„Menn eru enn að melta þessar breytingar. Það kom flatt upp á marga að hann væri að kynna svona drastískar skipulagsbreytingar,“ segir Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna og fréttamaður Ríkisútvarpsins, um ákvörðun Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra að segja upp öllum framkvæmdastjórum RÚV.
„Við héldum fyrst að þetta væri fundur um fjármálin,“ segir Hallgrímur. Hann segir að svo virðist sem Magnús Geir geri jafnvel ráð fyrir því að flestir þeirra sem sagt var upp sæki um aftur.
Hallgrímur segir það starfsfólk sem hann hafi rætt við almennt vera jákvætt fyrir breytingunum sem slíkum. „En þetta er ákveðin óvissa, eins og hvað tekur við hjá okkur á fréttastofunni. Það er dálítið óþægilegt,“ segir Hallgrímur.
Samkvæmt heimildum Vísis vita starfsmenn fréttastofu ekki hvort Óðinn Jónsson fréttastjóri muni sækja um aftur en það er metið svo að þrýst verði á hann með að gera það og þá þannig að starfsmenn fréttastofunnar muni styðja þá umsókn.
Uppsagnirnar komu flatt upp á starfsmenn RÚV

Tengdar fréttir

Neyðarfundur í Efstaleitinu
Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri vandar Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra ekki kveðjurnar.

Magnús Geir rak framkvæmdastjórn RÚV
Nýr útvarpsstjóri, Magnús Geir Þórðarson, kynnti starfsfólki RÚV í morgun áherslur sínar og stefnu í rekstri Ríkisútvarpsins og skipulagsbreytingar til að styðja við þær áherslur en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá RÚV. Nýjar stöður framkvæmdastjórnar RÚV verða auglýstar lausar til umsóknar.

Óðni Jónssyni fréttastjóra RÚV sagt upp störfum
Magnús Geir Þórðarson sagði upp öllum framkvæmdastjórum RÚV, þar með talið fréttastjóra RÚV.