Meinaður aðgangur að Krímskaga Birta Björnsdóttir skrifar 19. mars 2014 20:00 Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sendi fyrr í mánuðinum hóp manna til Úkraínu, eftir beiðni þarlendra yfirvalda til að bera vitni um hugsanleg umsvif rússneska hersins á Krímskaga. Axel Nikulásson, starfsmaður íslenska sendiráðsins í London, var í hópnum. „Við komum til Odessa þann 6. mars og þaðan héldum við til Kerson þar sem við vorum með bækistöðvar fyrstu dagana. Við fórum að fylkjamörkunum og þar mættum við vopnuðum mönnum við vegartálma. Skemmst er frá því að segja að þeir hleyptu okkur ekki inn á Krím-skagann,“ segir Axel.Hvað segir það ykkur að hópnum hafi ekki verið hleypt inn á svæðið sem þið voruð í raun send til að skoða? „Það er nú góð spurning, en það sýnir að mínu mati að menn voru búnir að ákveða að segja skilið við stjórnvöld í Kænugarði og innsigla svæðið. Og um leið og þú ert búinn að innsigla svæðið getur þú stjórnað atburðarásinni betur hinum megin við vegartálmana.“ Hermennirnir við vegartálmana báru ekki merki rússneska hersins, hlutverk hópsins var meðal annars verið að greina búnað sem hermennirnir báru. „Búningarnir voru fjölbreyttir og ekki merktir. Þeir voru engu að síður vopnum búnir og mörg þeirra var hægt að rekja til rússneska hersins. Vissulega voru ummerki þannig að þetta væru þrautþjálfaðar sveitir sem stóðu vaktina við vegartálmana, og það er ekki eitthvað sem þú kallar saman með stuttum fyrirvara,“ segir Axel. Andrúmsloftið í Úkraínu segir Axel hafa verið afar misjafnt. „Í Odessa og víðar vestanmegin í landinu upplifðum við mjög vinsamlegt viðmót, fólk kom upp að rútunni okkar og þakkaði okkur fyrir að koma, leit á okkur sem vini. Þegar við héldum yfir í austurhluta landsins þá breyttist viðmótið. Þá var meira verið að hreyta í okkur ónotum og afþakka afskipti okkar.“ Axel segir ekki hafa gengið vel að fylgjast með framvindu mála í gegnum fjölmiðla. „Á þeim hótelum sem við vorum á voru kannski tvær til þrjár enskumælandi rásir, en einhverra hluta vegna var búið að skrúfa fyrir hljóðið í þeim. Við sem ekki tölum rússnesku eða úkraínsku höfum engin tök á að heyra umræðuna. Dagblöðum var ekki til að dreifa,“ segir Axel. „Það er skrýtið ef hljóðið vantar bara enskumælandi rásir. Það er að minnsta kosti einhver sem vill þá ekki að allt heyrist.“ Axel segist halda að óróinn sé ekki úr sögunni á svæðinu. „Nú er búið að ganga frá þessari sameiningu, allavega á bókunum. Ég held að þarna verði einhver órói næstu vikur, það er það stór hópur manna sem finnst hann ekki hafa verið réttlæti beittur til þess að allt falli í ljúfa löð á næstu vikum,“ segir Axel. Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sendi fyrr í mánuðinum hóp manna til Úkraínu, eftir beiðni þarlendra yfirvalda til að bera vitni um hugsanleg umsvif rússneska hersins á Krímskaga. Axel Nikulásson, starfsmaður íslenska sendiráðsins í London, var í hópnum. „Við komum til Odessa þann 6. mars og þaðan héldum við til Kerson þar sem við vorum með bækistöðvar fyrstu dagana. Við fórum að fylkjamörkunum og þar mættum við vopnuðum mönnum við vegartálma. Skemmst er frá því að segja að þeir hleyptu okkur ekki inn á Krím-skagann,“ segir Axel.Hvað segir það ykkur að hópnum hafi ekki verið hleypt inn á svæðið sem þið voruð í raun send til að skoða? „Það er nú góð spurning, en það sýnir að mínu mati að menn voru búnir að ákveða að segja skilið við stjórnvöld í Kænugarði og innsigla svæðið. Og um leið og þú ert búinn að innsigla svæðið getur þú stjórnað atburðarásinni betur hinum megin við vegartálmana.“ Hermennirnir við vegartálmana báru ekki merki rússneska hersins, hlutverk hópsins var meðal annars verið að greina búnað sem hermennirnir báru. „Búningarnir voru fjölbreyttir og ekki merktir. Þeir voru engu að síður vopnum búnir og mörg þeirra var hægt að rekja til rússneska hersins. Vissulega voru ummerki þannig að þetta væru þrautþjálfaðar sveitir sem stóðu vaktina við vegartálmana, og það er ekki eitthvað sem þú kallar saman með stuttum fyrirvara,“ segir Axel. Andrúmsloftið í Úkraínu segir Axel hafa verið afar misjafnt. „Í Odessa og víðar vestanmegin í landinu upplifðum við mjög vinsamlegt viðmót, fólk kom upp að rútunni okkar og þakkaði okkur fyrir að koma, leit á okkur sem vini. Þegar við héldum yfir í austurhluta landsins þá breyttist viðmótið. Þá var meira verið að hreyta í okkur ónotum og afþakka afskipti okkar.“ Axel segir ekki hafa gengið vel að fylgjast með framvindu mála í gegnum fjölmiðla. „Á þeim hótelum sem við vorum á voru kannski tvær til þrjár enskumælandi rásir, en einhverra hluta vegna var búið að skrúfa fyrir hljóðið í þeim. Við sem ekki tölum rússnesku eða úkraínsku höfum engin tök á að heyra umræðuna. Dagblöðum var ekki til að dreifa,“ segir Axel. „Það er skrýtið ef hljóðið vantar bara enskumælandi rásir. Það er að minnsta kosti einhver sem vill þá ekki að allt heyrist.“ Axel segist halda að óróinn sé ekki úr sögunni á svæðinu. „Nú er búið að ganga frá þessari sameiningu, allavega á bókunum. Ég held að þarna verði einhver órói næstu vikur, það er það stór hópur manna sem finnst hann ekki hafa verið réttlæti beittur til þess að allt falli í ljúfa löð á næstu vikum,“ segir Axel.
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira