McIlroy: Ég hef sjaldan verið að pútta jafn vel 1. mars 2014 11:47 McIlroy og Woods hafa átt misjöfnu gengi að fagna á Honda Classic. Vísir/Getty Rory McIlroy leiðir Honda Classic mótið sem fram fer á PGA National vellinum í Flórida eftir 36 holur en Norður-Írinn ungi fylgdi eftir frábærum fyrsta hring í fyrradag með því að leika á 66 höggum í gær. Alls er McIlroy á 11 höggum undir pari en hann hefur sýnt allar sínar bestu hliðar hingað til, verið beinn af teig, nákvæmur í innáhöggunum ásamt því að hafa sett niður mörg góð pútt. „Leikurinn minn hefur batnað mikið það sem af er ári, ég er með mikið sjálfstraust og er að leika vel,“ sagði McIlroy við fréttamenn eftir hringinn í gær. „Ég hef aðeins notað 49 pútt á þessum 36 holum og ég held að tölfræðilega þá hafi ég sjaldan verið að pútta jafn vel.“ Tiger Woods hefur ekki átt gott mót hingað til og rétt slapp í gegn um niðurskurðinn eftir að hafa leikið á 69 höggum eða einu undir pari í gær. Hann er samtals á pari eftir 36 holur og þarf á kraftaverki að halda til þess að vera í baráttunni um sigur á sunnudaginn. „Þetta var erfitt í dag,“ sagði Woods við fréttamenn Golf Channel eftir hringinn. „Ég sló mörg slæm högg en tókst að vera undir pari, þetta var erfiður hringur sem ég er þó sáttur með að hafa klárað einn undir pari.“ Woods var ekki eina stóra nafnið í erfileikum á PGA National í gær en meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurðinum voru þeir Phil Mickelson og Henrik Stenson, sem sitja í þriðja og fimmta sæti heimslistans í golfi. Þriðji hringur Honda Classic fer fram í dag en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá 18:00. Golf Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Rory McIlroy leiðir Honda Classic mótið sem fram fer á PGA National vellinum í Flórida eftir 36 holur en Norður-Írinn ungi fylgdi eftir frábærum fyrsta hring í fyrradag með því að leika á 66 höggum í gær. Alls er McIlroy á 11 höggum undir pari en hann hefur sýnt allar sínar bestu hliðar hingað til, verið beinn af teig, nákvæmur í innáhöggunum ásamt því að hafa sett niður mörg góð pútt. „Leikurinn minn hefur batnað mikið það sem af er ári, ég er með mikið sjálfstraust og er að leika vel,“ sagði McIlroy við fréttamenn eftir hringinn í gær. „Ég hef aðeins notað 49 pútt á þessum 36 holum og ég held að tölfræðilega þá hafi ég sjaldan verið að pútta jafn vel.“ Tiger Woods hefur ekki átt gott mót hingað til og rétt slapp í gegn um niðurskurðinn eftir að hafa leikið á 69 höggum eða einu undir pari í gær. Hann er samtals á pari eftir 36 holur og þarf á kraftaverki að halda til þess að vera í baráttunni um sigur á sunnudaginn. „Þetta var erfitt í dag,“ sagði Woods við fréttamenn Golf Channel eftir hringinn. „Ég sló mörg slæm högg en tókst að vera undir pari, þetta var erfiður hringur sem ég er þó sáttur með að hafa klárað einn undir pari.“ Woods var ekki eina stóra nafnið í erfileikum á PGA National í gær en meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurðinum voru þeir Phil Mickelson og Henrik Stenson, sem sitja í þriðja og fimmta sæti heimslistans í golfi. Þriðji hringur Honda Classic fer fram í dag en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá 18:00.
Golf Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira