Nýr útvarpsstjóri hreinsar til á toppnum Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2014 18:19 Magnús Geir Þórðarsson hreinsar til í toppstöðum hjá Ríkisútvarpinu eftir aðeins viku í starfi og ætlar að stokka upp í rekstrinum. Óháðir aðilar verða fengnir til að fara yfir rekstur Ríkisútvarpsins sem rekið verður með 357 milljón króna halla á þessu rekstrarári. Nýr útvarpsstjóri ákvað eftir viku í starfi að segja upp öllum framkvæmdastjórum stofnunarinnar og ætlar að ráða nýja í næsta mánuði þar sem hlutfall kynjanna verður haft að leiðarljósi. Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur sætt mikilli gagnrýni frá Davíð Oddssyni fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra, seðlabankastjóra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins ásamt fleirum sem teljast verða til stuðningsmanna núverandi stjórnarflokka. Uppsagnir níu framkvæmdastjóra og þar með fréttastjóra Ríkisútvarpsins eru ekki í samhengi við þetta segir útvarpsstjóri. Reyndar hafði Bjarni Kristjánsson fjármálastjóri sagt upp um svipað leyti og Páll Magnússon hætti sem útvarpsstjóri en það er greinilegt að nýr útvarpsstjóri sem tók til starfa fyrir um viku ætlar sér að byrja með hreint borð. Er þetta vantraust á framkvæmdastjórana af þinni hálfu? „Nei þetta er ekki vantraust af minni hálfu á neinn þessara manna eða kvenna. Við erum að gera hér umfangsmiklar skipulagsbreytingar til að byggja Ríkisútvarpið upp til framtíðar og gera gott Ríkisútvarp enn betra,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri. Allir hafi jafnt tækifæri til að sækja um stöðurnar en gætt verði jafnræðis milli karla og kvenna. Óðinn Jónsson fréttastjóri er einn þeirra sem fengið hefur uppsögn.Er ekki að bola Óðni burt Ertu að losa þig við hann til að þóknast stjórnarherrunum? „Nei, þvert á móti. Ég tók að mér þetta starf sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins vegna þess að ég sé mikil tækifæri. Mikla möguleika fyrir Ríkisútvarpið til framtíðar. Það sé hans hlutverk að koma ferskur að starfseminni og breyta því sem þurfi að breyta og stokka upp og þess vegna sé samningum við framkvæmdastjóranna sagt upp. „Það er auðvitað óheppilegt og ég skil áhyggjur manna þegar fréttastjóra er sagt upp, og sérstaklega eftir þau skot og árásir sem RÚV hefur orðið fyrir á undanförnum mánuðum og misserum. En ég mun aldrei nokkurn tíma á minni vakt draga úr ritstjórnarlegu sjálfstæði fréttastofunnar eða annarra miðla Ríkisútvarpsins. Það mun aldrei gerast,“ segir Magnús Geir. En þrátt fyrir fjóldauppsagnir Páls í lok nóvember þegar 60 manns misstu störf sín er gert ráð fyrir 357 milljón króna halla á þessu rekstrarári, eða um milljón á dag. Óháðir aðilar verða fengir til að gera úttekt á fjármálum stofnunarinnar. „Fjárhagsstaðan í dag er ekki góð. Það liggur fyrir og stjórn fyrirtækisins sendi frá sér aðkomuviðvörun í gær. Hins vegar er það jákvæða í stöðunni að framtíðarhorfur eru góðar,“ segir útvarpsstjóri. Hann vilji opið samtal um Ríkisútvarpið, jafnrétti innan þess og auka áherslu á starfsemi Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni. Þá þurfi að endurskoða húsakostinn sem sé allt of stór og dúr miðað við starfsemina. Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira
Magnús Geir Þórðarsson hreinsar til í toppstöðum hjá Ríkisútvarpinu eftir aðeins viku í starfi og ætlar að stokka upp í rekstrinum. Óháðir aðilar verða fengnir til að fara yfir rekstur Ríkisútvarpsins sem rekið verður með 357 milljón króna halla á þessu rekstrarári. Nýr útvarpsstjóri ákvað eftir viku í starfi að segja upp öllum framkvæmdastjórum stofnunarinnar og ætlar að ráða nýja í næsta mánuði þar sem hlutfall kynjanna verður haft að leiðarljósi. Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur sætt mikilli gagnrýni frá Davíð Oddssyni fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra, seðlabankastjóra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins ásamt fleirum sem teljast verða til stuðningsmanna núverandi stjórnarflokka. Uppsagnir níu framkvæmdastjóra og þar með fréttastjóra Ríkisútvarpsins eru ekki í samhengi við þetta segir útvarpsstjóri. Reyndar hafði Bjarni Kristjánsson fjármálastjóri sagt upp um svipað leyti og Páll Magnússon hætti sem útvarpsstjóri en það er greinilegt að nýr útvarpsstjóri sem tók til starfa fyrir um viku ætlar sér að byrja með hreint borð. Er þetta vantraust á framkvæmdastjórana af þinni hálfu? „Nei þetta er ekki vantraust af minni hálfu á neinn þessara manna eða kvenna. Við erum að gera hér umfangsmiklar skipulagsbreytingar til að byggja Ríkisútvarpið upp til framtíðar og gera gott Ríkisútvarp enn betra,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri. Allir hafi jafnt tækifæri til að sækja um stöðurnar en gætt verði jafnræðis milli karla og kvenna. Óðinn Jónsson fréttastjóri er einn þeirra sem fengið hefur uppsögn.Er ekki að bola Óðni burt Ertu að losa þig við hann til að þóknast stjórnarherrunum? „Nei, þvert á móti. Ég tók að mér þetta starf sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins vegna þess að ég sé mikil tækifæri. Mikla möguleika fyrir Ríkisútvarpið til framtíðar. Það sé hans hlutverk að koma ferskur að starfseminni og breyta því sem þurfi að breyta og stokka upp og þess vegna sé samningum við framkvæmdastjóranna sagt upp. „Það er auðvitað óheppilegt og ég skil áhyggjur manna þegar fréttastjóra er sagt upp, og sérstaklega eftir þau skot og árásir sem RÚV hefur orðið fyrir á undanförnum mánuðum og misserum. En ég mun aldrei nokkurn tíma á minni vakt draga úr ritstjórnarlegu sjálfstæði fréttastofunnar eða annarra miðla Ríkisútvarpsins. Það mun aldrei gerast,“ segir Magnús Geir. En þrátt fyrir fjóldauppsagnir Páls í lok nóvember þegar 60 manns misstu störf sín er gert ráð fyrir 357 milljón króna halla á þessu rekstrarári, eða um milljón á dag. Óháðir aðilar verða fengir til að gera úttekt á fjármálum stofnunarinnar. „Fjárhagsstaðan í dag er ekki góð. Það liggur fyrir og stjórn fyrirtækisins sendi frá sér aðkomuviðvörun í gær. Hins vegar er það jákvæða í stöðunni að framtíðarhorfur eru góðar,“ segir útvarpsstjóri. Hann vilji opið samtal um Ríkisútvarpið, jafnrétti innan þess og auka áherslu á starfsemi Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni. Þá þurfi að endurskoða húsakostinn sem sé allt of stór og dúr miðað við starfsemina.
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira