Gjaldheimta í ferðaþjónustu eins og í Villta vestrinu Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2014 20:00 Þingmenn töluðu um að Villta vestrið og gullgrafaraæði ríkti varðandi gjaldttöku af ferðamönnum á Alþingi í dag. Umhverfisráðherra segir mikilvægt að almannaréttur fari ekki í uppnám vegna þessara gjaldtöku. Formaður Vinstri grænna hóf sérstakar umræður um þetta flókna úrlausnarefni á Alþingi í dag og brýndi fyrir umhverfisráðherra að huga þyrfti að almannarétti þegar kæmi að gjaldtöku á ferðamannastöðum og við náttúruperlur landsins. Hún fór allt aftur til Rómverja og Jónsbókar máli sínu til stuðnings. Þar vísaði Katrín Jakobsdóttir til þess að réttur almennings til að fara um og njóta náttúrunar og víðerna hefði verið tryggður öldum saman í ríkjum heims hvort sem land væri í eigu einkaaðila eða ríkis. Þetta hefði endurspeglast í íslenskum lögum um langa hríð. „Nú hins vegar erum við að horfa upp á aðgerðir sem má kalla einhvers konar Vilta vestur þar sem landeigendur eru farnir að hefja hér gjaldtöku. Jafnvel á landi sem er ekki alfarið í þeirra eigu. Þar má nefna auvitað geysissvæðið þar sem ríkið er auðvitað líka einn af landeigendum og það hafa staðið þar deilur yfir,“ sagði Katrín. Þá séu sveitarstjórnarmenn víða farnir að tala um gjaldtöku t.d. Seljalandsfoss Skógarfoss og fleiri staði. Allir væru sammála um að tryggja þurfti fé til uppbyggingar en hún hefði fyrirvara við náttúrupassa sem stjórnvöld væri að skoða út frá almannarétti. „Og væntanlega þarf maður þá að vita hvenær maður þarf að hafa passann þegar maður stoppar á þjóðveginum og hversu langt mðaur má vera frá náttúru,“ segir formaður Vinstri grænna.Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra sagði menn nú leita leiða í þessum efnum og gjæta þyrfti þess að ekki myndaðist gjá milli ferðaþjónustunnar og almennings í landinu. „Ég legg til að við reynum saman að finna sem fyrst sanngjarna leið til að afla þeirra fjármuna sem að þarf og hefjast handa við það verkefni. Þar má almannaréttur ekki verða settur í uppnám og framkvæmdaáætlun um uppbygginguna er þar miðlægt plagg í þeirri vinnu,“ sagði umhverfisráðherra. Katrín Júlíusdóttir varaformaður Samfylkingarinnar lagði áherslu á að samkomulag tækist um form gjaldtökunnar án þess að gengið yrði á almannaréttinn. „Og það er ekkert hlaupið að því. Ekki síst í ljósi þessa ástands sem er upi núna. En það ríkir bara hálfgert gullgrafaraæði í þessum bransa, ef svo má að orði komast,“ sagði Katrín Júlíusdóttir. Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Þingmenn töluðu um að Villta vestrið og gullgrafaraæði ríkti varðandi gjaldttöku af ferðamönnum á Alþingi í dag. Umhverfisráðherra segir mikilvægt að almannaréttur fari ekki í uppnám vegna þessara gjaldtöku. Formaður Vinstri grænna hóf sérstakar umræður um þetta flókna úrlausnarefni á Alþingi í dag og brýndi fyrir umhverfisráðherra að huga þyrfti að almannarétti þegar kæmi að gjaldtöku á ferðamannastöðum og við náttúruperlur landsins. Hún fór allt aftur til Rómverja og Jónsbókar máli sínu til stuðnings. Þar vísaði Katrín Jakobsdóttir til þess að réttur almennings til að fara um og njóta náttúrunar og víðerna hefði verið tryggður öldum saman í ríkjum heims hvort sem land væri í eigu einkaaðila eða ríkis. Þetta hefði endurspeglast í íslenskum lögum um langa hríð. „Nú hins vegar erum við að horfa upp á aðgerðir sem má kalla einhvers konar Vilta vestur þar sem landeigendur eru farnir að hefja hér gjaldtöku. Jafnvel á landi sem er ekki alfarið í þeirra eigu. Þar má nefna auvitað geysissvæðið þar sem ríkið er auðvitað líka einn af landeigendum og það hafa staðið þar deilur yfir,“ sagði Katrín. Þá séu sveitarstjórnarmenn víða farnir að tala um gjaldtöku t.d. Seljalandsfoss Skógarfoss og fleiri staði. Allir væru sammála um að tryggja þurfti fé til uppbyggingar en hún hefði fyrirvara við náttúrupassa sem stjórnvöld væri að skoða út frá almannarétti. „Og væntanlega þarf maður þá að vita hvenær maður þarf að hafa passann þegar maður stoppar á þjóðveginum og hversu langt mðaur má vera frá náttúru,“ segir formaður Vinstri grænna.Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra sagði menn nú leita leiða í þessum efnum og gjæta þyrfti þess að ekki myndaðist gjá milli ferðaþjónustunnar og almennings í landinu. „Ég legg til að við reynum saman að finna sem fyrst sanngjarna leið til að afla þeirra fjármuna sem að þarf og hefjast handa við það verkefni. Þar má almannaréttur ekki verða settur í uppnám og framkvæmdaáætlun um uppbygginguna er þar miðlægt plagg í þeirri vinnu,“ sagði umhverfisráðherra. Katrín Júlíusdóttir varaformaður Samfylkingarinnar lagði áherslu á að samkomulag tækist um form gjaldtökunnar án þess að gengið yrði á almannaréttinn. „Og það er ekkert hlaupið að því. Ekki síst í ljósi þessa ástands sem er upi núna. En það ríkir bara hálfgert gullgrafaraæði í þessum bransa, ef svo má að orði komast,“ sagði Katrín Júlíusdóttir.
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira