NBA: Durant með 30 stig í seinni hálfleik og loksins Þrumusigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2014 11:00 Kevin Durant. Vísir/AP Kevin Durant skoraði 30 stig í seinni hálfleik þegar Oklahoma City Thunder endaði þriggja leikja taphrinu, Stephen Curry var með þrennu í sigri Golden State Warriors í Madison Square Garden í New York, Kyrie Irving náði sinni fyrstu þrennu á ferlinum og Los Angeles Lakers liðið setti félagsmet með því að skora 19 þriggja stiga körfur.Kevin Durant skoraði 30 af 37 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Oklahoma City Thunder endaði þriggja leikja taphrinu með 113-107 sigri á Memphis Grizzlies. Russell Westbrook var með 21 stig og 6 stoðsendingar á 28 mínútum en Thunder-liðið hafði fyrir leikinn tapað öllum leikjum sínum frá því að hann kom aftur eftir meiðsli. Mike Miller skoraði öll 19 stigin sín í fjórða leikhluta sem hjálpuðu Grizzlies-liðinu að gera leikinn spennandi undir lokin.Stephen Curry var með 27 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 126-103 útisigur á New York Knicks en Curry spilaði samt ekkert í lokaleikhlutanum. Klay Thompson skoraði 25 stig fyrir Golden State en Carmelo Anthony var með 23 stig og 16 fráköst fyrir Knicks-liðið sem tapaði sínum fimmta leik í röð.Kyrie Irving var með fyrstu þrennu sína á ferlinum þegar hann leiddi Cleveland Cavaliers til 99-79 sigur á Utah Jazz en besti leikmaður Stjörnuleiksins á dögunum var með 21 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst í þessum leik. Irving varð þar með fyrsti leikmaður Cleveland til að ná þrennu síðan að LeBron James afrekaði það 16. mars 2010.Goran Dragic setti persónulegt met með því að skora 40 stig í 116-104 sigri Phoenix Suns á New Orleans Pelicans. Þetta var annað persónulega stigamet Slóvenans í síðustu þremur leikjum og Suns-liðið endaði þriggja leikja taphrinu með þessum sigri. Anthony Davis skoraði 32 stig fyrir Pelíkanana.Jordan Farmar hitti úr 8 af 10 þriggja stiga skotum sínum og skoraði alls 30 stig þegar Los Angeles Lakers vann 126-122 sigur á Sacramento Kings en Lakers-menn hittu úr 19 af 27 þriggja stiga skotum sínum og settu nýtt félagsmet í þristum. MarShon Brooks var með 23 stig fyrir Lakers-liðið, Jodie Meeks hitti úr öllum átta skotum sínum og var með 22 stig eins og Pau Gasol.Tim Duncan var með 17 stig og 16 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 92-82 sigur á Charlotte Bobcats. Manu Ginobili skoraði 15 stig og þeir Marco Belinelli og Patty Mills voru báðir með 14 stig.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Cleveland Cavaliers - Utah Jazz 99-79 Oklahoma City Thunder - Memphis Grizzlies 113-107 New York Knicks - Golden State Warriors 103-126 Dallas Mavericks - Chicago Bulls 91-100 San Antonio Spurs - Charlotte Bobcats 92-82 Los Angeles Lakers - Sacramento Kings 126-122 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 116-104Staðan í NBA-deildinni: NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sjá meira
Kevin Durant skoraði 30 stig í seinni hálfleik þegar Oklahoma City Thunder endaði þriggja leikja taphrinu, Stephen Curry var með þrennu í sigri Golden State Warriors í Madison Square Garden í New York, Kyrie Irving náði sinni fyrstu þrennu á ferlinum og Los Angeles Lakers liðið setti félagsmet með því að skora 19 þriggja stiga körfur.Kevin Durant skoraði 30 af 37 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Oklahoma City Thunder endaði þriggja leikja taphrinu með 113-107 sigri á Memphis Grizzlies. Russell Westbrook var með 21 stig og 6 stoðsendingar á 28 mínútum en Thunder-liðið hafði fyrir leikinn tapað öllum leikjum sínum frá því að hann kom aftur eftir meiðsli. Mike Miller skoraði öll 19 stigin sín í fjórða leikhluta sem hjálpuðu Grizzlies-liðinu að gera leikinn spennandi undir lokin.Stephen Curry var með 27 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 126-103 útisigur á New York Knicks en Curry spilaði samt ekkert í lokaleikhlutanum. Klay Thompson skoraði 25 stig fyrir Golden State en Carmelo Anthony var með 23 stig og 16 fráköst fyrir Knicks-liðið sem tapaði sínum fimmta leik í röð.Kyrie Irving var með fyrstu þrennu sína á ferlinum þegar hann leiddi Cleveland Cavaliers til 99-79 sigur á Utah Jazz en besti leikmaður Stjörnuleiksins á dögunum var með 21 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst í þessum leik. Irving varð þar með fyrsti leikmaður Cleveland til að ná þrennu síðan að LeBron James afrekaði það 16. mars 2010.Goran Dragic setti persónulegt met með því að skora 40 stig í 116-104 sigri Phoenix Suns á New Orleans Pelicans. Þetta var annað persónulega stigamet Slóvenans í síðustu þremur leikjum og Suns-liðið endaði þriggja leikja taphrinu með þessum sigri. Anthony Davis skoraði 32 stig fyrir Pelíkanana.Jordan Farmar hitti úr 8 af 10 þriggja stiga skotum sínum og skoraði alls 30 stig þegar Los Angeles Lakers vann 126-122 sigur á Sacramento Kings en Lakers-menn hittu úr 19 af 27 þriggja stiga skotum sínum og settu nýtt félagsmet í þristum. MarShon Brooks var með 23 stig fyrir Lakers-liðið, Jodie Meeks hitti úr öllum átta skotum sínum og var með 22 stig eins og Pau Gasol.Tim Duncan var með 17 stig og 16 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 92-82 sigur á Charlotte Bobcats. Manu Ginobili skoraði 15 stig og þeir Marco Belinelli og Patty Mills voru báðir með 14 stig.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Cleveland Cavaliers - Utah Jazz 99-79 Oklahoma City Thunder - Memphis Grizzlies 113-107 New York Knicks - Golden State Warriors 103-126 Dallas Mavericks - Chicago Bulls 91-100 San Antonio Spurs - Charlotte Bobcats 92-82 Los Angeles Lakers - Sacramento Kings 126-122 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 116-104Staðan í NBA-deildinni:
NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins