Innlent

Vilborg Arna búin að klífa 3800 metra

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vilborg stefnir á að ganga á Everest í maí næstkomandi.
Vilborg stefnir á að ganga á Everest í maí næstkomandi.
Vilborg Arna Gissurardóttir er komin ásamt átta öðrum íslenskum samferðamönnum sínum í 3800 metra hæð á hæsta fjalli Afríku, Kilimanjaro sem telur tæpa sex kílómetra.

Frá þessu greinir hún á vefsíðu sinni.



Ferð Vilborgar Örnu á Kilimanjaro er hluti af leiðangri hennar á sjö hæstu fjöll heimsins sem hún fyrirhugar að klífa á einu ári.



Ferðalagið hófst á Denali í maí í fyrra og því mun ljúka á Everest í maí næstkomandi.



Í færslu sinni í dag segir hún meðal annars að dagurinn í dag hafi verið góður og að þau ferðalangarnir hafi klifið um 800 metra á tæpum fimm klukkustundum.



Þau hafa nú gengið tvær dagleiðir en samkvæmt lýsingu Vilborgar er „[l]andslagið er fjölbreytt en verður hrjóstrugra eftir því sem ofar dregur“.



Nánari fregnar af svaðilförum hennar má nálgast á vefsíðunni vilborg.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×