Einar Árni fer ekki frá Njarðvík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2014 09:45 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Getty Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, er á sínu síðasta tímabili með liðið en hann er ekki á leiðinni úr Njarðvík þrátt fyrir að hætta með meistaraflokkinn. Á heimasíðu Njarðvíkinga kemur fram að Njarðvíkingar ætla að halda sínum manni. Einar Árni hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka félagsins til næstu fimm ára en þetta er annar fimm ára samningur hans í röð. Einar Árni samdi við fimm ára árið 2009 þegar hann snéri heim til Njarðvíkur eftir tveggja ára dvöl hjá Blikum. „Mér líður ofboðslega vel í Njarðvík og staðreyndin er sú að þegar ég kom til baka 2009 þá var það hugsað á þeim nótum að einbeita sér að yngri flokkunum. Það ferli tók óvænta beygju í janúar 2011 þegar við Friðrik Pétur tókum við meistaraflokki karla, og ég hef verið með liðið núna í þrjú og hálft ár af þessum fimm árum sem ég hef verið yfirþjálfari. Með þessu skrefi gefst einfaldlega meiri tími til að sinna mikilvægum verkefnum í barna- og unglingastarfinu enda meistaraflokksþjálfun mjög tímafrek samhliða. Unglingaráð sýndi bæði mér og stjórn KKD UMFN mikinn skilning þegar ég tók aftur við meistaraflokknum og það traust kunni ég vel að meta, og ég hlakka til að halda áfram að vinna með öflugu fólki í Unglingaráði sem og góðum hópi þjálfara og foreldra í starfinu," sagði Einar Árni í fréttinni á heimasíðu Njarðvíkur en hana má finna alla hér. Einar Árni segir þar hafa fengið fyrirspurnir frá öðrum félögum en að hann hafi fyrst viljað tala við Njarðvíkinga. „Ég hef verið að þjálfa yngri flokka í UMFN svo til allan minn feril og þar sem ég kann rosalega vel við mig í kennslu við Njarðvíkurskóla og bý hér með minni fjölskyldu þá mælir ansi margt með því að halda áfram að vinna í grasrótinni hjá uppeldisfélaginu sem manni þykir mjög vænt um," sagði Einar Árni. Dominos-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Sjá meira
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, er á sínu síðasta tímabili með liðið en hann er ekki á leiðinni úr Njarðvík þrátt fyrir að hætta með meistaraflokkinn. Á heimasíðu Njarðvíkinga kemur fram að Njarðvíkingar ætla að halda sínum manni. Einar Árni hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka félagsins til næstu fimm ára en þetta er annar fimm ára samningur hans í röð. Einar Árni samdi við fimm ára árið 2009 þegar hann snéri heim til Njarðvíkur eftir tveggja ára dvöl hjá Blikum. „Mér líður ofboðslega vel í Njarðvík og staðreyndin er sú að þegar ég kom til baka 2009 þá var það hugsað á þeim nótum að einbeita sér að yngri flokkunum. Það ferli tók óvænta beygju í janúar 2011 þegar við Friðrik Pétur tókum við meistaraflokki karla, og ég hef verið með liðið núna í þrjú og hálft ár af þessum fimm árum sem ég hef verið yfirþjálfari. Með þessu skrefi gefst einfaldlega meiri tími til að sinna mikilvægum verkefnum í barna- og unglingastarfinu enda meistaraflokksþjálfun mjög tímafrek samhliða. Unglingaráð sýndi bæði mér og stjórn KKD UMFN mikinn skilning þegar ég tók aftur við meistaraflokknum og það traust kunni ég vel að meta, og ég hlakka til að halda áfram að vinna með öflugu fólki í Unglingaráði sem og góðum hópi þjálfara og foreldra í starfinu," sagði Einar Árni í fréttinni á heimasíðu Njarðvíkur en hana má finna alla hér. Einar Árni segir þar hafa fengið fyrirspurnir frá öðrum félögum en að hann hafi fyrst viljað tala við Njarðvíkinga. „Ég hef verið að þjálfa yngri flokka í UMFN svo til allan minn feril og þar sem ég kann rosalega vel við mig í kennslu við Njarðvíkurskóla og bý hér með minni fjölskyldu þá mælir ansi margt með því að halda áfram að vinna í grasrótinni hjá uppeldisfélaginu sem manni þykir mjög vænt um," sagði Einar Árni.
Dominos-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Sjá meira