Höfrungarnir umkringdu bát Kristínar Hávarðsdóttur, íbúa á Neskaupsstað, og léku þeir listir sínar af hreinni snilld eins og meðfylgjandi myndband sínir.
Kristín segir það ævintýri líkast að hafa fengið að fylgjast með dýrunum.
„Ég hef aldrei nokkurn tímann séð svona og ég hef búið hér í 12 ár,“ segir Kristín.
Höfrungarnir hafa líklega verið að sækjast eftir loðnutorfu sem kom inn í fjörðinn og fylgdi þeim einn hnúfubakur.
„Fólk starði bara út á sjó. Það var svo fallegt að sjá þá stökkva upp í fulla hæð. Þetta er eins og maður sér í bíómyndum.“


