsögðu fyrsti Íslandsmeistaratitill Magnúsar sem vann Davíð Jónsson í úrslitaleiknum 4-0 (11-3, 11-9, 11-9 og 11-6). Guðrún varð hinsvegar Íslandsmeistari í fimmta sinn á ferlinum en hún vann einnig titilinn 2005-2007 og svo árið 2009. Guðrún vann Aldísi Rún Lárusdóttir í úrslitaleknum 4-1 (11-9, 11-5, 7-11, 13-11 og 11-8). Magnús K. Magnússon og Lilja Rós Jóhannesdóttir úr Víkingi urðu Íslandsmeistarar í tvenndarleik eftir sigur gegn Davíð Jónssyni og Aldísi Rún Lárusdóttur úr KR í úrslitaleik 3-1 (8-11, 11-7, 11-6, 11-8). Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Magnúsar í tvenndarkeppni en Lilja sigraði árið 2001 og 1997. Íslandsmeistarar í Tvíliðaleik karla urðu Magnús Finnur Magnússon úr Víkingi og Davíð Jónsson úr KR eftir 3–2 sigur í úrslitaleik gegn Víkingunum Magnúsi K. Magnússyni og Daða F. Guðmundssyni (8–11, 5–11, 12–10, 11–8 og 11–9). Íslandsmeistarar í Tvíliðaleik kvenna urðu þær Lilja Rós Jóhannesdóttir og Eva Jósteinsdóttir úr Víkingi en þær unnu þær Kolfinnu Bjarnadóttur úr HK og Sigrúnu Tómasdóttur úr KR 3-0 í úrslitaleiknum (11–8, 11–4 og 11–8).Úrslit í Meistaraflokkunum á Íslandsmótinu voru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla: 1. Magnús Kristinn Magnússon Víkingur 2. Davíð Jónsson KR 3-4. Jóhannes B. Tómasson BH 3-4. Kári Mímisson KR Meistaraflokkur kvenna: 1. Guðrún G Björnsdóttir KR 2. Aldís Rún Lárusdóttir KR 3-4. Eva Jósteinsdóttir Víkingur 3-4. Kolfinna Bjarnadóttir HK Tvenndarkeppni: 1. Magnús Kristinn Magnússon og Lilja Rós Jóhannesdóttir Víkingur 2. Davíð Jónsson/Aldís Rún Lárusdóttir KR 3-4. Daði F. Guðmundsson/Eva Jósteinsdóttir Víkingur 3-4. Gunnar S. Ragnarsson/Guðrún G Björnsdóttir KR Tvíliðaleikur karla: 1. Magnús Finnur Magnússon/Davíð Jónsson Víkingur/KR 2. Magnús Kristinn Magnússon/Daði F. Guðmundsson Víkingur 3-4. Kjartan Briem/Ingólfur Ingólfsson KR 3-4. Einar Geirsson/Kári Mímisson KR Tvíliðaleikur kvenna: 1. Lilja Rós Jóhannesdóttir/Eva Jósteinsdóttir Víkingur 2. Kolfinna Bjarnadóttir/Sigrún Tómasdóttir HK/KR 3-4. Guðrún G Björnsdóttir/Aldís R. Lárusdóttir KR 3-4. Guðrún Gestsdóttir/Ásta Urbancic KRVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelMagnús K. Magnússon úr Víkingi var Íslandsmeistari í einliðaleik karla.Vísir/Daníel Íþróttir Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Sjá meira
Magnús K. Magnússon úr Víkingi og Guðrún G. Björnsdóttir úr KR urðu í dag Íslandsmeistarar í einliðaleik í borðtennis en Íslandsmótið fór að venju fram í TBR-húsinu.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í TBR-húsinu og náði þessum myndum hér fyrir ofan og neðan. Magnús er fyrsti Íslandsmeistarinn í tvo áratugi sem heitir ekki Guðmundur Stephensen en Guðmundur var búinn að vinna alla Íslandsmeistara titla frá árinu 1994. Það var kannski vel við hæfi að Magnús tæki við enda hafa þeir unnið tvíliðaleikinn saman undanfarin sex ár. Þetta er því að sjálfsögðu fyrsti Íslandsmeistaratitill Magnúsar sem vann Davíð Jónsson í úrslitaleiknum 4-0 (11-3, 11-9, 11-9 og 11-6). Guðrún varð hinsvegar Íslandsmeistari í fimmta sinn á ferlinum en hún vann einnig titilinn 2005-2007 og svo árið 2009. Guðrún vann Aldísi Rún Lárusdóttir í úrslitaleknum 4-1 (11-9, 11-5, 7-11, 13-11 og 11-8). Magnús K. Magnússon og Lilja Rós Jóhannesdóttir úr Víkingi urðu Íslandsmeistarar í tvenndarleik eftir sigur gegn Davíð Jónssyni og Aldísi Rún Lárusdóttur úr KR í úrslitaleik 3-1 (8-11, 11-7, 11-6, 11-8). Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Magnúsar í tvenndarkeppni en Lilja sigraði árið 2001 og 1997. Íslandsmeistarar í Tvíliðaleik karla urðu Magnús Finnur Magnússon úr Víkingi og Davíð Jónsson úr KR eftir 3–2 sigur í úrslitaleik gegn Víkingunum Magnúsi K. Magnússyni og Daða F. Guðmundssyni (8–11, 5–11, 12–10, 11–8 og 11–9). Íslandsmeistarar í Tvíliðaleik kvenna urðu þær Lilja Rós Jóhannesdóttir og Eva Jósteinsdóttir úr Víkingi en þær unnu þær Kolfinnu Bjarnadóttur úr HK og Sigrúnu Tómasdóttur úr KR 3-0 í úrslitaleiknum (11–8, 11–4 og 11–8).Úrslit í Meistaraflokkunum á Íslandsmótinu voru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla: 1. Magnús Kristinn Magnússon Víkingur 2. Davíð Jónsson KR 3-4. Jóhannes B. Tómasson BH 3-4. Kári Mímisson KR Meistaraflokkur kvenna: 1. Guðrún G Björnsdóttir KR 2. Aldís Rún Lárusdóttir KR 3-4. Eva Jósteinsdóttir Víkingur 3-4. Kolfinna Bjarnadóttir HK Tvenndarkeppni: 1. Magnús Kristinn Magnússon og Lilja Rós Jóhannesdóttir Víkingur 2. Davíð Jónsson/Aldís Rún Lárusdóttir KR 3-4. Daði F. Guðmundsson/Eva Jósteinsdóttir Víkingur 3-4. Gunnar S. Ragnarsson/Guðrún G Björnsdóttir KR Tvíliðaleikur karla: 1. Magnús Finnur Magnússon/Davíð Jónsson Víkingur/KR 2. Magnús Kristinn Magnússon/Daði F. Guðmundsson Víkingur 3-4. Kjartan Briem/Ingólfur Ingólfsson KR 3-4. Einar Geirsson/Kári Mímisson KR Tvíliðaleikur kvenna: 1. Lilja Rós Jóhannesdóttir/Eva Jósteinsdóttir Víkingur 2. Kolfinna Bjarnadóttir/Sigrún Tómasdóttir HK/KR 3-4. Guðrún G Björnsdóttir/Aldís R. Lárusdóttir KR 3-4. Guðrún Gestsdóttir/Ásta Urbancic KRVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelMagnús K. Magnússon úr Víkingi var Íslandsmeistari í einliðaleik karla.Vísir/Daníel
Íþróttir Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Sjá meira