Innlent

Mikill fjöldi á samstöðufundi á Austurvelli

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikill fjöldi fólks er á Austurvelli.
Mikill fjöldi fólks er á Austurvelli. Visir/Friðrik Þór
Um 2.500 hafa boðað komu sína á samstöðufund á Austurvelli sem hófst fyrir skömmu. Gífurlegur fjöldi fólks er þar núna og er umferðarteppa á Sæbrautinni þar sem mikill fjöldi fólks er á leið í miðbæinn.

Þetta er fimmti dagurinn í röð þar sem boðað er til mótmæla og líklegast eru þetta fjölmennustu mótmælin til þessa, ef myndir frá Austurvelli eru skoðaðar.

Mótmælin eru vegna ætlunar ríkisstjórnarinnar að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka án þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í lokaræðunni á samstöðufundinum á Austurvelli, voru kosningaloforð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar spiluð í hátalarakerfi. Þetta vakti mikinn fögnuð viðstaddra.

Visir/Friðrik Þór
Visir/Friðrik Þór
Visir/Friðrik Þór
Visir/Friðrik Þór
Visir/Friðrik Þór



Fleiri fréttir

Sjá meira


×